Family Guy hverfur frá bröndurum um hinsegin fólk Birgir Olgeirsson skrifar 15. janúar 2019 13:30 Griffin-fjölskyldan hefur notið mikilla vinsælda undanfarna tvo áratugi. IMDB Aðstandendur bandaríska teiknimyndaþáttarins Family Guy hafa ákveðið að hörfa frá öllum bröndurum sem varða hinsegin fólk. Einn af framleiðendum þáttanna, Alec Sulkin, sagði þetta í viðtali við TVLine en þar var hann spurður í atriði í þáttunum þar sem aðalsöguhetjan, Peter Griffin, segir við forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, að handritshöfundarnir væru að reyna að láta slíka brandara hverfa úr þáttunum hægt og rólega. Sulkin sagði að ef þættirnir frá árunum 2005 til 2006 yrðu bornir saman við þættina frá því í fyrra og í ár þá myndu áhorfendur taka eftir einhverjum mun. Áður fyrr þótti ekkert tiltökumál að grínast með tiltekin málefni en þeir sem gera Family Guy séu meðvitaðri í dag um hvað sé ekki við hæfi. Annar af framleiðendum Family Guy bendir á að þættirnir hafi verið í sýningu í 20 ár, voru frumsýndir árið 1999, og samfélagið hafi sannarlega breyst á þessum tíma. Hann segist aðeins vita um eina þáttaröð sem hefur verið lengur í sýningu, en það eru þættirnir um Simpsons-fjölskylduna. Í október síðastliðnum var greint frá því að handritshöfundar The Simpsons hafi íhugað að skrifa búðareigandann Apu úr þáttunum sem hefur hlotið mikla gagnrýni undanfarið. Er Apu af indverskum uppruna og sögð holdgervingur allra staðalímynda sem Bandaríkjamenn hafa haft um suðurasíska innflytjendur. Framleiðendur Family Guy segjast ekki hafa gert þetta af ótta við að harða gagnrýni frá samfélaginu. Þeir hafi einfaldlega sjálfir þroskast með samfélaginu. Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Aðstandendur bandaríska teiknimyndaþáttarins Family Guy hafa ákveðið að hörfa frá öllum bröndurum sem varða hinsegin fólk. Einn af framleiðendum þáttanna, Alec Sulkin, sagði þetta í viðtali við TVLine en þar var hann spurður í atriði í þáttunum þar sem aðalsöguhetjan, Peter Griffin, segir við forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, að handritshöfundarnir væru að reyna að láta slíka brandara hverfa úr þáttunum hægt og rólega. Sulkin sagði að ef þættirnir frá árunum 2005 til 2006 yrðu bornir saman við þættina frá því í fyrra og í ár þá myndu áhorfendur taka eftir einhverjum mun. Áður fyrr þótti ekkert tiltökumál að grínast með tiltekin málefni en þeir sem gera Family Guy séu meðvitaðri í dag um hvað sé ekki við hæfi. Annar af framleiðendum Family Guy bendir á að þættirnir hafi verið í sýningu í 20 ár, voru frumsýndir árið 1999, og samfélagið hafi sannarlega breyst á þessum tíma. Hann segist aðeins vita um eina þáttaröð sem hefur verið lengur í sýningu, en það eru þættirnir um Simpsons-fjölskylduna. Í október síðastliðnum var greint frá því að handritshöfundar The Simpsons hafi íhugað að skrifa búðareigandann Apu úr þáttunum sem hefur hlotið mikla gagnrýni undanfarið. Er Apu af indverskum uppruna og sögð holdgervingur allra staðalímynda sem Bandaríkjamenn hafa haft um suðurasíska innflytjendur. Framleiðendur Family Guy segjast ekki hafa gert þetta af ótta við að harða gagnrýni frá samfélaginu. Þeir hafi einfaldlega sjálfir þroskast með samfélaginu.
Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira