Ákveðið að snúa aftur til gamalla tíma á Eistnaflugi Stefán Árni Pálsson skrifar 18. janúar 2019 15:00 Eistnaflug hefur verið vinsæl tónlistarhátíð undanfarin ár. Eistnaflug hefur tilkynnt fyrstu átta hljómsveitirnar sem koma munu fram á endurhvarfi hátíðarinnar til rótanna í Egilsbúð 10. – 13. júlí. Eins og margir vita er Eistnaflug fyrst og fremst þungarokkshátíð, þó hefur hún einnig getið sér orð fyrir að kynna til leiks tónlistarmenn sem spila allt frá elektrómúsík, yfir í popp yfir í indie. „Þetta árið ætlum við að hverfa aftur til upprunans og halda hátíðina í Egilsbúð, dæmigerðu félagsheimili sem hýsti hátíðina frá fyrsta skiptinu til og með árinu 2014. Á hátíðinni hafa komið fram allt frá litlum bílskúrsböndum upp í heimsfræga listamenn sem enginn hefði getað trúað að kæmu fram í litla fiskiþorpinu á Austfjörðum Íslands,“ segir í tilkynningu frá forsvarsmönnum hátíðarinnar. Í upphafi Var Eistnaflug eins dags hátíð en gegnum tímann hefur hún þróast og stendur í ár, líkt og síðustu ár, yfir frá miðvikudegi til og með laugardegi. Síðustu ár hefur hún verið haldin í íþróttahöllinni í Neskaupstað en í ár var ákveðið að snúa aftur til gamalla tíma og halda hana í hitanum, þrengslunum og svitanum í Egilsbúð. Hljómsveitirnar sem staðfestar eru á Eistnaflug 2019 eru:Primordial (IRL), Nyrst (ISL), Volcanova (ISL), Úlfúð (ISL), Devine Defilement (ISL), Ottoman (ISL), Dynfari (ISL) og Sóstafir (ICELAND). Eistnaflug Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Einar og Milla eiga von á dreng Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Eistnaflug hefur tilkynnt fyrstu átta hljómsveitirnar sem koma munu fram á endurhvarfi hátíðarinnar til rótanna í Egilsbúð 10. – 13. júlí. Eins og margir vita er Eistnaflug fyrst og fremst þungarokkshátíð, þó hefur hún einnig getið sér orð fyrir að kynna til leiks tónlistarmenn sem spila allt frá elektrómúsík, yfir í popp yfir í indie. „Þetta árið ætlum við að hverfa aftur til upprunans og halda hátíðina í Egilsbúð, dæmigerðu félagsheimili sem hýsti hátíðina frá fyrsta skiptinu til og með árinu 2014. Á hátíðinni hafa komið fram allt frá litlum bílskúrsböndum upp í heimsfræga listamenn sem enginn hefði getað trúað að kæmu fram í litla fiskiþorpinu á Austfjörðum Íslands,“ segir í tilkynningu frá forsvarsmönnum hátíðarinnar. Í upphafi Var Eistnaflug eins dags hátíð en gegnum tímann hefur hún þróast og stendur í ár, líkt og síðustu ár, yfir frá miðvikudegi til og með laugardegi. Síðustu ár hefur hún verið haldin í íþróttahöllinni í Neskaupstað en í ár var ákveðið að snúa aftur til gamalla tíma og halda hana í hitanum, þrengslunum og svitanum í Egilsbúð. Hljómsveitirnar sem staðfestar eru á Eistnaflug 2019 eru:Primordial (IRL), Nyrst (ISL), Volcanova (ISL), Úlfúð (ISL), Devine Defilement (ISL), Ottoman (ISL), Dynfari (ISL) og Sóstafir (ICELAND).
Eistnaflug Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Einar og Milla eiga von á dreng Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira