Reyna að grafa göng til drengsins í borholunni Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 15. janúar 2019 20:00 Tveggja ára drengur að nafni Julen var í lautarferð með fjölskyldu sinni í Totalán, fyrir utan Malaga í suðurhluta landsins, þegar hann féll ofan í tilraunaborholu sem hafði ekki verið innsigluð. Meira en hundrað slökkviliðsmenn og aðrir viðbragðsaðilar hafa unnið dag sem nótt við að hafa upp á drengnum. Hann æpti við fallið í holuna en ekki hefur heyrst frá honum síðan. Viðbragðsaðilar eru ekki bjartsýnir á framhaldið en nú er leitað frumlegra leiða til að ná til hans. Holan er um hundrað metra djúp og ekki nógu breið fyrir fullorðna manneskju til að síga niður eða um 25 sentímetrar á þvermál.Holan er um hundrað metrar á dýpt. Hún þrengist eftir 73 metra en þar fundust eigur drengsins. Reynt verður að bora tvær holur til að hafa upp á honum.Mynd/skjáskotÁ um 73 metra dýpi fundu myndavélar sælgæti og bolla sem drengurinn var með þegar hann féll í holuna en jarðvegur hefur riðlast til og er holan þrengri á því dýpi. Dælum er beitt til að fjarlægja jarðveginn og víkka holuna. Það hefur hinsvegar gengið hægt. Tvær björgunarleiðir eru áformaðar. Annarsvegar að bora breiðari holu samsíða borholunni og hinsvegar að bora holu skáhallt í jarðveginn til að ná til drengsins. Þessar aðferðir eru þó þrautinni þyngri að sögn talsmanns björgunaraðgerða. „Mörg fyrirtæki hafa skaffað búnað og margar hátæknilausnir,“ segir Bernardo Molto, talsmaður lögreglunnar. „Við erum að klóra okkur í hausnum yfir því hvernig bjarga megi drengnum. Við höfum að ná að komast í gegn um hluta stíflunnar á 70 metra dýpi en við höfum ekki fundið drenginn ennþá.“ Um er að ræða mikinn fjölskylduharmleik en tveimur árum fyrr höfðu foreldrarnir misst bróður Julen, eins og hálfs árs gamlan af slysförum. Spánn Tengdar fréttir Örvæntingarfull leit að hinum tveggja ára Julen Fjölmennt björgunarlið vinnur nú að því myrkranna á milli að reyna að bjarga hinum tveggja ára Julen sem féll ofan í um 150 metra brunn á Spáni á sunnudag. 15. janúar 2019 10:48 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles Sjá meira
Tveggja ára drengur að nafni Julen var í lautarferð með fjölskyldu sinni í Totalán, fyrir utan Malaga í suðurhluta landsins, þegar hann féll ofan í tilraunaborholu sem hafði ekki verið innsigluð. Meira en hundrað slökkviliðsmenn og aðrir viðbragðsaðilar hafa unnið dag sem nótt við að hafa upp á drengnum. Hann æpti við fallið í holuna en ekki hefur heyrst frá honum síðan. Viðbragðsaðilar eru ekki bjartsýnir á framhaldið en nú er leitað frumlegra leiða til að ná til hans. Holan er um hundrað metra djúp og ekki nógu breið fyrir fullorðna manneskju til að síga niður eða um 25 sentímetrar á þvermál.Holan er um hundrað metrar á dýpt. Hún þrengist eftir 73 metra en þar fundust eigur drengsins. Reynt verður að bora tvær holur til að hafa upp á honum.Mynd/skjáskotÁ um 73 metra dýpi fundu myndavélar sælgæti og bolla sem drengurinn var með þegar hann féll í holuna en jarðvegur hefur riðlast til og er holan þrengri á því dýpi. Dælum er beitt til að fjarlægja jarðveginn og víkka holuna. Það hefur hinsvegar gengið hægt. Tvær björgunarleiðir eru áformaðar. Annarsvegar að bora breiðari holu samsíða borholunni og hinsvegar að bora holu skáhallt í jarðveginn til að ná til drengsins. Þessar aðferðir eru þó þrautinni þyngri að sögn talsmanns björgunaraðgerða. „Mörg fyrirtæki hafa skaffað búnað og margar hátæknilausnir,“ segir Bernardo Molto, talsmaður lögreglunnar. „Við erum að klóra okkur í hausnum yfir því hvernig bjarga megi drengnum. Við höfum að ná að komast í gegn um hluta stíflunnar á 70 metra dýpi en við höfum ekki fundið drenginn ennþá.“ Um er að ræða mikinn fjölskylduharmleik en tveimur árum fyrr höfðu foreldrarnir misst bróður Julen, eins og hálfs árs gamlan af slysförum.
Spánn Tengdar fréttir Örvæntingarfull leit að hinum tveggja ára Julen Fjölmennt björgunarlið vinnur nú að því myrkranna á milli að reyna að bjarga hinum tveggja ára Julen sem féll ofan í um 150 metra brunn á Spáni á sunnudag. 15. janúar 2019 10:48 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles Sjá meira
Örvæntingarfull leit að hinum tveggja ára Julen Fjölmennt björgunarlið vinnur nú að því myrkranna á milli að reyna að bjarga hinum tveggja ára Julen sem féll ofan í um 150 metra brunn á Spáni á sunnudag. 15. janúar 2019 10:48