„Mennska Ken-dúkkan“ sögð verða fulltrúi San Marínó í Eurovision Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2019 21:58 Rodrigo Alves hefur gengist undir fjölmargar lýtaaðgerðir til að fullkomna útlitið. Getty/Maria Moratti Rodrigo Alves, sem þekktastur er fyrir að líkjast Ken-dúkkunni frægu, hefur verið orðaður við þátttöku í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí næstkomandi. Alves er sagður munu taka þátt í keppninni fyrir hönd San Marínó. Sanmarínóska ríkissjónvarpið SMRTV hefur ekki staðfest þátttöku Alves en orðrómar þess efnis hafa þó verið nokkuð þrálátir síðustu misseri, samkvæmt frétt Eurovision-vefsíðunnar ESC Bubble. Alves sjálfur virðist þó fullviss um þátttöku sína í keppninni ef marka má færslu sem hann birti á Instagram í dag. Þar hefur Alves skeytt saman mynd af sjálfum sér og opinberu merki San Marínó í Eurovision. Í texta við myndina lýsir Alves því yfir að „draumar rætist í raun og veru“ með hjálp kærleika, staðfestu og virðingar við náungann. View this post on InstagramDreams do come true !! With hard work, dedication, respect to one another and love we all can achieve our dreams ! #eurovision #rodrigoalves #sanmarino A post shared by Rodrigo Alves (@rodrigoalvesuk) on Jan 13, 2019 at 12:00pm PST Samkvæmt frétt ESC Bubble mun SMRTV tilkynna um þátttakandann sem orðið hefur fyrir valinu þann 21. janúar næstkomandi. Þá kemur í ljós hvort Alves, betur þekktur undir nafninu „Mennska Ken-dúkkan“, stígi á svið í Tel Aviv í maí. Alves er fæddur í Brasilíu árið 1983 en öðlaðist frægð í Bretlandi fyrir sérkennilegt útlit sitt, sem hann hefur mótað eftir eigin höfði með hjálp lýtaaðgerða. Hann tók þátt í bresku raunveruleikaþáttaröðinni Celebrity Big Brother í fyrra en var rekinn úr þáttunum eftir að hann viðhafði orðalag þrungið kynþáttafordómum. San Marínó hefur tekið þátt í Eurovision síðan árið 2008 með hléum. Þar af hefur söngkonan Valentina Monetta tekið þátt fjórum sinnum. Eurovision Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira
Rodrigo Alves, sem þekktastur er fyrir að líkjast Ken-dúkkunni frægu, hefur verið orðaður við þátttöku í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí næstkomandi. Alves er sagður munu taka þátt í keppninni fyrir hönd San Marínó. Sanmarínóska ríkissjónvarpið SMRTV hefur ekki staðfest þátttöku Alves en orðrómar þess efnis hafa þó verið nokkuð þrálátir síðustu misseri, samkvæmt frétt Eurovision-vefsíðunnar ESC Bubble. Alves sjálfur virðist þó fullviss um þátttöku sína í keppninni ef marka má færslu sem hann birti á Instagram í dag. Þar hefur Alves skeytt saman mynd af sjálfum sér og opinberu merki San Marínó í Eurovision. Í texta við myndina lýsir Alves því yfir að „draumar rætist í raun og veru“ með hjálp kærleika, staðfestu og virðingar við náungann. View this post on InstagramDreams do come true !! With hard work, dedication, respect to one another and love we all can achieve our dreams ! #eurovision #rodrigoalves #sanmarino A post shared by Rodrigo Alves (@rodrigoalvesuk) on Jan 13, 2019 at 12:00pm PST Samkvæmt frétt ESC Bubble mun SMRTV tilkynna um þátttakandann sem orðið hefur fyrir valinu þann 21. janúar næstkomandi. Þá kemur í ljós hvort Alves, betur þekktur undir nafninu „Mennska Ken-dúkkan“, stígi á svið í Tel Aviv í maí. Alves er fæddur í Brasilíu árið 1983 en öðlaðist frægð í Bretlandi fyrir sérkennilegt útlit sitt, sem hann hefur mótað eftir eigin höfði með hjálp lýtaaðgerða. Hann tók þátt í bresku raunveruleikaþáttaröðinni Celebrity Big Brother í fyrra en var rekinn úr þáttunum eftir að hann viðhafði orðalag þrungið kynþáttafordómum. San Marínó hefur tekið þátt í Eurovision síðan árið 2008 með hléum. Þar af hefur söngkonan Valentina Monetta tekið þátt fjórum sinnum.
Eurovision Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira