JóiPé og Króli með mest spilaða lag og mest seldu plötu ársins 2018 Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 17. janúar 2019 16:15 Tónlist JóaPé og Króla var vinsæl á árinu, líkt og á síðasta ári. Á toppi Tónlistans fyrir allt árið 2018 trónir platan Afsakið hlé með JóaPé og Króla, og á toppi Lagalistans fyrir sama ár er lagið Í átt að tunglinu með þeim félögum. Í öðru sæti Tónlistans, sem sýnir mest seldu plötur ársins, er samnefnd fyrsta plata Flona, sem kom reyndar út í desember 2017. Í þriðja sætinu er fyrsta plata JóaPé og Króla, Gerviglingur, sem kom einnig út árið 2017. Einnar nætur platan þeirra 22:40-08:16 rataði líka inn á listann, í 34. sæti. Í öðru sæti Lagalistans, sem er samantekt á mest spiluðu lögum ársins, er lagið One Kiss með breska tónlistarfólkinu Calvin Harris og Dua Lipa og í því þriðja er lagið Aldrei heim með Aroni Can, en það er fyrsta smáskífan af plötu hans Trúpíter sem kom út í maí síðastliðnum. Tónlistinn er unninn af Félagi Hljómplötuframleiðenda og inniheldur sölutölur í verslunum Hagkaupa, Pennans / Eymundsson, 12 Tóna, Smekkleysu plötubúð, Vefverslun Alda Music, Lucky Records og Heimkaupa. Einnig er tekið mið af heildarspilun platna á Spotify og sú spilun umreiknuð í seld eintök samkvæmt alþjóðlegum stöðlum. Hér má sjá Tónlistann 2018 í heild sinni, en Lagalistann má finna neðar í greininni. Ást Íslendinga á Ed Sheeran skín í gegn á listunum, því að þó lítið hafi komið út frá kappanum á liðnu ári er lagið Perfect í fjórtánda sæti Lagalistans, Shape of You í 32. sæti og What Do I Know? í því 66., en þau eru öll af plötu hans ÷ frá 2017. Þar að auki eru þrjár plötur hans á Tónlistanum, ÷ í tíunda, x í 59., og + í 87. sæti. Herra Hnetusmjör gaf út plötuna Hetjan úr hverfinu á árinu og plötuna KÓPBOI í lok ársins 2017, sú fyrrnefnda endaði í þrettánda sæti Tónlistans en sú síðari í því sjötta. Þar að auki er plata hans Flottur skrákur í 66. sæti, og hann á heil fjögur lög á Lagalistanum. Vert er að minnast að lögin í áttunda og níunda sæti Lagalistans höfðu bæði komið út áður, en útgáfurnar sem komast á lista eru endurgerðir þar sem Cardi B hefur bæst í hópinn. Annað lagið með Bruno Mars en hitt með Maroon 5. Cardi B á svo líka lagið I Like It í nítjánda sæti listans, og plata hennar Invasion of Privacy er í 25. sæti Tónlistans. Athygli vekur að tvær íslenskar sveitir sem komu fyrst fram á sjónarsviðið á árinu, ClubDub og Séra Bjössi, eru ofarlega á lista. Juice Menu, Vol. 1 eftir þá fyrrnefndu er í áttunda sæti Tónlistans en plata Séra Bjössa, Gamla Testamentið, í því átjánda. Koma Guns N’ Roses hlýtur að hafa haft áhrif á það að Appetite for Destruction er í 42. sæti Tónlistans. Vert er að minnast á það að myndband við lag sömu sveitar, November Rain, varð í ár það langelsta til að ná milljarði áhorfa á YouTube. Umrædd plata sveitarinnar er frá árinu 1985 en er þó ekki elsta platan á listanum, en tónlistin úr leikritinu Dýrin í hálsaskógi, sem er í 36. sæti, kom fyrst út á plötu árið 1967. Lagalistinn er eins og Tónlistinn unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og inniheldur samantekt á mest spiluðu eða vinsælustu lögunum á eftirtöldum útvarpsstöðvum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2 og K100. Auk þess er tekið mið af spilun á Spotify. Hér má sjá Lagalistann 2018 í heild sinni. Fréttir ársins 2018 Menning Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Á toppi Tónlistans fyrir allt árið 2018 trónir platan Afsakið hlé með JóaPé og Króla, og á toppi Lagalistans fyrir sama ár er lagið Í átt að tunglinu með þeim félögum. Í öðru sæti Tónlistans, sem sýnir mest seldu plötur ársins, er samnefnd fyrsta plata Flona, sem kom reyndar út í desember 2017. Í þriðja sætinu er fyrsta plata JóaPé og Króla, Gerviglingur, sem kom einnig út árið 2017. Einnar nætur platan þeirra 22:40-08:16 rataði líka inn á listann, í 34. sæti. Í öðru sæti Lagalistans, sem er samantekt á mest spiluðu lögum ársins, er lagið One Kiss með breska tónlistarfólkinu Calvin Harris og Dua Lipa og í því þriðja er lagið Aldrei heim með Aroni Can, en það er fyrsta smáskífan af plötu hans Trúpíter sem kom út í maí síðastliðnum. Tónlistinn er unninn af Félagi Hljómplötuframleiðenda og inniheldur sölutölur í verslunum Hagkaupa, Pennans / Eymundsson, 12 Tóna, Smekkleysu plötubúð, Vefverslun Alda Music, Lucky Records og Heimkaupa. Einnig er tekið mið af heildarspilun platna á Spotify og sú spilun umreiknuð í seld eintök samkvæmt alþjóðlegum stöðlum. Hér má sjá Tónlistann 2018 í heild sinni, en Lagalistann má finna neðar í greininni. Ást Íslendinga á Ed Sheeran skín í gegn á listunum, því að þó lítið hafi komið út frá kappanum á liðnu ári er lagið Perfect í fjórtánda sæti Lagalistans, Shape of You í 32. sæti og What Do I Know? í því 66., en þau eru öll af plötu hans ÷ frá 2017. Þar að auki eru þrjár plötur hans á Tónlistanum, ÷ í tíunda, x í 59., og + í 87. sæti. Herra Hnetusmjör gaf út plötuna Hetjan úr hverfinu á árinu og plötuna KÓPBOI í lok ársins 2017, sú fyrrnefnda endaði í þrettánda sæti Tónlistans en sú síðari í því sjötta. Þar að auki er plata hans Flottur skrákur í 66. sæti, og hann á heil fjögur lög á Lagalistanum. Vert er að minnast að lögin í áttunda og níunda sæti Lagalistans höfðu bæði komið út áður, en útgáfurnar sem komast á lista eru endurgerðir þar sem Cardi B hefur bæst í hópinn. Annað lagið með Bruno Mars en hitt með Maroon 5. Cardi B á svo líka lagið I Like It í nítjánda sæti listans, og plata hennar Invasion of Privacy er í 25. sæti Tónlistans. Athygli vekur að tvær íslenskar sveitir sem komu fyrst fram á sjónarsviðið á árinu, ClubDub og Séra Bjössi, eru ofarlega á lista. Juice Menu, Vol. 1 eftir þá fyrrnefndu er í áttunda sæti Tónlistans en plata Séra Bjössa, Gamla Testamentið, í því átjánda. Koma Guns N’ Roses hlýtur að hafa haft áhrif á það að Appetite for Destruction er í 42. sæti Tónlistans. Vert er að minnast á það að myndband við lag sömu sveitar, November Rain, varð í ár það langelsta til að ná milljarði áhorfa á YouTube. Umrædd plata sveitarinnar er frá árinu 1985 en er þó ekki elsta platan á listanum, en tónlistin úr leikritinu Dýrin í hálsaskógi, sem er í 36. sæti, kom fyrst út á plötu árið 1967. Lagalistinn er eins og Tónlistinn unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og inniheldur samantekt á mest spiluðu eða vinsælustu lögunum á eftirtöldum útvarpsstöðvum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2 og K100. Auk þess er tekið mið af spilun á Spotify. Hér má sjá Lagalistann 2018 í heild sinni.
Fréttir ársins 2018 Menning Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira