Lúxus að vera bara þrjár mínútur að labba í vinnuna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 29. desember 2018 08:00 "Nándin er mikil bæði við bæjarbúa og náttúruna,“ segir Alexandra um lífið á Skagaströnd. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Þó Alexandra Jóhannesdóttir sé borgarbarn að uppruna þá líst henni vel á sig á Skagaströnd, enda sótti hún um sveitarstjórastarf þar – og fékk. „Ég var fyrir norðan í eina viku fyrir jólin, langaði að taka smá snúning þar áður en árinu lyki og flyt svo með mitt hafurtask þangað núna upp úr áramótum,“ segir hún. Kveðst hafa skrifað undir ráðningarsamninginn í september en þurft að vinna uppsagnarfrest í Reykjavík og einungis tekið tveggja daga frí á milli starfa. Þó Alexandra sé bara þrítug að aldri hefur hún verið framkvæmdastjóri í tveimur fyrirtækjum. Nú síðast vann hún sem almennur lögfræðingur í samsteypu sem heitir IP Eignarhald en hún segir nýja embættið frumraun hennar í sveitarstjórnarstarfi. „Mig langaði að breyta til og líka að skipta um umhverfi, komast út úr bænum og í þessa ró sem fylgir lífi úti á landi, eins og ég geri mér það í hugarlund að minnsta kosti,“ segir hún og fullyrðir að reynsla hennar af fyrstu dögunum á Skagaströnd lofi góðu. „Mér þótti mjög gott að koma norður, þar tóku mér allir af mikilli hlýju og vinsemd. Þetta er öðru vísi samfélag en í bænum, nándin er svo mikil bæði við bæjarbúa og náttúruna og allt var gert til að bjóða mig velkomna.“ Tæplega 500 íbúar eru á Skagaströnd, að sögn Alexöndru. Grunnþjónustan sem er á hendi sveitarfélagsins er þó sú sama og í fjölmennari sveitarfélögum og skyldurnar þær sömu. „Svo er hlutverk sveitarstjóra Skagastrandar aðeins viðameira en víða annars staðar því hann er hafnarstjóri á staðnum. Einnig sinnir hann starfi framkvæmdastjóra félagsþjónustu Austur-Húnavatnssýslu, það er byggðasamlag um það verkefni og sveitarstjórinn á Skagaströnd er yfir málaflokknum. Það er því í ýmis horn að líta,“ segir Alexandra og bætir við. „En ég er með gott fólk í kring um mig sem þekkir til og það er gríðarlega mikilvægt.“ Húsnæðisskortur er ekki vandamál á Skagaströnd og Alexandra kveðst vera komin með litla raðhússíbúð rétt hjá bæjarskrifstofunni. „Það er mikill lúxus að vera þrjár mínútur að labba í vinnuna í stað þess að vera kannski hálftíma eða fjörutíu mínútur í bílnum eins og margir búa við fyrir sunnan. Mér finnst yndislegt að geta farið út að labba með hundinn í morgunsárið og mæta svo beint í vinnuna.“ Hún segir lögfræðiþekkinguna ugglaust koma henni vel í þessu nýja starfi og sá stjórnsýslubakgrunnur sem henni fylgi. „Almenn lögfræði nýtist í raun og veru á hvaða sviði sem er,“ segir hún. „Það er alltaf verið að vinna með eitthvert regluverk, því er gott að vera vel læs á það.“ Birtist í Fréttablaðinu Skagaströnd Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fleiri fréttir „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Sjá meira
Þó Alexandra Jóhannesdóttir sé borgarbarn að uppruna þá líst henni vel á sig á Skagaströnd, enda sótti hún um sveitarstjórastarf þar – og fékk. „Ég var fyrir norðan í eina viku fyrir jólin, langaði að taka smá snúning þar áður en árinu lyki og flyt svo með mitt hafurtask þangað núna upp úr áramótum,“ segir hún. Kveðst hafa skrifað undir ráðningarsamninginn í september en þurft að vinna uppsagnarfrest í Reykjavík og einungis tekið tveggja daga frí á milli starfa. Þó Alexandra sé bara þrítug að aldri hefur hún verið framkvæmdastjóri í tveimur fyrirtækjum. Nú síðast vann hún sem almennur lögfræðingur í samsteypu sem heitir IP Eignarhald en hún segir nýja embættið frumraun hennar í sveitarstjórnarstarfi. „Mig langaði að breyta til og líka að skipta um umhverfi, komast út úr bænum og í þessa ró sem fylgir lífi úti á landi, eins og ég geri mér það í hugarlund að minnsta kosti,“ segir hún og fullyrðir að reynsla hennar af fyrstu dögunum á Skagaströnd lofi góðu. „Mér þótti mjög gott að koma norður, þar tóku mér allir af mikilli hlýju og vinsemd. Þetta er öðru vísi samfélag en í bænum, nándin er svo mikil bæði við bæjarbúa og náttúruna og allt var gert til að bjóða mig velkomna.“ Tæplega 500 íbúar eru á Skagaströnd, að sögn Alexöndru. Grunnþjónustan sem er á hendi sveitarfélagsins er þó sú sama og í fjölmennari sveitarfélögum og skyldurnar þær sömu. „Svo er hlutverk sveitarstjóra Skagastrandar aðeins viðameira en víða annars staðar því hann er hafnarstjóri á staðnum. Einnig sinnir hann starfi framkvæmdastjóra félagsþjónustu Austur-Húnavatnssýslu, það er byggðasamlag um það verkefni og sveitarstjórinn á Skagaströnd er yfir málaflokknum. Það er því í ýmis horn að líta,“ segir Alexandra og bætir við. „En ég er með gott fólk í kring um mig sem þekkir til og það er gríðarlega mikilvægt.“ Húsnæðisskortur er ekki vandamál á Skagaströnd og Alexandra kveðst vera komin með litla raðhússíbúð rétt hjá bæjarskrifstofunni. „Það er mikill lúxus að vera þrjár mínútur að labba í vinnuna í stað þess að vera kannski hálftíma eða fjörutíu mínútur í bílnum eins og margir búa við fyrir sunnan. Mér finnst yndislegt að geta farið út að labba með hundinn í morgunsárið og mæta svo beint í vinnuna.“ Hún segir lögfræðiþekkinguna ugglaust koma henni vel í þessu nýja starfi og sá stjórnsýslubakgrunnur sem henni fylgi. „Almenn lögfræði nýtist í raun og veru á hvaða sviði sem er,“ segir hún. „Það er alltaf verið að vinna með eitthvert regluverk, því er gott að vera vel læs á það.“
Birtist í Fréttablaðinu Skagaströnd Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fleiri fréttir „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Sjá meira