Hinsegin kórinn er opinn fyrir alla með opinn huga Sighvatur Arnmundsson skrifar 7. janúar 2019 08:00 Afar öflugt félagslíf er í kórnum en meðal annars er starfrækt sundnefnd, spilafélag, gönguhópur og ukulele-sveit. MYND/Neil Smith Við mismunum ekki á grundvelli kynhneigðar og tökum á móti öllum í kórinn óháð kynhneigð og kynvitund. Það sem skiptir mestu máli er að fólk sé til í að syngja alls konar tónlist, allt frá klassík upp í argasta rokk. Við viljum fá fólk með opinn huga, bæði fyrir mannlífinu og fyrir söng og tónlist,“ segir Helga Margrét Marzellíusardóttir, kórstjóri Hinsegin kórsins. Raddprufur fyrir kórinn fara fram kl. 19.30 í kvöld í húsnæði Listdansskóla Íslands að Engjateigi 1. Kórinn var stofnaður 2011 og hefur Helga Margrét verið kórstjóri nánast frá upphafi. „Við gerum stundum grín að þessu en þegar ég kom inn voru þau búin að vera stjórnlaus því þau voru ekki búin að ráða sér kórstjóra. Ég kom inn nokkrum mánuðum eftir stofnun.“FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINKÍ dag eru meðlimirnir rúmlega 60 talsins og segir Helga Margrét að hópurinn hafi stækkað jafnt og vel. „Það var góður grunnhópur í kórnum til að byrja með en meðlimir voru bara tólf. Það er búið að vera hröð en góð breyting á því hvers konar hópur þetta er en með auknum fjölda breytist mikið og þetta er orðið stærra batterí.“ Helga Margrét segir hópinn mjög góðan og það sé þannig með kóra yfir höfuð að þegar fólk sem hafi gaman af því að syngja komi saman myndist góð dínamík. „Mér hefur þótt gaman að fylgjast með og lesa mér til um menningu hinsegin kóra um allan heim. Hún er mjög stór og mjög einkennandi að því leyti að það virðist nást einhver dýpri tenging. Það gæti verið vegna þess að fólk hefur í miklum mæli þurft að fara í svolitla sjálfsskoðun eða ekki gengið að öllu gefnu eða alltaf beinustu leiðina í lífinu.“ Þau reyni að vinna með það og þá menningu sem felst í því að vera í hinsegin kór og breiða út þau skilaboð að allir séu gjaldgengir og að allir séu góðir og fallegir. „Við reynum að koma því til skila bæði í söng og tali þegar við komum fram.“ Síðasta önn hjá kórnum var aðeins öðruvísi þar sem Helga Margrét eignaðist barn á miðri önninni. „Við fórum örlítið hægar í hana en það verður enginn afsláttur gefinn í vor. Við stefnum á að fara í kórferð til Ísafjarðar þannig að kórinn heimsækir loksins minn heimabæ. Við höfum verið að fara mikið út fyrir landsteinana en viljum líka passa það að sinna okkar eigin landi. Það er mjög gaman að syngja hérna heima.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Sjá meira
Við mismunum ekki á grundvelli kynhneigðar og tökum á móti öllum í kórinn óháð kynhneigð og kynvitund. Það sem skiptir mestu máli er að fólk sé til í að syngja alls konar tónlist, allt frá klassík upp í argasta rokk. Við viljum fá fólk með opinn huga, bæði fyrir mannlífinu og fyrir söng og tónlist,“ segir Helga Margrét Marzellíusardóttir, kórstjóri Hinsegin kórsins. Raddprufur fyrir kórinn fara fram kl. 19.30 í kvöld í húsnæði Listdansskóla Íslands að Engjateigi 1. Kórinn var stofnaður 2011 og hefur Helga Margrét verið kórstjóri nánast frá upphafi. „Við gerum stundum grín að þessu en þegar ég kom inn voru þau búin að vera stjórnlaus því þau voru ekki búin að ráða sér kórstjóra. Ég kom inn nokkrum mánuðum eftir stofnun.“FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINKÍ dag eru meðlimirnir rúmlega 60 talsins og segir Helga Margrét að hópurinn hafi stækkað jafnt og vel. „Það var góður grunnhópur í kórnum til að byrja með en meðlimir voru bara tólf. Það er búið að vera hröð en góð breyting á því hvers konar hópur þetta er en með auknum fjölda breytist mikið og þetta er orðið stærra batterí.“ Helga Margrét segir hópinn mjög góðan og það sé þannig með kóra yfir höfuð að þegar fólk sem hafi gaman af því að syngja komi saman myndist góð dínamík. „Mér hefur þótt gaman að fylgjast með og lesa mér til um menningu hinsegin kóra um allan heim. Hún er mjög stór og mjög einkennandi að því leyti að það virðist nást einhver dýpri tenging. Það gæti verið vegna þess að fólk hefur í miklum mæli þurft að fara í svolitla sjálfsskoðun eða ekki gengið að öllu gefnu eða alltaf beinustu leiðina í lífinu.“ Þau reyni að vinna með það og þá menningu sem felst í því að vera í hinsegin kór og breiða út þau skilaboð að allir séu gjaldgengir og að allir séu góðir og fallegir. „Við reynum að koma því til skila bæði í söng og tali þegar við komum fram.“ Síðasta önn hjá kórnum var aðeins öðruvísi þar sem Helga Margrét eignaðist barn á miðri önninni. „Við fórum örlítið hægar í hana en það verður enginn afsláttur gefinn í vor. Við stefnum á að fara í kórferð til Ísafjarðar þannig að kórinn heimsækir loksins minn heimabæ. Við höfum verið að fara mikið út fyrir landsteinana en viljum líka passa það að sinna okkar eigin landi. Það er mjög gaman að syngja hérna heima.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Sjá meira