Í ljóðinu Jólasveinarnir eftir Jóhannes úr Kötlum segir:
Ellefti var Gáttaþefur,
- aldrei fékk sá kvef,
og hafði þó svo hlálegt
og heljarstórt nef.
Hann ilm af laufabrauði
upp á heiðar fann,
og léttur, eins og reykur,
á lyktina rann.
Kvæði Jóhannesar úr Kötlum er birt með góðfúslegu leyfi Svans Jóhannessonar. Nánar má lesa um skáldið á vefnum johannes.is.
Hér fyrir neðan syngur Gáttaþefur lagið Jólasveinn, aðlögun að Supermann með Ladda, í gömlu myndbandi frá Jolasveinarnir.is.