Bragðgóðir og hollir réttir Elín Albertsdóttir skrifar 20. janúar 2019 16:00 Bulgur er brotið hveiti sem líkist kúskús. Bulgur eru brotið hveiti sem er lagt í bleyti í sjóðandi vatn líkt og kúskús. Bulgur eru mjög gott með fiski eða kjúklingi. Hér eru frábærir léttir réttir sem öllum ætti að líka við á janúarkvöldi. Bulgursalat með kjúklingabringum Rétturinn er miðaður við fjóra.200 g bulgur4 kjúklingabringur1 msk. smjör til steikingar1 fennel6 vorlaukar5 sólþurrkaðir tómatar í olíu3 msk. smátt söxuð steinselja10 svartar ólífur2 msk. jómfrúarolía30 g heslihnetur Setjið bulgur í sjóðandi vatn eins og stendur á umbúðum. Kælið. Kryddið kjúklingabringurnar með salti og pipar. Steikið á pönnu á meðalhita í tvær mínútur á hvorri hlið. Leggið þá lok á pönnuna og eldið áfram í 6-8 mínútur. Skerið fennel og vorlauk smátt og saxið sólþurrkaða tómata. Setjið í skál ásamt bulgur, steinselju og blandið öllu saman. Skerið kjúklingabringurnar í sneiðar og raðið fallega ofan á salatið. Það er hægt að sleppa kjúklingnum í þessum rétti og vera með soðin egg í helmingum í staðinn. Kjúkling er hægt að matbúa á ótal vegu og alltaf verða til nýir réttir. Spænskur kjúklingur Þessi réttur er með kjúklingabaunum og ólífum. Hann er súper einfaldur og er góður með hrísgrjónum, kúskús eða bulgur.8-12 kjúklingalæri2 rauðlaukar6 hvítlauksrif200 g hakkaðir tómatar200 g kjúklingabaunir án vatnsGrænar ólífurÓlífuolíaPaprikuduft, salt og pipar Hitið ofninn í 200°C. Dreifið ólífuolíu í stórt eldfast form. Leggið kjúklingabitana í formið og vætið þá aðeins í olíunni á báðum hliðum. Látið skinnhliðina snúa upp. Skerið laukinn smátt niður og raðið í kringum kjúklingabitana. Kryddið yfir með paprikudufti og bragðbætið með salti og pipar. Setjið í heitan ofn og eldið í 30 mínútur. Takið þá formið út og takið kjúklinginn upp úr. Setjið tómatana út í kjötsafann ásamt pressuðum hvítlauk og hrærið saman. Bætið við salti og pipar ef þarf. Raðið kjúklingnum aftur í formið og deilið kjúklingabaunum og ólífum yfir. Formið er sett aftur inn í ofninn. Eldið áfram í 15 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður. Kjúklingur í rjómasósu er vinsæll hjá allri fjölskyldunni. Bæði er hægt að hluta niður heilan kjúkling í slíkan rétt eða nota kjúklingabringur eða úrbeinuð læri. Franskur kjúklingaréttur Uppskriftin miðast við fjóra. Æðislegur kjúklingaréttur þar sem gott dijon-sinnepsbragðið fær að njóta sín. Þetta er afar einfaldur réttur og auðvelt að laga. 500 g úrbeinuð kjúklingalæri200 g perlulaukarSmjör til steikingar½ tsk. þurrkað timían1 tsk. þurrkað estragon½ tsk. múskat2 msk. dijon sinnep2 dl bjór3 dl rjómiSaltNýmalaður piparFerskt estragon til skreytingar í lokin Kjúklingurinn er bragðbættur með salti og pipar. Brúnið kjúklinginn með lauk í smjöri og olíu á pönnu. Bætið við kryddi sem er talið upp og sinnepi. Þá er bjórinn settur saman við og suðan látin koma upp. Loks er rjóminn látinn út í og allt látið malla í um það bil 15 mínútur eða þar til sósan hefur þykknað örlítið. Kjúklinginn má bera fram með kartöflum, bulgur eða hrísgrjónum eftir smekk. Uppskriftir Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fleiri fréttir Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Sjá meira
Bulgur eru brotið hveiti sem er lagt í bleyti í sjóðandi vatn líkt og kúskús. Bulgur eru mjög gott með fiski eða kjúklingi. Hér eru frábærir léttir réttir sem öllum ætti að líka við á janúarkvöldi. Bulgursalat með kjúklingabringum Rétturinn er miðaður við fjóra.200 g bulgur4 kjúklingabringur1 msk. smjör til steikingar1 fennel6 vorlaukar5 sólþurrkaðir tómatar í olíu3 msk. smátt söxuð steinselja10 svartar ólífur2 msk. jómfrúarolía30 g heslihnetur Setjið bulgur í sjóðandi vatn eins og stendur á umbúðum. Kælið. Kryddið kjúklingabringurnar með salti og pipar. Steikið á pönnu á meðalhita í tvær mínútur á hvorri hlið. Leggið þá lok á pönnuna og eldið áfram í 6-8 mínútur. Skerið fennel og vorlauk smátt og saxið sólþurrkaða tómata. Setjið í skál ásamt bulgur, steinselju og blandið öllu saman. Skerið kjúklingabringurnar í sneiðar og raðið fallega ofan á salatið. Það er hægt að sleppa kjúklingnum í þessum rétti og vera með soðin egg í helmingum í staðinn. Kjúkling er hægt að matbúa á ótal vegu og alltaf verða til nýir réttir. Spænskur kjúklingur Þessi réttur er með kjúklingabaunum og ólífum. Hann er súper einfaldur og er góður með hrísgrjónum, kúskús eða bulgur.8-12 kjúklingalæri2 rauðlaukar6 hvítlauksrif200 g hakkaðir tómatar200 g kjúklingabaunir án vatnsGrænar ólífurÓlífuolíaPaprikuduft, salt og pipar Hitið ofninn í 200°C. Dreifið ólífuolíu í stórt eldfast form. Leggið kjúklingabitana í formið og vætið þá aðeins í olíunni á báðum hliðum. Látið skinnhliðina snúa upp. Skerið laukinn smátt niður og raðið í kringum kjúklingabitana. Kryddið yfir með paprikudufti og bragðbætið með salti og pipar. Setjið í heitan ofn og eldið í 30 mínútur. Takið þá formið út og takið kjúklinginn upp úr. Setjið tómatana út í kjötsafann ásamt pressuðum hvítlauk og hrærið saman. Bætið við salti og pipar ef þarf. Raðið kjúklingnum aftur í formið og deilið kjúklingabaunum og ólífum yfir. Formið er sett aftur inn í ofninn. Eldið áfram í 15 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður. Kjúklingur í rjómasósu er vinsæll hjá allri fjölskyldunni. Bæði er hægt að hluta niður heilan kjúkling í slíkan rétt eða nota kjúklingabringur eða úrbeinuð læri. Franskur kjúklingaréttur Uppskriftin miðast við fjóra. Æðislegur kjúklingaréttur þar sem gott dijon-sinnepsbragðið fær að njóta sín. Þetta er afar einfaldur réttur og auðvelt að laga. 500 g úrbeinuð kjúklingalæri200 g perlulaukarSmjör til steikingar½ tsk. þurrkað timían1 tsk. þurrkað estragon½ tsk. múskat2 msk. dijon sinnep2 dl bjór3 dl rjómiSaltNýmalaður piparFerskt estragon til skreytingar í lokin Kjúklingurinn er bragðbættur með salti og pipar. Brúnið kjúklinginn með lauk í smjöri og olíu á pönnu. Bætið við kryddi sem er talið upp og sinnepi. Þá er bjórinn settur saman við og suðan látin koma upp. Loks er rjóminn látinn út í og allt látið malla í um það bil 15 mínútur eða þar til sósan hefur þykknað örlítið. Kjúklinginn má bera fram með kartöflum, bulgur eða hrísgrjónum eftir smekk.
Uppskriftir Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fleiri fréttir Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Sjá meira