Prins Póló pollrólegur þó að jörð hans hafi margfaldast í verði Stefán Árni Pálsson skrifar 9. janúar 2019 12:30 Þau hjónin hafi búið á Karlsstöðum síðan 2014 með börnum sínum þremur. „Það er svo sem voðalega lítið að fara breytast og við erum bara að undirbúa sumarið og halda áfram með þennan rekstur,“ segir Svavars Pétur Eysteinsson, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Prins Póló en hann og eiginkona hans Berglind Häsler hafa sett Karlsstaði í Berufirði á sölu. Þau hjónin hafa undanfarin fimm ár verið með allskyns rekstur á bænum. Fasteignaauglýsingin hefur vakið verulega athygli en verðið á jörðinni hefur margfaldast. Nú eru settar á hana 220 milljónir króna en, Karlsstaðir höfðu áður gengið kaupum og sölum og var hún keypt á 24 milljónir árið 2005. Hún hefur sem sagt hækkað um tæpar 200 milljónir á aðeins 14 árum. DV greindi meðal annarra frá því en sú staðreynd truflar hinn pollrólega Svavar Pétur ekki hið minnsta. „Við erum að sinna ýmsum verkefnum bæði í tónlist og ferðamannabransanum og erum ekkert að flýta okkur neitt. Þetta er bara komið á sölu eins og mörg önnur fyrirtæki í landinu. Bara ef einhver hefur áhuga á að taka þátt í þessu með okkur eða hvernig sem það er. Okkur liggur ekkert á að selja og þurfum ekkert að losna við þennan rekstur.“ Svavar segir að vel gangi og þau hjónin séu á fullu að undirbúa næstu mánuði. „Það er bara vel bókað hjá okkur og við erum strax byrjuð að bóka hljómsveitir fyrir tónleikaseríuna í sumar og bara allt á fullu,“ segir Svavar en undanfarin sumur hafa verið tónleikar einu sinni í viku í sal á Karlsstöðum og hafa þeir oft vakið mikla athygli.Hér má sjá Svavar rétt eftir að þó hjónin fjárfestu í eigninni. Mikið vatn runnið til sjávar síðan þá.Svavar segir að þau hjónin hafi komið að Karlsstöðum sem hálfgerðu eyðibýli árið 2014. „Við byggðum þetta upp sem ferðaþjónustu og erum búin að eyða í þetta ansi miklu vöðvaafli og tíma. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt en við ákváðum að skoða það hvort einhver hafi áhuga á eigninni.“ Jörðin Karlsstaðir liggur milli fjalls og fjöru á útströnd Berufjarðar í Djúpavogshreppi. Hún er 530 hektarar að stærð og þar af 25 hektarar af ræktuðu túni og matjurtagarði. Gistirými eru fyrir 42 í tveimur byggingum, uppgerðu húsi og nýlega endurbyggðu húsi, veislusalur með veitingaleyfi fyrir hundrað manns. Auk þess er nýleg aðstaða fyrir matvælaframleiðslu eins og segir í fasteignalýsingu eignarinnar á fasteignavef Vísis. Húsin sjálf eru um þúsund fermetrar og voru þau byggð upphaflega árið 1976. Hér að neðan má sjá myndir af eigninni sem er nú komin á sölu.Karlsstaðir stendur á einstaklega fallegu landi.Húsin eru nokkur og hefur verið gert töluvert fyrir þau.Hér má sjá nýja viðbyggingu sem kölluð er Havarí og er það fallegur veislu og tónleikasalur.Hér má sjá inn í veislusalinn sjálfan.Gistirými eru fyrir 42 manns.Þau hjónin hafa tekið stóran hluta af eigninni í gegn.Hér má sjá eitt af húsunum sem fylgir Karlsstöðum. Djúpivogur Hús og heimili Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Fleiri fréttir Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Sjá meira
„Það er svo sem voðalega lítið að fara breytast og við erum bara að undirbúa sumarið og halda áfram með þennan rekstur,“ segir Svavars Pétur Eysteinsson, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Prins Póló en hann og eiginkona hans Berglind Häsler hafa sett Karlsstaði í Berufirði á sölu. Þau hjónin hafa undanfarin fimm ár verið með allskyns rekstur á bænum. Fasteignaauglýsingin hefur vakið verulega athygli en verðið á jörðinni hefur margfaldast. Nú eru settar á hana 220 milljónir króna en, Karlsstaðir höfðu áður gengið kaupum og sölum og var hún keypt á 24 milljónir árið 2005. Hún hefur sem sagt hækkað um tæpar 200 milljónir á aðeins 14 árum. DV greindi meðal annarra frá því en sú staðreynd truflar hinn pollrólega Svavar Pétur ekki hið minnsta. „Við erum að sinna ýmsum verkefnum bæði í tónlist og ferðamannabransanum og erum ekkert að flýta okkur neitt. Þetta er bara komið á sölu eins og mörg önnur fyrirtæki í landinu. Bara ef einhver hefur áhuga á að taka þátt í þessu með okkur eða hvernig sem það er. Okkur liggur ekkert á að selja og þurfum ekkert að losna við þennan rekstur.“ Svavar segir að vel gangi og þau hjónin séu á fullu að undirbúa næstu mánuði. „Það er bara vel bókað hjá okkur og við erum strax byrjuð að bóka hljómsveitir fyrir tónleikaseríuna í sumar og bara allt á fullu,“ segir Svavar en undanfarin sumur hafa verið tónleikar einu sinni í viku í sal á Karlsstöðum og hafa þeir oft vakið mikla athygli.Hér má sjá Svavar rétt eftir að þó hjónin fjárfestu í eigninni. Mikið vatn runnið til sjávar síðan þá.Svavar segir að þau hjónin hafi komið að Karlsstöðum sem hálfgerðu eyðibýli árið 2014. „Við byggðum þetta upp sem ferðaþjónustu og erum búin að eyða í þetta ansi miklu vöðvaafli og tíma. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt en við ákváðum að skoða það hvort einhver hafi áhuga á eigninni.“ Jörðin Karlsstaðir liggur milli fjalls og fjöru á útströnd Berufjarðar í Djúpavogshreppi. Hún er 530 hektarar að stærð og þar af 25 hektarar af ræktuðu túni og matjurtagarði. Gistirými eru fyrir 42 í tveimur byggingum, uppgerðu húsi og nýlega endurbyggðu húsi, veislusalur með veitingaleyfi fyrir hundrað manns. Auk þess er nýleg aðstaða fyrir matvælaframleiðslu eins og segir í fasteignalýsingu eignarinnar á fasteignavef Vísis. Húsin sjálf eru um þúsund fermetrar og voru þau byggð upphaflega árið 1976. Hér að neðan má sjá myndir af eigninni sem er nú komin á sölu.Karlsstaðir stendur á einstaklega fallegu landi.Húsin eru nokkur og hefur verið gert töluvert fyrir þau.Hér má sjá nýja viðbyggingu sem kölluð er Havarí og er það fallegur veislu og tónleikasalur.Hér má sjá inn í veislusalinn sjálfan.Gistirými eru fyrir 42 manns.Þau hjónin hafa tekið stóran hluta af eigninni í gegn.Hér má sjá eitt af húsunum sem fylgir Karlsstöðum.
Djúpivogur Hús og heimili Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Fleiri fréttir Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Sjá meira