Bogalaga toppur ísjakans Davíð Þorláksson skrifar 16. janúar 2019 07:00 Hvort sem fólki líkar betur eða verr þá er Braggamálinu hvergi nærri lokið. Nýlegt útspil var tillaga um að vísa málinu til héraðssaksóknara. Þótt niðurstaða innri endurskoðunar borgarinnar hafi verið að fjölmargar brotalamir hafi verið í stjórnsýslu borgarinnar er það ekki niðurstaðan að refsiverð háttsemi hafi átt sér stað. Tillagan er því sett fram til að slá pólitískar keilur og er því engum til sóma sem að henni kemur. Karp um þetta dregur athygli frá hinum stóra lærdómi sem ætti að draga af málinu um agaleysi í opinberum rekstri. Of fáir stjórnmálamenn leggja áherslu á ráðdeild í opinberum rekstri í störfum sínum. Í stað þess leggja þau áherslu á að gera sem mest sem kostar peninga. Þau virðast ekki átta sig á því að þetta eru tvær hliðar á sama peningnum. Því meiri sem aginn er í útgjöldum því meira svigrúm er til að setja fé í eitthvað sem raunverulega skiptir máli. Fyrstu mistök borgarinnar voru að ætla sér að gera upp hús til að leigja út. Það var frá upphafi augljóst að betra væri að slík áhættustarfsemi væri í höndum einkaaðila. Fyrir þær 425 milljónir sem fóru í þetta væri hægt að fjármagna 234 pláss í grunnskóla eða veita 176 fátækum fjárhagsaðstoð í eitt ár. Bragginn er aðeins bogalaga toppur á þeim ísjaka sem agaleysi í opinberum rekstri og framkvæmdum er. Það er löngu orðið tímabært að stjórnmála- og embættismenn geri sér grein fyrir ábyrgð sinni og taki þessi mál föstum tökum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun
Hvort sem fólki líkar betur eða verr þá er Braggamálinu hvergi nærri lokið. Nýlegt útspil var tillaga um að vísa málinu til héraðssaksóknara. Þótt niðurstaða innri endurskoðunar borgarinnar hafi verið að fjölmargar brotalamir hafi verið í stjórnsýslu borgarinnar er það ekki niðurstaðan að refsiverð háttsemi hafi átt sér stað. Tillagan er því sett fram til að slá pólitískar keilur og er því engum til sóma sem að henni kemur. Karp um þetta dregur athygli frá hinum stóra lærdómi sem ætti að draga af málinu um agaleysi í opinberum rekstri. Of fáir stjórnmálamenn leggja áherslu á ráðdeild í opinberum rekstri í störfum sínum. Í stað þess leggja þau áherslu á að gera sem mest sem kostar peninga. Þau virðast ekki átta sig á því að þetta eru tvær hliðar á sama peningnum. Því meiri sem aginn er í útgjöldum því meira svigrúm er til að setja fé í eitthvað sem raunverulega skiptir máli. Fyrstu mistök borgarinnar voru að ætla sér að gera upp hús til að leigja út. Það var frá upphafi augljóst að betra væri að slík áhættustarfsemi væri í höndum einkaaðila. Fyrir þær 425 milljónir sem fóru í þetta væri hægt að fjármagna 234 pláss í grunnskóla eða veita 176 fátækum fjárhagsaðstoð í eitt ár. Bragginn er aðeins bogalaga toppur á þeim ísjaka sem agaleysi í opinberum rekstri og framkvæmdum er. Það er löngu orðið tímabært að stjórnmála- og embættismenn geri sér grein fyrir ábyrgð sinni og taki þessi mál föstum tökum.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun