Jólamarkaður CCTV og Child um helgina Stefán Þór Hjartarson skrifar 21. desember 2018 09:30 Jón Ingi, Sigurður Ýmir, Guðmundur Magnússon og Aron Freyr Kristjónsson, ásamt Pétri Kiernan sem er staddur í Víetnam og því ekki á myndinni, opna jólamarkað með vörum sínum í kvöld. Fréttablaðið/Anton Brink Jólamarkaður fatamerkjanna CCTV og Child hefst í kvöld við Ingólfsstræti 6. Bæði merkin hafa vakið töluverða athygli á þeim stutta tíma síðan þau ruddust inn á „streetwear“-markaðinn á Íslandi – til að mynda vakti skothelt vesti CCTV mikla athygli á sínum tíma. Merkin deila vinnustofu úti á Granda og hafa yfirleitt verið eldsnögg að selja upp hverja einustu spjör þegar þau opna dyrnar fyrir kaupóðu tískuáhugafólki. Benedikt Andrason hjá Child sagði í fyrra í viðtali við Lífið að þeim hefði þótt vanta eitthvað agressívara á tískumarkaðinn hér á landi og það virðist hafa verið rétt hjá honum. „Þetta hefur verið mislengi í vinnslu en allt sem verður til sölu er óútgefið. Við verðum líka með nýjar útfærslur af gömlu dóti. Við verðum meðal annars með peysur og boli úr okkar samstarfi. Við höfum deilt sömu vinnustofu nánast síðan bæði merkin byrjuðu og okkur fannst þetta vera rétti tíminn til að gera „collab“, segir Pétur Kiernan, tískupostuli sem er viðloðandi bæði merkin. Aðspurður hvort þarna verði eitthvað óvenjulegt á boðstólum á borð við skotheld vesti eða eitthvað í þá áttina segir hann að það verði meira úrval en venjulega og einnig að þarna verði til að mynda gallabuxur falar, en merkin hafa að mestu haldið sig við toppa hingað til, og „utility“ vesti – eins konar vinnuvesti með slatta af vösum. „Þetta verða að mestu leyti föt en við verðum þó með hálsmen til sölu sem Child gerði í samstarfi við Trausta Má AKA Frosty.“ Pétur segir að upplagið á markaðnum í þetta sinn verði töluvert meira en það hefur verið hingað til enda hafa bæði merkin eins og áður segir verið gífurlega vinsæl og fólk hefur þurft frá að hverfa þegar allt fatakyns hefur selst upp og búðinni lokað löngu áður en auglýstur opnunartími er liðinn. „En ef allt selst fyrr en við búumst við munum við þurfa að loka búðinni. Fyrstur kemur fyrstur fær,“ segir Pétur en bætir því þó við að jólaandinn muni svífa yfir vötnum og mikið stuð verði á meðan opið er – hversu lengi sem það muni verða. Samkvæmt Facebook-síðu markaðarins mun hann standa yfir frá klukkan 17 í kvöld og til 22, frá 12 til 22 á morgun og að lokum frá 12 til 23 á Þorláksmessu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Jólamarkaður fatamerkjanna CCTV og Child hefst í kvöld við Ingólfsstræti 6. Bæði merkin hafa vakið töluverða athygli á þeim stutta tíma síðan þau ruddust inn á „streetwear“-markaðinn á Íslandi – til að mynda vakti skothelt vesti CCTV mikla athygli á sínum tíma. Merkin deila vinnustofu úti á Granda og hafa yfirleitt verið eldsnögg að selja upp hverja einustu spjör þegar þau opna dyrnar fyrir kaupóðu tískuáhugafólki. Benedikt Andrason hjá Child sagði í fyrra í viðtali við Lífið að þeim hefði þótt vanta eitthvað agressívara á tískumarkaðinn hér á landi og það virðist hafa verið rétt hjá honum. „Þetta hefur verið mislengi í vinnslu en allt sem verður til sölu er óútgefið. Við verðum líka með nýjar útfærslur af gömlu dóti. Við verðum meðal annars með peysur og boli úr okkar samstarfi. Við höfum deilt sömu vinnustofu nánast síðan bæði merkin byrjuðu og okkur fannst þetta vera rétti tíminn til að gera „collab“, segir Pétur Kiernan, tískupostuli sem er viðloðandi bæði merkin. Aðspurður hvort þarna verði eitthvað óvenjulegt á boðstólum á borð við skotheld vesti eða eitthvað í þá áttina segir hann að það verði meira úrval en venjulega og einnig að þarna verði til að mynda gallabuxur falar, en merkin hafa að mestu haldið sig við toppa hingað til, og „utility“ vesti – eins konar vinnuvesti með slatta af vösum. „Þetta verða að mestu leyti föt en við verðum þó með hálsmen til sölu sem Child gerði í samstarfi við Trausta Má AKA Frosty.“ Pétur segir að upplagið á markaðnum í þetta sinn verði töluvert meira en það hefur verið hingað til enda hafa bæði merkin eins og áður segir verið gífurlega vinsæl og fólk hefur þurft frá að hverfa þegar allt fatakyns hefur selst upp og búðinni lokað löngu áður en auglýstur opnunartími er liðinn. „En ef allt selst fyrr en við búumst við munum við þurfa að loka búðinni. Fyrstur kemur fyrstur fær,“ segir Pétur en bætir því þó við að jólaandinn muni svífa yfir vötnum og mikið stuð verði á meðan opið er – hversu lengi sem það muni verða. Samkvæmt Facebook-síðu markaðarins mun hann standa yfir frá klukkan 17 í kvöld og til 22, frá 12 til 22 á morgun og að lokum frá 12 til 23 á Þorláksmessu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira