Íslenskur stuðningur við börn í flóttamannabyggðum Úganda Heimsljós kynnir 17. janúar 2019 09:15 Börn flóttafólks í Suður-Súdan koma til með að njóta framlags Íslands. gunnisal Tæplega 20 þúsund börn í norðurhluta Úganda koma til með að njóta framlags frá utanríkisráðuneytinu sem hefur ákveðið að styrkja Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) í verkefnum sem tengjast vatns-, salernis- og hreinlætismálum með tæplega 120 milljóna króna framlagi. Um er að ræða verkefni við skóla og heilsugæslustöðvar í héruðum þar sem eru blandaðar byggðir flóttafólks frá Suður-Súdan og heimamanna, í Arua og Yumbe. „Stuðningur við uppbyggingu í vatns- og hreinlætismálum, í samræmi við innlenda staðla fyrir heilsugæslustöðvar og skóla, mun stuðla að heilsusamlegri aðstöðu fyrir sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólk, nemendur og kennara,“ segir Unnur Orradóttir Ramette sendiherra Íslands í Úganda. „Við erum þess vegna ánægð með að framlag okkar Íslendinga nýtist til að draga úr barnadauða og koma í veg fyrir vatnsborna sjúkdóma á þessu svæði,“ bætir hún við.Unnur Orradóttir Ramette sendiherra Íslands og Doreen Mulenga fulltrúi UNICEF eftir undirritun samninga.UNICEFNýleg úttekt leiddi í ljós að á 99 heilsugæslustöðum í þessum byggðarlögum voru 85% með takmarkaðan aðgang að vatni og ástandið í skólum var litlu betra. „Markmið UNICEF er að bæta salernisaðstöðu og tryggja sjálfbærni í vatns- og hreinlætismálum á svæðum sem njóta takmarkaðrar þjónustu, meðal annars í skólum og heilsugæslustöðvum. Fjárfesting í bættri þjónustu á þessum sviðum skapar betri aðstæður til náms og heilsusamlegri aðstæður fyrir konur og börn á heilsugæslustöðvum,“ segir Dr. Doreen Mulenga, fulltrúi UNICEF í Úganda. „Við erum þakklát fyrir stuðninginn frá ríkisstjórn Íslands sem kemur til með að draga úr vatnsbornum sjúkdómum meðal flóttabarna í þessum samfélögum,“ bætir hún við.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent
Tæplega 20 þúsund börn í norðurhluta Úganda koma til með að njóta framlags frá utanríkisráðuneytinu sem hefur ákveðið að styrkja Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) í verkefnum sem tengjast vatns-, salernis- og hreinlætismálum með tæplega 120 milljóna króna framlagi. Um er að ræða verkefni við skóla og heilsugæslustöðvar í héruðum þar sem eru blandaðar byggðir flóttafólks frá Suður-Súdan og heimamanna, í Arua og Yumbe. „Stuðningur við uppbyggingu í vatns- og hreinlætismálum, í samræmi við innlenda staðla fyrir heilsugæslustöðvar og skóla, mun stuðla að heilsusamlegri aðstöðu fyrir sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólk, nemendur og kennara,“ segir Unnur Orradóttir Ramette sendiherra Íslands í Úganda. „Við erum þess vegna ánægð með að framlag okkar Íslendinga nýtist til að draga úr barnadauða og koma í veg fyrir vatnsborna sjúkdóma á þessu svæði,“ bætir hún við.Unnur Orradóttir Ramette sendiherra Íslands og Doreen Mulenga fulltrúi UNICEF eftir undirritun samninga.UNICEFNýleg úttekt leiddi í ljós að á 99 heilsugæslustöðum í þessum byggðarlögum voru 85% með takmarkaðan aðgang að vatni og ástandið í skólum var litlu betra. „Markmið UNICEF er að bæta salernisaðstöðu og tryggja sjálfbærni í vatns- og hreinlætismálum á svæðum sem njóta takmarkaðrar þjónustu, meðal annars í skólum og heilsugæslustöðvum. Fjárfesting í bættri þjónustu á þessum sviðum skapar betri aðstæður til náms og heilsusamlegri aðstæður fyrir konur og börn á heilsugæslustöðvum,“ segir Dr. Doreen Mulenga, fulltrúi UNICEF í Úganda. „Við erum þakklát fyrir stuðninginn frá ríkisstjórn Íslands sem kemur til með að draga úr vatnsbornum sjúkdómum meðal flóttabarna í þessum samfélögum,“ bætir hún við.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent