Fjögur þúsund börn í Nígeríu í skjól hjá SOS Barnaþorpunum Heimsljós kynnir 18. desember 2018 15:00 SOS Hræðilegt ástand hefur ríkt í Bornohéraði í norðaustur hluta Nígeríu um langt skeið vegna stríðsátaka stjórnvalda við vígasamtökin Boko Haram. SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa tilkynnt að þau séu að styrkja neyðaraðstoðarverkefni í héraðinu um 5 milljónir króna. „Börnum er reglulega rænt á þessu svæði, þau verða fyrir kynferðislegri misnotkun, missa fjölskyldumeðlimi og verða viðskila við foreldra sína,“ segir í frétt SOS. Þar segir ennfremur að nýjustu upplýsingar frá Borno séu þær að 2,3 milljónir manna séu á vergangi og yfir 230 þúsund manns hafi flúið til nágrannalanda. „Ofbeldið kemur niður á grunnstoðum samfélagsins eins og menntun og heilbrigðisþjónustu og matarskortur og smitsjúkdómar setja börn í aukna hættu.“SOS Barnaþorpin hafa yfir þriggja áratuga reynslu af fjölskylduaðstoð á svæðinu og áætlanir eru um að ná til fjögur þúsund barna, verja þau gegn ofbeldinu og veita þeim alla nauðsynlega aðstoð. Meðal verkefna í forgangi eru uppsetning barnaverndarmiðstöðvar með sálfræði- og félagslegri aðstoð, aukið aðgengi að vatni, aðstoð fyrir fórnarlömb kynferðisglæpa og þjálfun starfsfólks. „Þetta er of stórt verkefni fyrir ein hjálparsamtök. Okkar takmark er að hjálpa fjögur þúsund börnum og útvega þeim ástrík heimili sem hafa misst foreldraumsjón. Þetta er bara byrjunin,“ segir Eghosa Erhumwunse, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Nígeríu í fréttinni.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent
Hræðilegt ástand hefur ríkt í Bornohéraði í norðaustur hluta Nígeríu um langt skeið vegna stríðsátaka stjórnvalda við vígasamtökin Boko Haram. SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa tilkynnt að þau séu að styrkja neyðaraðstoðarverkefni í héraðinu um 5 milljónir króna. „Börnum er reglulega rænt á þessu svæði, þau verða fyrir kynferðislegri misnotkun, missa fjölskyldumeðlimi og verða viðskila við foreldra sína,“ segir í frétt SOS. Þar segir ennfremur að nýjustu upplýsingar frá Borno séu þær að 2,3 milljónir manna séu á vergangi og yfir 230 þúsund manns hafi flúið til nágrannalanda. „Ofbeldið kemur niður á grunnstoðum samfélagsins eins og menntun og heilbrigðisþjónustu og matarskortur og smitsjúkdómar setja börn í aukna hættu.“SOS Barnaþorpin hafa yfir þriggja áratuga reynslu af fjölskylduaðstoð á svæðinu og áætlanir eru um að ná til fjögur þúsund barna, verja þau gegn ofbeldinu og veita þeim alla nauðsynlega aðstoð. Meðal verkefna í forgangi eru uppsetning barnaverndarmiðstöðvar með sálfræði- og félagslegri aðstoð, aukið aðgengi að vatni, aðstoð fyrir fórnarlömb kynferðisglæpa og þjálfun starfsfólks. „Þetta er of stórt verkefni fyrir ein hjálparsamtök. Okkar takmark er að hjálpa fjögur þúsund börnum og útvega þeim ástrík heimili sem hafa misst foreldraumsjón. Þetta er bara byrjunin,“ segir Eghosa Erhumwunse, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Nígeríu í fréttinni.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent