Robbie Williams angrar Jimmy Page með tónlist Pink Floyd Andri Eysteinsson skrifar 13. janúar 2019 18:31 Williams og Page eru nágrannar í Kensington og Chelsea hverfi Lundúna. EPA/ Peter Powell/ Christopher Jue Breski söngvarinn Robbie Williams gerir nágranna sínum í London lífið leitt samkvæmt kvörtun sem barst hverfisstjórn Kensington og Chelsea hverfis borgarinnar. Nágranninn er enginn venjulegur granni en sá er gítarleikari Led Zeppelin, Jimmy Page.BBC greinir frá erjum nágrannanna sem má rekja til þess að Page lagðist gegn því að Williams fengi að koma fyrir sundlaug í kjallara heimilis síns. Page taldi að framkvæmdirnar myndu valda skaða á húsi hans sem byggt var árið 1875. Williams fékk á síðasta ári leyfi fyrir framkvæmdunum. Samkvæmt kvörtuninni mun Williams stunda þá iðju að spila tónlist Black Sabbath, Pink Floyd og Deep Purple í hæsta styrk. Williams er sagður gera þetta vegna þess að hann veit að þetta pirrar gítarleikarann Page.Robbie Williams er einnig sagður setja á sig hárkollu og klæða sig upp með það að markmiðið að líkjast félaga Page úr Led Zeppelin, Robert Plant. Deilur nágrannanna hafa staðið yfir í ein fimm ár. Williams fékk eins og áður sagði leyfi til framkvæmdanna í lok síðasta árs. Þó hafa framkvæmdirnar ekki hafist.Samkvæmt Telegraph var Williams, sem býr í húsinu ásamt eiginkonu sinni Ayda Field og börnum þeirra þremur, sektaður um 5000 pund árið 2017 vegna hávaða vegna kvörtunar Page. Sama ár baðst Williams afsökunar á því að líkja hegðun gítarleikarans við geðsjúkdóma. Tónlist Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Sjá meira
Breski söngvarinn Robbie Williams gerir nágranna sínum í London lífið leitt samkvæmt kvörtun sem barst hverfisstjórn Kensington og Chelsea hverfis borgarinnar. Nágranninn er enginn venjulegur granni en sá er gítarleikari Led Zeppelin, Jimmy Page.BBC greinir frá erjum nágrannanna sem má rekja til þess að Page lagðist gegn því að Williams fengi að koma fyrir sundlaug í kjallara heimilis síns. Page taldi að framkvæmdirnar myndu valda skaða á húsi hans sem byggt var árið 1875. Williams fékk á síðasta ári leyfi fyrir framkvæmdunum. Samkvæmt kvörtuninni mun Williams stunda þá iðju að spila tónlist Black Sabbath, Pink Floyd og Deep Purple í hæsta styrk. Williams er sagður gera þetta vegna þess að hann veit að þetta pirrar gítarleikarann Page.Robbie Williams er einnig sagður setja á sig hárkollu og klæða sig upp með það að markmiðið að líkjast félaga Page úr Led Zeppelin, Robert Plant. Deilur nágrannanna hafa staðið yfir í ein fimm ár. Williams fékk eins og áður sagði leyfi til framkvæmdanna í lok síðasta árs. Þó hafa framkvæmdirnar ekki hafist.Samkvæmt Telegraph var Williams, sem býr í húsinu ásamt eiginkonu sinni Ayda Field og börnum þeirra þremur, sektaður um 5000 pund árið 2017 vegna hávaða vegna kvörtunar Page. Sama ár baðst Williams afsökunar á því að líkja hegðun gítarleikarans við geðsjúkdóma.
Tónlist Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Sjá meira