Bresku götublöðin uppfull af sögum um „erfiða“ og „stjórnsama“ Meghan Markle Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. desember 2018 08:20 Meghan Markle á bresku tískuverðlaununum í liðinni viku. vísir/getty Undanfarna daga hafa bresku götublöðin verið uppfull af sögum um það hversu „erfið“ og „stjórnsöm“ Meghan Markle er sögð vera en hún er eiginkona Harry prins. Hjónin, sem hafa opinberu titlana hertoginn og hertogaynjan af Sussex, eru nú kölluð Chandler og Monica af starfsliði sínu vegna stjórnsemi Meghan, að því er fram kemur í götublaðinu The Sun. Flestir kannast eflaust við þau Chandler og Monicu úr Friends-þáttunum en eitt af karaktereinkennum Monicu var einmitt stjórnsemi. Þá er fyrirsögn fréttar á vef Mirror um hvernig Meghan hefur breytt Harry: „Frá því að hætta að veiða yfir í nýjan stíl,“ en í slúðurmiðlunum er því haldið fram að Meghan hafi bannað Harry að fara á veiðar á jóladag eins og hann hefur vanalega gert.Neikvæður fréttaflutningurinn komi á óvart Á vef Daily Mail veltir blaðamaður því upp hvort að Meghan sé of uppreisnargjörn eða stolt af því að vera öðruvísi. Greint hefur verið frá því að starfsfólk hafi hætt í vinnu konungsfjölskyldunni vegna þess hve Meghan á að vera erfið og þá eru hún og Katrín hertogaynja af Cambridge, eiginkona Vilhjálms prins, sagðar ekki ná vel saman. Rhiannon Mills, fréttamaður á Sky sem sérhæfir sig í fréttaflutningi af bresku konungsfjölskyldunni, segir í skoðanapistli að mikið af þeim fréttum sem birst hafi um helgina um vandamál innan fjölskyldunnar vegna Meghan séu uppspuni frá rótum. Þetta hafi hún eftir sínum heimildarmönnum. Þá hafi fréttaflutningurinn komið henni á óvart þar sem breskur almenningur hafi í upphafi tekið Meghan opnum örmum. Nú virðist hins vegar sem fólk þyrsti í neikvæðar fréttir af hertogahjónunum af Sussex. Neikvæður fréttaflutningur af konungsfjölskyldunni er þó auðvitað ekki nýr af nálinni. Mills bendir á að það ýti einnig undir sögusagnir af alls kyns erfiðleikum vegna Meghan að hún og Harry hafa ekki sést opinberlega með Katrínu og Vilhjálmi í tæpa tvo mánuði og því verði væntanlega allra augu á fjórmenningunum á jóladag þegar konungsfjölskyldan fer til messu. Kóngafólk Tengdar fréttir Hulunni svipt af jólakortum konungsfjölskyldunnar Meðlimir bresku konungsfjölskyldunnar hafa svipt hulunni af jólakortum sínum í ár en þar með talið er ný brúðkaupsmynd af Harry prins og eiginkonu hans Meghan. 14. desember 2018 23:08 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira
Undanfarna daga hafa bresku götublöðin verið uppfull af sögum um það hversu „erfið“ og „stjórnsöm“ Meghan Markle er sögð vera en hún er eiginkona Harry prins. Hjónin, sem hafa opinberu titlana hertoginn og hertogaynjan af Sussex, eru nú kölluð Chandler og Monica af starfsliði sínu vegna stjórnsemi Meghan, að því er fram kemur í götublaðinu The Sun. Flestir kannast eflaust við þau Chandler og Monicu úr Friends-þáttunum en eitt af karaktereinkennum Monicu var einmitt stjórnsemi. Þá er fyrirsögn fréttar á vef Mirror um hvernig Meghan hefur breytt Harry: „Frá því að hætta að veiða yfir í nýjan stíl,“ en í slúðurmiðlunum er því haldið fram að Meghan hafi bannað Harry að fara á veiðar á jóladag eins og hann hefur vanalega gert.Neikvæður fréttaflutningurinn komi á óvart Á vef Daily Mail veltir blaðamaður því upp hvort að Meghan sé of uppreisnargjörn eða stolt af því að vera öðruvísi. Greint hefur verið frá því að starfsfólk hafi hætt í vinnu konungsfjölskyldunni vegna þess hve Meghan á að vera erfið og þá eru hún og Katrín hertogaynja af Cambridge, eiginkona Vilhjálms prins, sagðar ekki ná vel saman. Rhiannon Mills, fréttamaður á Sky sem sérhæfir sig í fréttaflutningi af bresku konungsfjölskyldunni, segir í skoðanapistli að mikið af þeim fréttum sem birst hafi um helgina um vandamál innan fjölskyldunnar vegna Meghan séu uppspuni frá rótum. Þetta hafi hún eftir sínum heimildarmönnum. Þá hafi fréttaflutningurinn komið henni á óvart þar sem breskur almenningur hafi í upphafi tekið Meghan opnum örmum. Nú virðist hins vegar sem fólk þyrsti í neikvæðar fréttir af hertogahjónunum af Sussex. Neikvæður fréttaflutningur af konungsfjölskyldunni er þó auðvitað ekki nýr af nálinni. Mills bendir á að það ýti einnig undir sögusagnir af alls kyns erfiðleikum vegna Meghan að hún og Harry hafa ekki sést opinberlega með Katrínu og Vilhjálmi í tæpa tvo mánuði og því verði væntanlega allra augu á fjórmenningunum á jóladag þegar konungsfjölskyldan fer til messu.
Kóngafólk Tengdar fréttir Hulunni svipt af jólakortum konungsfjölskyldunnar Meðlimir bresku konungsfjölskyldunnar hafa svipt hulunni af jólakortum sínum í ár en þar með talið er ný brúðkaupsmynd af Harry prins og eiginkonu hans Meghan. 14. desember 2018 23:08 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira
Hulunni svipt af jólakortum konungsfjölskyldunnar Meðlimir bresku konungsfjölskyldunnar hafa svipt hulunni af jólakortum sínum í ár en þar með talið er ný brúðkaupsmynd af Harry prins og eiginkonu hans Meghan. 14. desember 2018 23:08