94 keppendur taka þátt og á forkeppniskvöldinu koma allir keppendur fram í síðkjól og baðfötum.
Það var í raun eina tækifærið fyrir alla keppendur að sýna sig í kjól og baðfötum þar sem aðeins verða tuttugu konur valdar til þess að keppa í kvöld.
Katrín Lea var gestur í Einkalífinu á Vísi fyrir nokkrum vikum en þáttinn má sjá að neðan.
Lokakvöldið hefst stundvíslega klukkan 00:00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á YouTube-síðu Miss Universe og einnig á Facebook-síðunni.