Þetta var önnur jólaguðsþjónustan sem hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, mætti í en hún mætti einnig í fyrra áður en hún gekk að eiga Harry bretaprins í maí síðastliðnum. Þau eiga von á sínu fyrsta barni í vor.
Mikill fjöldi fólks var samankominn við kirkjuna til þess að berja konungsfjölskylduna augum og ekki síst Markle sjálfa sem nýtur mikilla vinsælda á meðal þegna Bretlands.



