Líðanin meira virði en útlitið Brynhildur Björnsdóttir skrifar 7. janúar 2019 21:00 Eitt af áramótaheitunum snýst um að borða góðan mat sem nærir líkama og sál. Mynd/Sigtryggur Ari Margrét Erla Maack, danskennari og líkamsvirðingarsinni, birti á dögunum á samfélagsmiðlum uppástungur að áramótaheitum sem stuðla að jákvæðari líkamsímynd og léttari lund. Í formála segir Margrét meðal annars: "Að forðast megrunar- og skvaptapsauglýsingar svo ekki sé minnst á dómhörku fjölskyldumeðlima, kunningja og ekki síst okkar sjálfra getur verið krefjandi í upphafi nýs árs. Hér eru nokkur verkfæri í átt að jákvæðari líkamsímynd á árinu 2019.“ Margrét hefur löngum verið talskona jákvæðrar líkamsímyndar fyrir alla líkama. Hún kennir dans í Kramhúsinu og stendur nú meðal annars fyrir námskeiðum þar sem konur af öllum stærðum og gerðum læra dans í öruggu umhverfi. Uppselt er á tvö sex vikna námskeið sem hefjast um miðjan janúar en næstu námskeið hefjast í byrjun mars.Margrét Erla Maack kabarettlistakona stingur hér upp á að strengja áramótaheit sem vinna með líkamanum en ekki gegn honum.MYND/Inga SörEftirfarandi eru áramótaheit Margrétar Erlu Maack sem hún staðfærir frá burlesque- og líkamsvirðingardívunni Freyu West: 1. Líðan mín er meira virði en útlitið. Góður matur er matur sem nærir mig og gleður. Ég vel mér hreyfingu sem lætur mér líða betur, hjálpar mér að fá útrás, veitir mér gleði, jafnvel félagsskap eða er einfaldlega „tími fyrir mig“. 2. Ég mun setja mér líkamsræktarmarkmið sem eru ótengd útliti, til dæmis að hlaupa ákveðna vegalengd hraðar en áður, lyfta þyngra og svo framvegis. Ég mun fara vel með líkama minn og rækta hann til að ná þessum markmiðum sem ég set mér í gleði og metnaði, en ekki rækta líkamann til að refsa honum. 3. Ég ætla að hlusta á líkama minn þegar hann þarf að slaka á og hvílast og hvetja fólk í kringum mig til þess sama. Slökun er líka líkamsrækt. 4. Ég ætla að hætta að nota gildishlaðin orð um mat. Matur er ekki syndum hlaðinn og sömuleiðis ætti neysla mín á honum ekki að vera það. Ég borða þegar ég finn fyrir hungri og borða til að ná markmiðum mínum og koma vel fram við líkama minn. 5. Ég ætla að hætta að láta eftirfarandi tölur draga mig niður: Fatastærð, þyngd eða ummál. Ég er meira virði en allt þetta til samans og á meira skilið. 6. Ég ætla að finna mér fatastíl sem lætur mér líða vel. Ég ætla ekki að falla í neyslugildru, heldur kaupa færri föt og einbeita mér að því að finna uppáhaldsföt sem eru klassísk, vel gerð í góðum sniðum og ekki elta tískubylgjur. Ég ætla að fjarlægja og gefa föt sem ég passa ekki í eða láta mér líða illa. Ég mun velja föt sem mér líður vel í og klæðast því sem mér sýnist.Burlesquedivan Freya West er virk baráttukona fyrir mjúkum línum. Hún var sérstakur gestur hjá Reykjavík Kabarett í sumar.MYND/Leifur Wilberg7. Ég verð á varðbergi gagnvart skyndi- og töfralausnum. Ég ætla að muna að á bak við allar auglýsingamyndir er teymi af fagfólki í vinnu við að búa til ákveðið útlit, bæði á fólk og vörur. Ekki einu sinni ofurfyrirsætur líta út eins og ofurfyrirsætur alla daga. Ég get ekki komið í veg fyrir að sjá auglýsingar, en ég get tekið ákvörðun um hvaða áhrif þær hafa á mig. Svo er ótrúlega skemmtileg fróun fólgin í að ýta á „hide ad“ – og merkja svo við „does not apply to me“. 8. Ég ætla að finna mér eða koma auga á það mennska stoðkerfi sem er í kringum mig. Ég veit að ég þarf á vinum að halda og þeir á mér. Ég lofa að hvetja vini mína og treysti á að þeir geri slíkt hið sama fyrir mig. Þessu tengt ætla ég að hrósa fólki meira – með áherslu á hrós sem tengjast útliti alls ekki neitt. 9. Ég og fólkið í kringum mig ætlum að tala af virðingu um fólk, sérstaklega þegar umræðan snýst um holdafar á hvaða hátt sem er. Ég mun benda á þegar líkamssmánun á sér stað, og mun ekki taka þátt í henni, ekki einu sinni þegar um stjórnmálafólk sem mér er illa við á í hlut! Ég ætla að reyna að koma í veg fyrir það að fólk tali illa um líkama, hvort sem það er þeirra eigin eða annara, og ég ætla að byrja á því að tala ekki af lítilsvirðingu um minn eigin líkama. 10. Ég ætla ekki að láta þyngd mína eða útlit stjórna hvenær eða hvort ég geri eitthvað, heldur „af því að mig langar – núna“ eða „þetta verður gaman og mun láta mér líða vel“. Ég ætla ekki að bíða með hluti þangað til „eftir að ég missi x kíló“. Ég ætla að lifa lífinu núna, og það geri ég í líkamanum sem ég er í – núna. Margrét bætir svo við tveimur ráðleggingum frá eigin brjósti. 11. Ég ætla ekki að tala niður til líkama míns, sérstaklega ekki í návist fólks sem lítur upp til mín eða þykir vænt um mig, og ég ætla að passa mig sérstaklega í kringum börn. 12. Ég ætla að nýta samfélagsmiðla og fylgja fólki sem ég lít upp til og lætur mér líða vel. Ég ætla að hætta að elta þá sem láta mér líða illa eða eins og ég sé ekki nógu góð manneskja.Færslu Margrétar má lesa hér á Facebook og færslu Freyu West má lesa hér á heimasíðu hennar. Birtist í Fréttablaðinu Dans Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Sjá meira
Margrét Erla Maack, danskennari og líkamsvirðingarsinni, birti á dögunum á samfélagsmiðlum uppástungur að áramótaheitum sem stuðla að jákvæðari líkamsímynd og léttari lund. Í formála segir Margrét meðal annars: "Að forðast megrunar- og skvaptapsauglýsingar svo ekki sé minnst á dómhörku fjölskyldumeðlima, kunningja og ekki síst okkar sjálfra getur verið krefjandi í upphafi nýs árs. Hér eru nokkur verkfæri í átt að jákvæðari líkamsímynd á árinu 2019.“ Margrét hefur löngum verið talskona jákvæðrar líkamsímyndar fyrir alla líkama. Hún kennir dans í Kramhúsinu og stendur nú meðal annars fyrir námskeiðum þar sem konur af öllum stærðum og gerðum læra dans í öruggu umhverfi. Uppselt er á tvö sex vikna námskeið sem hefjast um miðjan janúar en næstu námskeið hefjast í byrjun mars.Margrét Erla Maack kabarettlistakona stingur hér upp á að strengja áramótaheit sem vinna með líkamanum en ekki gegn honum.MYND/Inga SörEftirfarandi eru áramótaheit Margrétar Erlu Maack sem hún staðfærir frá burlesque- og líkamsvirðingardívunni Freyu West: 1. Líðan mín er meira virði en útlitið. Góður matur er matur sem nærir mig og gleður. Ég vel mér hreyfingu sem lætur mér líða betur, hjálpar mér að fá útrás, veitir mér gleði, jafnvel félagsskap eða er einfaldlega „tími fyrir mig“. 2. Ég mun setja mér líkamsræktarmarkmið sem eru ótengd útliti, til dæmis að hlaupa ákveðna vegalengd hraðar en áður, lyfta þyngra og svo framvegis. Ég mun fara vel með líkama minn og rækta hann til að ná þessum markmiðum sem ég set mér í gleði og metnaði, en ekki rækta líkamann til að refsa honum. 3. Ég ætla að hlusta á líkama minn þegar hann þarf að slaka á og hvílast og hvetja fólk í kringum mig til þess sama. Slökun er líka líkamsrækt. 4. Ég ætla að hætta að nota gildishlaðin orð um mat. Matur er ekki syndum hlaðinn og sömuleiðis ætti neysla mín á honum ekki að vera það. Ég borða þegar ég finn fyrir hungri og borða til að ná markmiðum mínum og koma vel fram við líkama minn. 5. Ég ætla að hætta að láta eftirfarandi tölur draga mig niður: Fatastærð, þyngd eða ummál. Ég er meira virði en allt þetta til samans og á meira skilið. 6. Ég ætla að finna mér fatastíl sem lætur mér líða vel. Ég ætla ekki að falla í neyslugildru, heldur kaupa færri föt og einbeita mér að því að finna uppáhaldsföt sem eru klassísk, vel gerð í góðum sniðum og ekki elta tískubylgjur. Ég ætla að fjarlægja og gefa föt sem ég passa ekki í eða láta mér líða illa. Ég mun velja föt sem mér líður vel í og klæðast því sem mér sýnist.Burlesquedivan Freya West er virk baráttukona fyrir mjúkum línum. Hún var sérstakur gestur hjá Reykjavík Kabarett í sumar.MYND/Leifur Wilberg7. Ég verð á varðbergi gagnvart skyndi- og töfralausnum. Ég ætla að muna að á bak við allar auglýsingamyndir er teymi af fagfólki í vinnu við að búa til ákveðið útlit, bæði á fólk og vörur. Ekki einu sinni ofurfyrirsætur líta út eins og ofurfyrirsætur alla daga. Ég get ekki komið í veg fyrir að sjá auglýsingar, en ég get tekið ákvörðun um hvaða áhrif þær hafa á mig. Svo er ótrúlega skemmtileg fróun fólgin í að ýta á „hide ad“ – og merkja svo við „does not apply to me“. 8. Ég ætla að finna mér eða koma auga á það mennska stoðkerfi sem er í kringum mig. Ég veit að ég þarf á vinum að halda og þeir á mér. Ég lofa að hvetja vini mína og treysti á að þeir geri slíkt hið sama fyrir mig. Þessu tengt ætla ég að hrósa fólki meira – með áherslu á hrós sem tengjast útliti alls ekki neitt. 9. Ég og fólkið í kringum mig ætlum að tala af virðingu um fólk, sérstaklega þegar umræðan snýst um holdafar á hvaða hátt sem er. Ég mun benda á þegar líkamssmánun á sér stað, og mun ekki taka þátt í henni, ekki einu sinni þegar um stjórnmálafólk sem mér er illa við á í hlut! Ég ætla að reyna að koma í veg fyrir það að fólk tali illa um líkama, hvort sem það er þeirra eigin eða annara, og ég ætla að byrja á því að tala ekki af lítilsvirðingu um minn eigin líkama. 10. Ég ætla ekki að láta þyngd mína eða útlit stjórna hvenær eða hvort ég geri eitthvað, heldur „af því að mig langar – núna“ eða „þetta verður gaman og mun láta mér líða vel“. Ég ætla ekki að bíða með hluti þangað til „eftir að ég missi x kíló“. Ég ætla að lifa lífinu núna, og það geri ég í líkamanum sem ég er í – núna. Margrét bætir svo við tveimur ráðleggingum frá eigin brjósti. 11. Ég ætla ekki að tala niður til líkama míns, sérstaklega ekki í návist fólks sem lítur upp til mín eða þykir vænt um mig, og ég ætla að passa mig sérstaklega í kringum börn. 12. Ég ætla að nýta samfélagsmiðla og fylgja fólki sem ég lít upp til og lætur mér líða vel. Ég ætla að hætta að elta þá sem láta mér líða illa eða eins og ég sé ekki nógu góð manneskja.Færslu Margrétar má lesa hér á Facebook og færslu Freyu West má lesa hér á heimasíðu hennar.
Birtist í Fréttablaðinu Dans Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Sjá meira