Salah og Alisson skutu Liverpool áfram í Meistaradeildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mohamed Salah.
Mohamed Salah. Vísir/Getty
Mohamed Salah skaut Liverpool áfram í 16-liða úrslitin í Meistaradeild Evrópu er Liverpool vann 1-0 sigur á Napoli í lokaumferðinni í C-riðlinum.

Liverpool var mikið sterkari aðilinn í leiknum. Í fyrri hálfleik fékk liðin þó nokkur færi til að koma sér yfir en eina mark fyrri hálfleiks gerði Mohamed Salah á 34. mínútu.

Hann labbaði framhjá Kalidou Koulibaly sem veitti honum ekki mikla mótstöðu og lagði svo boltanum á milli fóta David Ospina sem féll ansi auðveldlega til jarðar í markinu.

Staðan 1-0 í hálfleik og það var ekki mikið að frétta af liði Napoli í síðari hálfleik. Liverpool hafði öll tök á leiknum og fékk tækifærin til að gera út um leikinn en náði ekki að tvöfalda forystuna.

Tólf mínútum fyrir leikslok fengu svo gestirnir gullið tækifæri til að jafna metin er Andy Robertson gleymdi sér á fjærstönginni. Jose Maria Callejon var aleinn en mokaði boltanum yfir markið.

Allri dramatíkinni var ekki lokið. Á þriðju mínútu uppbótartíma datt boltinn fyrir varamanninn Milik sem tók boltann niður og var einn gegn Alisson sem sá við honum. Ótrúlegt færi en Alisson varði og lokatölur 1-0 sigur Liverpool.

PSG vann 3-1 sigur á Rauðu stjörnunni í Belgrad. Edinson Cavani og Neymar komu PSG í 2-0 áður en Marko Gobeljic minnkaði muninn. Marquinhos gerði þriðja mark PSG stundafjórðungi fyrir leikslok og Kylian Mbappe bætti við marki í uppbótartíma.

PSG endar því með ellefu stig á toppi riðilsins, Liverpool er í öðru sæti með níu en með fleiri mörk skoruð en Napoli, Napoli í því þriðja með níu og Rauða stjarnan með fjögur stig á botninum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira