Lars Lagerbäck ber fram kvörtun til UEFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2018 12:30 Lars Lägerback er ekki ánægður. Vísir/Getty Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands og núverandi landsliðsþjálfari Noregs, er ekki sáttur með leikjaröðun norska landsliðsins í undankeppni EM 2020. . Lagerbäck, hefur ásamt norska sambandinu sent inn kvörtun til Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. Ástæðan er leikur norska landsliðsins á Spáni 23. mars næstkomandi en sama dag spila Svíar og Rúmenar í riðlinum. Liðin þurfa síðan aftur að spila aðeins þremur dögum síðar. Leikur Norðmanna og Svía fer fram 26. mars í Osló eða þremur dögum eftir að Norðmenn eru að spila í Valencia á Spáni. Það er mun styttra að fara fyrir Svía sem eru að spila á heimavelli 23. mars. „Ég vildi í það minnsta láta vita af áhyggjum mínum þótt líklegast sé að það þýði ekki nett. Hér eru víst markaðslögmálin sem ráða,“ sagði Lars Lagerbäck við NTB. Dagbladet segir frá. „Við höfum kvartað til UEFA vegna þessa og það á við alla leikina í riðlinum,“ sagði Pål Bjerketvedt, framkvæmdastjóri norska sambandsins. „Það er ómögulegt að klára endurheimtina á bara tveimur dögum,“ bætti Bjerketvedt við. Stór hluti ástæðunnar er líka að Svíar búa sér til meiri hvíldartíma með því að færa leikinn sinn fram til klukkan sex. Norðmenn þurfa að spila klukkan korter í níu sama kvöld. „Í þessari undankeppni geta þjóðir komið sér saman um leiktíma og það er ekki góð þróun. Með því geta þjóðir búið sér til forskot,“ segir Lars Lagerbäck. Íslenska landsliðið fær líka bara tvo hvíldardaga á milli leikja sinna í mars. Liðið mætir Andorra 22. mars í Andorra la Vella og spilar svo við Frakka á Stade de France 25. mars. Fyrri leikir Íslands og Frakklands fara hinsvegar fram á sama tíma ólíkt leikjum Svía og Norðmanna. Svíar hafa búið sér til næstum því þriggja klukkutíma lengri hvíldartíma og landi þeirra er allt annað en sáttur. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands og núverandi landsliðsþjálfari Noregs, er ekki sáttur með leikjaröðun norska landsliðsins í undankeppni EM 2020. . Lagerbäck, hefur ásamt norska sambandinu sent inn kvörtun til Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. Ástæðan er leikur norska landsliðsins á Spáni 23. mars næstkomandi en sama dag spila Svíar og Rúmenar í riðlinum. Liðin þurfa síðan aftur að spila aðeins þremur dögum síðar. Leikur Norðmanna og Svía fer fram 26. mars í Osló eða þremur dögum eftir að Norðmenn eru að spila í Valencia á Spáni. Það er mun styttra að fara fyrir Svía sem eru að spila á heimavelli 23. mars. „Ég vildi í það minnsta láta vita af áhyggjum mínum þótt líklegast sé að það þýði ekki nett. Hér eru víst markaðslögmálin sem ráða,“ sagði Lars Lagerbäck við NTB. Dagbladet segir frá. „Við höfum kvartað til UEFA vegna þessa og það á við alla leikina í riðlinum,“ sagði Pål Bjerketvedt, framkvæmdastjóri norska sambandsins. „Það er ómögulegt að klára endurheimtina á bara tveimur dögum,“ bætti Bjerketvedt við. Stór hluti ástæðunnar er líka að Svíar búa sér til meiri hvíldartíma með því að færa leikinn sinn fram til klukkan sex. Norðmenn þurfa að spila klukkan korter í níu sama kvöld. „Í þessari undankeppni geta þjóðir komið sér saman um leiktíma og það er ekki góð þróun. Með því geta þjóðir búið sér til forskot,“ segir Lars Lagerbäck. Íslenska landsliðið fær líka bara tvo hvíldardaga á milli leikja sinna í mars. Liðið mætir Andorra 22. mars í Andorra la Vella og spilar svo við Frakka á Stade de France 25. mars. Fyrri leikir Íslands og Frakklands fara hinsvegar fram á sama tíma ólíkt leikjum Svía og Norðmanna. Svíar hafa búið sér til næstum því þriggja klukkutíma lengri hvíldartíma og landi þeirra er allt annað en sáttur.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira