Ákveðið að snúa aftur til gamalla tíma á Eistnaflugi Stefán Árni Pálsson skrifar 18. janúar 2019 15:00 Eistnaflug hefur verið vinsæl tónlistarhátíð undanfarin ár. Eistnaflug hefur tilkynnt fyrstu átta hljómsveitirnar sem koma munu fram á endurhvarfi hátíðarinnar til rótanna í Egilsbúð 10. – 13. júlí. Eins og margir vita er Eistnaflug fyrst og fremst þungarokkshátíð, þó hefur hún einnig getið sér orð fyrir að kynna til leiks tónlistarmenn sem spila allt frá elektrómúsík, yfir í popp yfir í indie. „Þetta árið ætlum við að hverfa aftur til upprunans og halda hátíðina í Egilsbúð, dæmigerðu félagsheimili sem hýsti hátíðina frá fyrsta skiptinu til og með árinu 2014. Á hátíðinni hafa komið fram allt frá litlum bílskúrsböndum upp í heimsfræga listamenn sem enginn hefði getað trúað að kæmu fram í litla fiskiþorpinu á Austfjörðum Íslands,“ segir í tilkynningu frá forsvarsmönnum hátíðarinnar. Í upphafi Var Eistnaflug eins dags hátíð en gegnum tímann hefur hún þróast og stendur í ár, líkt og síðustu ár, yfir frá miðvikudegi til og með laugardegi. Síðustu ár hefur hún verið haldin í íþróttahöllinni í Neskaupstað en í ár var ákveðið að snúa aftur til gamalla tíma og halda hana í hitanum, þrengslunum og svitanum í Egilsbúð. Hljómsveitirnar sem staðfestar eru á Eistnaflug 2019 eru:Primordial (IRL), Nyrst (ISL), Volcanova (ISL), Úlfúð (ISL), Devine Defilement (ISL), Ottoman (ISL), Dynfari (ISL) og Sóstafir (ICELAND). Eistnaflug Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Eistnaflug hefur tilkynnt fyrstu átta hljómsveitirnar sem koma munu fram á endurhvarfi hátíðarinnar til rótanna í Egilsbúð 10. – 13. júlí. Eins og margir vita er Eistnaflug fyrst og fremst þungarokkshátíð, þó hefur hún einnig getið sér orð fyrir að kynna til leiks tónlistarmenn sem spila allt frá elektrómúsík, yfir í popp yfir í indie. „Þetta árið ætlum við að hverfa aftur til upprunans og halda hátíðina í Egilsbúð, dæmigerðu félagsheimili sem hýsti hátíðina frá fyrsta skiptinu til og með árinu 2014. Á hátíðinni hafa komið fram allt frá litlum bílskúrsböndum upp í heimsfræga listamenn sem enginn hefði getað trúað að kæmu fram í litla fiskiþorpinu á Austfjörðum Íslands,“ segir í tilkynningu frá forsvarsmönnum hátíðarinnar. Í upphafi Var Eistnaflug eins dags hátíð en gegnum tímann hefur hún þróast og stendur í ár, líkt og síðustu ár, yfir frá miðvikudegi til og með laugardegi. Síðustu ár hefur hún verið haldin í íþróttahöllinni í Neskaupstað en í ár var ákveðið að snúa aftur til gamalla tíma og halda hana í hitanum, þrengslunum og svitanum í Egilsbúð. Hljómsveitirnar sem staðfestar eru á Eistnaflug 2019 eru:Primordial (IRL), Nyrst (ISL), Volcanova (ISL), Úlfúð (ISL), Devine Defilement (ISL), Ottoman (ISL), Dynfari (ISL) og Sóstafir (ICELAND).
Eistnaflug Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira