Tíu ára bræðir gömul hjörtu í stórum stíl Stefán Árni Pálsson skrifar 13. desember 2018 14:30 Bjarni Gabríel fer á kostum á elliheimilum borgarinnar. Bjarni Gabríel Bjarnason byrjaði að syngja áður en hann fór að tala en hjólin fóru fyrst að snúast þegar hann upp á sínar eigin spýtur tók þátt í Jólastjörnunni á Stöð 2 í fyrra en eftir það var hann ráðinn út um allt að syngja. Í dag þræðir þessi tíu ára drengur elliheimili borgarinnar og syngur jólasöngva fyrir áhorfendur. Lífið ræddi við Bjarna sem á framtíðina fyrir sér í bransanum. „Ég veit ekki alveg hvað er það allra skemmtilegasta við að syngja en mér finnst mest gaman að gleðja fólk og svo finnst mér bara sjálfum svo gaman að syngja og mér líður best þegar ég syng beint frá hjartanu,“ segir Bjarni Gabríel. Hann segist heldur betur ætla starfa við söng í framtíðinni. „Já, ég ætla að flytja til Los Angeles og fara í skóla þar og æfa fótbolta og syngja með. Og síðan ætla ég að vinna sem söngvari framtíðinni. Ég ætla samt að leyfa mömmu og pabba að búa í gestahúsi í garðinum hjá mér í LA.“Hér að neðan má sjá Bjarna syngja aðeins 11 mánaða. Giggin á elliheimilunum eru skemmtileg. „Það var mjög gaman því maður syngur nálægt fólkinu og það er mjög gaman að gleðja fólk sem er svona gamalt, sumir brostu en sumir fóru samt að gráta og knúsuðu mig. Sumir voru mög veikir og gátu kannski ekki brosað en þau brostu samt inn í sér. Ég ætla að syngja fyrir gamla fólkið á elliheimilunum í Reykjavík og líka úti á landi. Svo er ég í Kringlunni um helgina og er svo í leikarahópnum hjá Jólagestum Björgvins rétt fyrir jólin. Ætli ég syngi ekki líka í nokkrum jólaboðum og jólaböllum eins og í fyrra.“ Bjarni æfir oftast stíft en hann þarf ekki að sækja hæfileikana langt. Amma hans er Edda Björgvinsdóttir og frændi hans er Björgvin Franz Gíslason leikari.Hér að neðan má sjá myndband frá þátttöku Bjarna í Jólastjörnunni.„Ég nenni nú ekki alltaf að æfa mig mikið því ég elska að spila fótbolta og svo er ég líka í ballett en það er best að æfa sig og stundum fæ ég Björgvin Franz frænda minn til að hjálpa mér. Mér finnst best að syngja fyrir framan tölvuna eða í stofunnu og oft held ég á Nínu hundinum mínum meðan ég syng en hún vill helst ekki að ég sé að dansa mikið með sig í fanginu. Annars syng ég bara út um allt líka í bílnum með mömmu minni.“ Bjarna finnst skemmtilegast að vera með vinum sínum, spila Playstation og fara í fótbolta, fara á skíði og hafa kósýkvöld.Hvað ætlar þú að gera við peninginn sem þú syngur þér inn fyrir?„Ég er að safna mér fyrir tölvu en eg ætla líka að kaupa jólagjafir handa fátækum börnum á Íslandi og setja undir jólatréð í Kringlunni.“Hér má fylgja Barna á Facebook. Jól Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
Bjarni Gabríel Bjarnason byrjaði að syngja áður en hann fór að tala en hjólin fóru fyrst að snúast þegar hann upp á sínar eigin spýtur tók þátt í Jólastjörnunni á Stöð 2 í fyrra en eftir það var hann ráðinn út um allt að syngja. Í dag þræðir þessi tíu ára drengur elliheimili borgarinnar og syngur jólasöngva fyrir áhorfendur. Lífið ræddi við Bjarna sem á framtíðina fyrir sér í bransanum. „Ég veit ekki alveg hvað er það allra skemmtilegasta við að syngja en mér finnst mest gaman að gleðja fólk og svo finnst mér bara sjálfum svo gaman að syngja og mér líður best þegar ég syng beint frá hjartanu,“ segir Bjarni Gabríel. Hann segist heldur betur ætla starfa við söng í framtíðinni. „Já, ég ætla að flytja til Los Angeles og fara í skóla þar og æfa fótbolta og syngja með. Og síðan ætla ég að vinna sem söngvari framtíðinni. Ég ætla samt að leyfa mömmu og pabba að búa í gestahúsi í garðinum hjá mér í LA.“Hér að neðan má sjá Bjarna syngja aðeins 11 mánaða. Giggin á elliheimilunum eru skemmtileg. „Það var mjög gaman því maður syngur nálægt fólkinu og það er mjög gaman að gleðja fólk sem er svona gamalt, sumir brostu en sumir fóru samt að gráta og knúsuðu mig. Sumir voru mög veikir og gátu kannski ekki brosað en þau brostu samt inn í sér. Ég ætla að syngja fyrir gamla fólkið á elliheimilunum í Reykjavík og líka úti á landi. Svo er ég í Kringlunni um helgina og er svo í leikarahópnum hjá Jólagestum Björgvins rétt fyrir jólin. Ætli ég syngi ekki líka í nokkrum jólaboðum og jólaböllum eins og í fyrra.“ Bjarni æfir oftast stíft en hann þarf ekki að sækja hæfileikana langt. Amma hans er Edda Björgvinsdóttir og frændi hans er Björgvin Franz Gíslason leikari.Hér að neðan má sjá myndband frá þátttöku Bjarna í Jólastjörnunni.„Ég nenni nú ekki alltaf að æfa mig mikið því ég elska að spila fótbolta og svo er ég líka í ballett en það er best að æfa sig og stundum fæ ég Björgvin Franz frænda minn til að hjálpa mér. Mér finnst best að syngja fyrir framan tölvuna eða í stofunnu og oft held ég á Nínu hundinum mínum meðan ég syng en hún vill helst ekki að ég sé að dansa mikið með sig í fanginu. Annars syng ég bara út um allt líka í bílnum með mömmu minni.“ Bjarna finnst skemmtilegast að vera með vinum sínum, spila Playstation og fara í fótbolta, fara á skíði og hafa kósýkvöld.Hvað ætlar þú að gera við peninginn sem þú syngur þér inn fyrir?„Ég er að safna mér fyrir tölvu en eg ætla líka að kaupa jólagjafir handa fátækum börnum á Íslandi og setja undir jólatréð í Kringlunni.“Hér má fylgja Barna á Facebook.
Jól Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira