Fyrri þáttaröðin vakti mikla lukku þegar hún var sýnd í Ríkissjónvarpinu á haustmánuðum 2015 og biðu því margir Íslendingar spenntir eftir þætti kvöldsins. Eftirvæntingin var áþreifanleg á samfélagsmiðlum og af viðbrögðum Íslendinga á Twitter að dæma virðast margir hafa verið límdir við sjónvarpstækin.
Ófærð er framleidd af Baltasar Kormáki og Magnúsi Viðari Sigurðssyni hjá RVK Studios og aðalhlutverk eru sem fyrr í höndum Ólafs Darra Ólafssonar, Ilmar Kristjánsdóttur og Ingvars E. Sigurðssonar.
Hér að neðan hefur Vísir tekið saman nokkur tíst um Ófærðarþátt kvöldsins. Þar kennir ýmissa grasa, til að mynda ber leikarafjöldinn á góma, reykingaleysið, Smartland og kindur.
Fengu allir íslenskir leikarar breik i þessari Ófærð? Vantar einhvern?
— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) December 26, 2018
Get eiginlega ekki beðið eftir pólitísku samsæriskenningunum um að RÚV góða fólksins sé að ganga einhverra kratískra eða frjálslyndra erinda með því að sýna sjónvarpsþætti þar sem óbaðaðir þjóðernisdurgar eru kallaðir hægri öfgamenn. #ófærð #soroservíða
— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) December 26, 2018
Steinn Ármann er frekar krípí í þessum þætti #ófærð
— Þuríður Hearn (@Hearn83) December 26, 2018
Steinn Ármann er gera Mel Gibson sem William Wallace að einhverjum statista í Showgirls, þarna með þetta gjallarhorn. #ófærð
— Helgi Seljan Jóhannsson (@helgiseljan) December 26, 2018
Djöfull DÝRKA ég Andra að HAMRA í sig heilu mjólkurglasi. Svo mikið horny alpha move. #ófærð
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) December 26, 2018
Ég er svo ógeðslega skemmdur raunsæisþræll að mér finnst vanta flíspeysurnar í #ófærð #ófærð2
— Þórdís Gísladóttir (@thordisg) December 26, 2018
Af hverju var Marta Smartland að kveikja í sér í Ófærð?
— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) December 26, 2018
Mér finnst #ófærð fanga íslenskan raunveruleika ansi vel fyrir utan það að enginn var að veipa.
— Freyja Steingrímsdóttir (@freyjast) December 26, 2018
Það þarf að vinna í því að gera íslenska sjónvarpsleikara skýrmæltari eða texta allt draslið #ófærð
— Sólrún Sesselja (@solrunsesselja) December 26, 2018
Hljóð í sjónvarpi og afruglara hækkað í botn, samt þarf að hafa sig alla við til að greina orðaskil. Er ekki hægt að búa til íslenskt sjónvarpsefni með skiljanlegu hljóði? #ofaerd #ófærð
— Anna Lilja Thoris. (@AnnaLilja) December 26, 2018
Takk rúv fyrir að texta allt íslenskt efni á appinu ég ykkur #ófærð pic.twitter.com/bynf7FMRHo
— Drífa Pálín Geirs (@DrifaP) December 26, 2018
Persóna í sjónvarpsþætti: Þú getur ekki gist á ópersónulegu hótelherbergi. Sofðu heldur á sófanum okkar.
— Ármann Jakobsson (@ArmannJa) December 26, 2018
Ég: FÁIÐ YKKUR ÞÁ FOKKÍNG GESTAHERBERGI.
Lærið í ísskápnum var örugglega rolla á torginu #ófærð
— Steinunn Vigdís (@Silladis) December 26, 2018
Ég myndi reyndar frekar vilja hótelið en sófann #ófærð
— HallberaEiríksdóttir (@HallberaE) December 26, 2018
Ekki hægt að segja annað en #Ófærð sé samkvæmt sjálfu sér, enginn rennir upp. pic.twitter.com/3NgpmgwnOE
— Reynir Jónsson (@ReynirJod) December 26, 2018