Lagið er eins og áður segir í samstarfi við Birgi Hákon sem gerði lagið Sending sem finna má á YouTube.
„Ég ætlaði að vera einn á þessu lagi en þegar ég heyrði erindið hans Bigga þá small eitthvað. Ég og hann höfum vitað af hvor öðrum síðan við vorum krakkar og erum mjög góðir vinir í dag,“ segir 24/7.
Lagið er unnið af strák sem kallar sig Hlandri.
„Ég heyrði beatin hjá Hlandra þegar við vorum uppi í studio eina nóttina og restin var auðveld. Lagið fjallar eiginlega ekki um neitt fyrr en það kemur að versinu þá er ég að tala um að breyta til í lífinu sem ég er búinn að vera gera mikið.“
Myndbandið er Leikstýrt af Ingimar Elíassyni.
Hér að neðan má sjá myndbandið og hér má fylgjst með 24/7 á Instagram.