Stærsta kvikmyndastjarna Íslandssögunnar drapst Stefán Þór Hjartarson skrifar 12. desember 2018 09:00 Grannt var fylgst með Keikó á meðan hann lifði, til að mynda muna margir eflaust eftir frægum leik hans við dekk nokkuð. Getty Áþessum degi árið 2003 drapst hvalurinn og kvikmyndastjarnan Keikó og lauk þar með miklu og undarlegu máli sem hafði staðið yfir frá því Keikó var fluttur hingað til lands árið 1998 með pompi og prakt. Kannski má samt segja að þetta hafi allt byrjað með því að Keikó var veiddur nálægt Íslandi árið 1979 og því hafa ýmsir talað um hvalinn sem „Íslending“. Að minnsta kosti var gerð tilraun til að „sleppa“ Keikó, hann fluttur til Vestmannaeyja þaðan sem hann fór til Noregs þar sem hann drapst fyrir aldur fram, aðeins 27 ára að aldri. Það tókst aldrei að gera hann „villtan“ aftur en í það verkefni var eytt einum tveimur milljörðum króna samtals. „Auðvitað brá mér við að heyra tíðindin því skepnan hafðist mjög vel við og var við hestaheilsu í Noregi,“ segir Hallur Hallsson, talsmaður Free Willy-Keikó Foundation á Íslandi í viðtali við Fréttablaðið þann 14. desember 2003. „Á miðvikudag virtist hann fá einhverja kvefpest, sem hafði gerst áður, og var ekki lystugur á fimmtudeginum. Á föstudaginn var greinilegt að það var mjög af honum dregið og síðdegis synti hann á land. Hann vissi greinilega sjálfur hvað var á ferðinni því háhyrningar synda á land til þess að deyja drottni sínum.“ Hallur bætti einnig við: „Þessi frétt hefur farið um allan heim. Allir helstu fréttamiðlar hafa fjallað um þetta og það hefur verið gríðarlegur fjöldi fjölmiðlamanna við Taknesfjörð í Noregi.“ Keikó lék hvalinn Willy í Free Willy-myndunum, en þær urðu þrjár talsins. Myndirnar fjölluðu um hval sem var frelsaður úr haldi – en líf þess hvals átti eftir að verða ansi líkt lífi hvalsins í myndinni sem gaf þessu máli öllu óneitanlega dularfullan blæ og heillaði heimsbyggðina. Stundum er sagt að Keikó hafi verið frægasti Íslendingurinn og kannski er það satt. Það hafa að minnsta kosti fáir verið svona mikið í sviðsljósinu á jafn skömmum tíma. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Dýr Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
Áþessum degi árið 2003 drapst hvalurinn og kvikmyndastjarnan Keikó og lauk þar með miklu og undarlegu máli sem hafði staðið yfir frá því Keikó var fluttur hingað til lands árið 1998 með pompi og prakt. Kannski má samt segja að þetta hafi allt byrjað með því að Keikó var veiddur nálægt Íslandi árið 1979 og því hafa ýmsir talað um hvalinn sem „Íslending“. Að minnsta kosti var gerð tilraun til að „sleppa“ Keikó, hann fluttur til Vestmannaeyja þaðan sem hann fór til Noregs þar sem hann drapst fyrir aldur fram, aðeins 27 ára að aldri. Það tókst aldrei að gera hann „villtan“ aftur en í það verkefni var eytt einum tveimur milljörðum króna samtals. „Auðvitað brá mér við að heyra tíðindin því skepnan hafðist mjög vel við og var við hestaheilsu í Noregi,“ segir Hallur Hallsson, talsmaður Free Willy-Keikó Foundation á Íslandi í viðtali við Fréttablaðið þann 14. desember 2003. „Á miðvikudag virtist hann fá einhverja kvefpest, sem hafði gerst áður, og var ekki lystugur á fimmtudeginum. Á föstudaginn var greinilegt að það var mjög af honum dregið og síðdegis synti hann á land. Hann vissi greinilega sjálfur hvað var á ferðinni því háhyrningar synda á land til þess að deyja drottni sínum.“ Hallur bætti einnig við: „Þessi frétt hefur farið um allan heim. Allir helstu fréttamiðlar hafa fjallað um þetta og það hefur verið gríðarlegur fjöldi fjölmiðlamanna við Taknesfjörð í Noregi.“ Keikó lék hvalinn Willy í Free Willy-myndunum, en þær urðu þrjár talsins. Myndirnar fjölluðu um hval sem var frelsaður úr haldi – en líf þess hvals átti eftir að verða ansi líkt lífi hvalsins í myndinni sem gaf þessu máli öllu óneitanlega dularfullan blæ og heillaði heimsbyggðina. Stundum er sagt að Keikó hafi verið frægasti Íslendingurinn og kannski er það satt. Það hafa að minnsta kosti fáir verið svona mikið í sviðsljósinu á jafn skömmum tíma.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Dýr Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira