Svefnleysi og þyngdartap í hungurverkfalli fjögurra Katalóna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. desember 2018 08:00 Karlfangarnir sjö, af níu föngum alls, eru vistaðir í Lledoners-fangelsinu í Katalóníu. Frá vinstri má sjá þá Jordi Sanchez, Oriol Junqueras, Jordi Turull, Joaquim Forn, Jordi Cuixart, Josep Rull og Raul Romeva. Nordicphotos/AFP Katalónsku aðskilnaðarsinnarnir Jordi Sanchez og Jordi Turull eru nú á tólfta degi hungurverkfalls og þeir Joaquim Forn og Josep Rull á sínum níunda. Saman eru þeir vistaðir í Lledoners-fangelsinu vegna meints uppreisnaráróðurs og uppreisnar gegn spænska ríkinu í tengslum við sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingu síðasta árs. Þeir efndu til hungurverkfallsins til að mótmæla því hversu lengi spænsk stjórnvöld hafa frestað því að rétta yfir þeim og til að mótmæla ákærunum sjálfum. Auk þeirra eru fimm önnur í haldi. Pilar Calvo, upplýsingafulltrúi fjórmenninganna, hefur greint frá því að þeir ætli að halda hungurverkfallinu til streitu og séu hvergi nærri því að gefast upp. Samanlagt hafi þeir lést um 20 kíló og stríði nú við svefnleysi. Þá blés Calvo á frásagnir af því að fjórmenningarnir væru að svindla, sagði þá bara drekka vatn með steinefnum en hafa vissulega þurft að taka lyf. Quim Torra, forseti héraðsins, lauk í gær tveggja sólarhringa föstu sem hann efndi til, til þess að sýna föngunum samhug. Fleiri katalónskir aðskilnaðarsinnar hafa tekið svipaða ákvörun. Fram að jólum munu til dæmis tíu fasta í einu í Dipòsit d’Aigües del Rei Martí í miðborg Barcelona. Hver hópur mun fasta í allt að sjö daga. Greint var frá því í gær að ríkissaksóknari Spánar í Katalóníu rannsakaði nú hvort katalónska lögreglan hefði sýnt vanrækslu með því að koma ekki í veg fyrir mótmæli gegn spænskum stjórnvöldum um helgina. Stjórnvöld í Madríd hafa varað Katalóna við því að spænska lögreglan gæti verið send á svæðið vegna málsins. Birtist í Fréttablaðinu Evrópa Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Fyrrverandi leiðtogar Katalóníu í hungurverkfalli Fjórir af þeim níu leiðtogum sjálfstæðissinna í Katalóníu sem eru í fangelsi eru nú í hungurverkfalli. 4. desember 2018 15:33 Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Fleiri fréttir Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Sjá meira
Katalónsku aðskilnaðarsinnarnir Jordi Sanchez og Jordi Turull eru nú á tólfta degi hungurverkfalls og þeir Joaquim Forn og Josep Rull á sínum níunda. Saman eru þeir vistaðir í Lledoners-fangelsinu vegna meints uppreisnaráróðurs og uppreisnar gegn spænska ríkinu í tengslum við sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingu síðasta árs. Þeir efndu til hungurverkfallsins til að mótmæla því hversu lengi spænsk stjórnvöld hafa frestað því að rétta yfir þeim og til að mótmæla ákærunum sjálfum. Auk þeirra eru fimm önnur í haldi. Pilar Calvo, upplýsingafulltrúi fjórmenninganna, hefur greint frá því að þeir ætli að halda hungurverkfallinu til streitu og séu hvergi nærri því að gefast upp. Samanlagt hafi þeir lést um 20 kíló og stríði nú við svefnleysi. Þá blés Calvo á frásagnir af því að fjórmenningarnir væru að svindla, sagði þá bara drekka vatn með steinefnum en hafa vissulega þurft að taka lyf. Quim Torra, forseti héraðsins, lauk í gær tveggja sólarhringa föstu sem hann efndi til, til þess að sýna föngunum samhug. Fleiri katalónskir aðskilnaðarsinnar hafa tekið svipaða ákvörun. Fram að jólum munu til dæmis tíu fasta í einu í Dipòsit d’Aigües del Rei Martí í miðborg Barcelona. Hver hópur mun fasta í allt að sjö daga. Greint var frá því í gær að ríkissaksóknari Spánar í Katalóníu rannsakaði nú hvort katalónska lögreglan hefði sýnt vanrækslu með því að koma ekki í veg fyrir mótmæli gegn spænskum stjórnvöldum um helgina. Stjórnvöld í Madríd hafa varað Katalóna við því að spænska lögreglan gæti verið send á svæðið vegna málsins.
Birtist í Fréttablaðinu Evrópa Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Fyrrverandi leiðtogar Katalóníu í hungurverkfalli Fjórir af þeim níu leiðtogum sjálfstæðissinna í Katalóníu sem eru í fangelsi eru nú í hungurverkfalli. 4. desember 2018 15:33 Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Fleiri fréttir Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Sjá meira
Fyrrverandi leiðtogar Katalóníu í hungurverkfalli Fjórir af þeim níu leiðtogum sjálfstæðissinna í Katalóníu sem eru í fangelsi eru nú í hungurverkfalli. 4. desember 2018 15:33