Núllið gallerý er komið til að vera Stefán Þór Hjartarson skrifar 20. desember 2018 09:15 Gamla almenningssnyrtingin breytist í menningarperlu á besta stað. Gömlu klósettin í Bankastræti eða Bankastræti núll eins og þau hafa verið kölluð hafa nú um nokkurt skeið annars vegar hýst Pönksafnið og hins vegar spilasalinn Fredda. Fredda var lokað fyrir nokkru og hefur því annað rýmið staðið autt um nokkra stund en nú á föstudaginn verður breyting á – þar verður opnað Núllið gallerý þar sem hugmyndin er að listamenn geti átt samastað fyrir list sína. „Planið með rýmið er allt að mótast. Við opnuðum þarna Fredda tímabundið í svona safnabúningi, sem var ágætis pæling sem gekk ekki upp... eins og skáldið sagði. Freddi mun samt lifa áfram í öðru rými í framtíðinni. En Núllið, það hefur alltaf verið fílingur hjá okkur fyrir því að hafa þetta sem opið vinnurými, stúdíó eða gallerí. Nú er allt á fleygiferð við að standsetja þetta sem sýningarrými og það verður klárt á föstudaginn,“ segir Geoffrey Þór Huntingdon-Williams, framkvæmdastjóri Prikssamsteypunnar, sem fer með eignarhald á Núllinu. Föstudaginn 21. desember verður rýmið opnað með útgáfuhófi Þórsteins Sigurðssonar ljósmyndara vegna bókarinnar Juvenile Bliss. Eftir það heldur Núllið áfram að vera menningarrými á besta stað. „Þarna verður sýningahald af öllu tagi þar sem borgarbúum verður veitt þjónusta í formi menningar. Þetta er auðvitað á besta stað í bænum. Við ætlum að sjá hvert þetta mótast í framhaldinu en þetta mun alltaf vera rými fyrir listamenn – hvort þetta verður staðbundið sýningarrými með sýningarstjóra, hvort við munum leigja þetta út til listamanna mjög hagstætt í styttri tíma eða hvað, það mun koma í ljós. Það er strax byrjað að koma inn fullt af fyrirspurnum frá fólki sem bæði hefur áhuga á að sýna í rýminu og skoða það nánar. Eitt er víst og það er að Núllið er komið til að vera.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Gagnrýnir innihaldsefnin í matnum sem börnin fá: „Mér vægast sagt brá“ Lífið Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Fleiri fréttir Gagnrýnir innihaldsefnin í matnum sem börnin fá: „Mér vægast sagt brá“ Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Sjá meira
Gömlu klósettin í Bankastræti eða Bankastræti núll eins og þau hafa verið kölluð hafa nú um nokkurt skeið annars vegar hýst Pönksafnið og hins vegar spilasalinn Fredda. Fredda var lokað fyrir nokkru og hefur því annað rýmið staðið autt um nokkra stund en nú á föstudaginn verður breyting á – þar verður opnað Núllið gallerý þar sem hugmyndin er að listamenn geti átt samastað fyrir list sína. „Planið með rýmið er allt að mótast. Við opnuðum þarna Fredda tímabundið í svona safnabúningi, sem var ágætis pæling sem gekk ekki upp... eins og skáldið sagði. Freddi mun samt lifa áfram í öðru rými í framtíðinni. En Núllið, það hefur alltaf verið fílingur hjá okkur fyrir því að hafa þetta sem opið vinnurými, stúdíó eða gallerí. Nú er allt á fleygiferð við að standsetja þetta sem sýningarrými og það verður klárt á föstudaginn,“ segir Geoffrey Þór Huntingdon-Williams, framkvæmdastjóri Prikssamsteypunnar, sem fer með eignarhald á Núllinu. Föstudaginn 21. desember verður rýmið opnað með útgáfuhófi Þórsteins Sigurðssonar ljósmyndara vegna bókarinnar Juvenile Bliss. Eftir það heldur Núllið áfram að vera menningarrými á besta stað. „Þarna verður sýningahald af öllu tagi þar sem borgarbúum verður veitt þjónusta í formi menningar. Þetta er auðvitað á besta stað í bænum. Við ætlum að sjá hvert þetta mótast í framhaldinu en þetta mun alltaf vera rými fyrir listamenn – hvort þetta verður staðbundið sýningarrými með sýningarstjóra, hvort við munum leigja þetta út til listamanna mjög hagstætt í styttri tíma eða hvað, það mun koma í ljós. Það er strax byrjað að koma inn fullt af fyrirspurnum frá fólki sem bæði hefur áhuga á að sýna í rýminu og skoða það nánar. Eitt er víst og það er að Núllið er komið til að vera.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Gagnrýnir innihaldsefnin í matnum sem börnin fá: „Mér vægast sagt brá“ Lífið Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Fleiri fréttir Gagnrýnir innihaldsefnin í matnum sem börnin fá: „Mér vægast sagt brá“ Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Sjá meira