Flutningur Dawn Richard á Íslandi vekur athygli: Heyrði lagið sitt í útvarpinu og kom í viðtal Sylvía Hall skrifar 12. janúar 2019 14:29 Dawn Richard tók lagið í Útvarpi 101 í desember síðastliðnum. Skjáskot/101 Söngkonan Dawn Richard var í ferðalagi á Íslandi ásamt eiginmanni sínum í desember síðastliðnum þegar hún heyrði kunnuglega söngrödd í útvarpinu. Lagið sem um ræðir var hennar eigið lag, Jealousy, sem var í spilun á Útvarpi 101.was literally driving in iceland randomly and i’m on the fucking radio. speechless. pic.twitter.com/uBiNFPTZvG — DAWN (@DawnRichard) 16 December 2018 „Var bókstaflega að keyra á Íslandi og ég er í útvarpinu. Orðlaus,“ skrifaði Richard á Twitter-síðu sína í desember síðastliðnum. Glöggur Twitter-notandi þekkti tíðnina og merkti útvarpsstöðina undir færslu söngkonunnar og þá fór boltinn að rúlla.Yfir hundrað þúsund áhorf Unnsteinn Manuel Stefánsson, útvarpsstjóri, segir atburðarásina hafa verið mjög hraða. Eftir að Richard heyrði flutning sinn í útvarpinu setti hún sig í samband við útvarpsstöðina, bauðst til þess að taka lagið og var hún mætt í stúdíóið rúmum sólarhring síðar. „Forsagan er þannig að hún og maðurinn hennar ákváðu að koma til Reykjavíkur og leigja bílaleigubíl og hún var að leita að rappstöð og þá rakst hún á okkar stöð. Næsta lag sem kom var hennar lag og það kom henni mjög á óvart, hún spurði manninn sinn aftur og aftur hvort hann væri sjálfur að spila lagið en svo var ekki,“ segir Unnsteinn í samtali við Vísi. Flutningur söngkonunnar hefur vakið mikla lukku á meðal aðdáenda hennar og hefur verið horft á brot af flutningum á Twitter-síðu hennar yfir hundrað þúsund sinnum. Henni til halds og trausts var hljómborðsleikarinn Magnús Jóhann Ragnarsson sem spilaði undir. Flutninginn má sjá í fullri lengd á YouTube.1.25.19 so raw. so uncut. so nine. pic.twitter.com/twWMv7R2b6 — DAWN (@DawnRichard) 2 January 2019 Stór aðdáendahópur vestanhafs Richard vakti fyrst athygli með stúlknasveitinni Danity Kane sem stofnuð var í raunveruleikaþáttaröðinni Making the Band á MTV. Hún á því stóran aðdáendahóp erlendis og hefur viðtalið vakið mikla lukku á meðal þeirra. Sveitin hætti störfum árið 2009 og í kjölfarið fór Richard að vinna að sólóferli sínum en sveitin kom aftur saman undir lok síðasta árs. Unnsteinn bendir á að það sé mun erfiðara fyrir tónlistarmenn vestanhafs að koma sér á framfæri og oft þurfi mikið til að tónlistarmenn fái spilun á útvarpsstöðvum. Það hafi því komið henni skemmtilega á óvart að heyra lagið sitt á nýrri útvarpsstöð á litla Íslandi. „Fyrir íslenska tónlistarmenn, það fá flestir spilun. Þú gefur út lag og það kemst í spilun einhvers staðar en eins og í Ameríku er það ótrúlega mikil vinna að koma músík í útvarpið og þú þarft að hafa milliliði og stundum umboðsstofur bara fyrir útvarp,“ segir Unnsteinn. „Þess vegna fannst henni svo merkilegt að það væri að spila lagið hennar hér án þess að það væri verið að ýta laginu í áttina að okkur.“Hér að neðan má horfa á viðtalið við Dawn Richard hjá Aroni Mola, Birnu Maríu og Unnsteini Manuel í Útvarpi 101. Tónlist Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
Söngkonan Dawn Richard var í ferðalagi á Íslandi ásamt eiginmanni sínum í desember síðastliðnum þegar hún heyrði kunnuglega söngrödd í útvarpinu. Lagið sem um ræðir var hennar eigið lag, Jealousy, sem var í spilun á Útvarpi 101.was literally driving in iceland randomly and i’m on the fucking radio. speechless. pic.twitter.com/uBiNFPTZvG — DAWN (@DawnRichard) 16 December 2018 „Var bókstaflega að keyra á Íslandi og ég er í útvarpinu. Orðlaus,“ skrifaði Richard á Twitter-síðu sína í desember síðastliðnum. Glöggur Twitter-notandi þekkti tíðnina og merkti útvarpsstöðina undir færslu söngkonunnar og þá fór boltinn að rúlla.Yfir hundrað þúsund áhorf Unnsteinn Manuel Stefánsson, útvarpsstjóri, segir atburðarásina hafa verið mjög hraða. Eftir að Richard heyrði flutning sinn í útvarpinu setti hún sig í samband við útvarpsstöðina, bauðst til þess að taka lagið og var hún mætt í stúdíóið rúmum sólarhring síðar. „Forsagan er þannig að hún og maðurinn hennar ákváðu að koma til Reykjavíkur og leigja bílaleigubíl og hún var að leita að rappstöð og þá rakst hún á okkar stöð. Næsta lag sem kom var hennar lag og það kom henni mjög á óvart, hún spurði manninn sinn aftur og aftur hvort hann væri sjálfur að spila lagið en svo var ekki,“ segir Unnsteinn í samtali við Vísi. Flutningur söngkonunnar hefur vakið mikla lukku á meðal aðdáenda hennar og hefur verið horft á brot af flutningum á Twitter-síðu hennar yfir hundrað þúsund sinnum. Henni til halds og trausts var hljómborðsleikarinn Magnús Jóhann Ragnarsson sem spilaði undir. Flutninginn má sjá í fullri lengd á YouTube.1.25.19 so raw. so uncut. so nine. pic.twitter.com/twWMv7R2b6 — DAWN (@DawnRichard) 2 January 2019 Stór aðdáendahópur vestanhafs Richard vakti fyrst athygli með stúlknasveitinni Danity Kane sem stofnuð var í raunveruleikaþáttaröðinni Making the Band á MTV. Hún á því stóran aðdáendahóp erlendis og hefur viðtalið vakið mikla lukku á meðal þeirra. Sveitin hætti störfum árið 2009 og í kjölfarið fór Richard að vinna að sólóferli sínum en sveitin kom aftur saman undir lok síðasta árs. Unnsteinn bendir á að það sé mun erfiðara fyrir tónlistarmenn vestanhafs að koma sér á framfæri og oft þurfi mikið til að tónlistarmenn fái spilun á útvarpsstöðvum. Það hafi því komið henni skemmtilega á óvart að heyra lagið sitt á nýrri útvarpsstöð á litla Íslandi. „Fyrir íslenska tónlistarmenn, það fá flestir spilun. Þú gefur út lag og það kemst í spilun einhvers staðar en eins og í Ameríku er það ótrúlega mikil vinna að koma músík í útvarpið og þú þarft að hafa milliliði og stundum umboðsstofur bara fyrir útvarp,“ segir Unnsteinn. „Þess vegna fannst henni svo merkilegt að það væri að spila lagið hennar hér án þess að það væri verið að ýta laginu í áttina að okkur.“Hér að neðan má horfa á viðtalið við Dawn Richard hjá Aroni Mola, Birnu Maríu og Unnsteini Manuel í Útvarpi 101.
Tónlist Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira