Heimsótti Katar í tilefni þess að úrslitaleikur HM fer fram á þessum tíma eftir fjögur ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2018 17:00 Xavi Hernandez spilar í Katar með liði Al Sadd. Vísir/Getty Í gær voru nákvæmlega fjögur ár í það að úrslitaleikur heimsmeistaramótsins í knattspyrnu verði spilaður í Katar. Einhver knattspyrnuþjóð mun þá fá mjög skemmtilega og einstaka jólagjöf enda ólíklegt að fleiri heimsmeistaramót muni verða spiluð á þessum tíma. Heimsmeistaramótið í Katar fer fram frá 21. nóvember til 18. desember 2022.A World Cup final in December? What will it be like for the fans in Qatar? We take a look: https://t.co/jbCV3Lu8A7pic.twitter.com/RNWMq8Fi12 — BBC Sport (@BBCSport) December 19, 2018BBC ákvað að kanna málið betur og heimsækja Katar á sama tíma ársins og heimsmeistaramótið verður spilað þar eftir fjögur ár. Mótið var fært frá sumrinu enda gríðarlegur hiti í Katar í júní og júlí þegar heimsmeistarakeppnin fer vanalega fram. Í myndbandinu er blaðamaður BBC kominn út í miðja eyðimörk til að skoða aðstæður á leikvanginum sem mun hýsa úrslitaleik HM 18. desember 2022. Blaðamaðurinn er með hitamælir á lofti en hitinn verður ekki mikið lægri en á þessum tíma ársins. Það fylgir hinsvegar sögunni að hitastigið í Katar núna rétt fyrir jól er 27 gráður. „Þetta er eins og mjög góður breskur sumardagur,“ segir Richard Conway á BBC. Hann skoðar líka svæðið þar sem stuðningsmenn liðanna á HM geta tjaldað á meðan á HM stendur. Íslenska fótboltalandsliðið var með á HM í Rússlandi í sumar og vonandi tekst strákunum okkar einnig að vinna sér sæti á HM í Katar. Það yrði þá svolítið skrýtið að fara úr myrkrinu og kuldanum á Íslandi í desember og í hitann og sólina í Katar. Richard Conway fer líka yfir áfengisreglurnar í Katar en það má sjá myndbandið hans með því að smella hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Fleiri fréttir „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Sjá meira
Í gær voru nákvæmlega fjögur ár í það að úrslitaleikur heimsmeistaramótsins í knattspyrnu verði spilaður í Katar. Einhver knattspyrnuþjóð mun þá fá mjög skemmtilega og einstaka jólagjöf enda ólíklegt að fleiri heimsmeistaramót muni verða spiluð á þessum tíma. Heimsmeistaramótið í Katar fer fram frá 21. nóvember til 18. desember 2022.A World Cup final in December? What will it be like for the fans in Qatar? We take a look: https://t.co/jbCV3Lu8A7pic.twitter.com/RNWMq8Fi12 — BBC Sport (@BBCSport) December 19, 2018BBC ákvað að kanna málið betur og heimsækja Katar á sama tíma ársins og heimsmeistaramótið verður spilað þar eftir fjögur ár. Mótið var fært frá sumrinu enda gríðarlegur hiti í Katar í júní og júlí þegar heimsmeistarakeppnin fer vanalega fram. Í myndbandinu er blaðamaður BBC kominn út í miðja eyðimörk til að skoða aðstæður á leikvanginum sem mun hýsa úrslitaleik HM 18. desember 2022. Blaðamaðurinn er með hitamælir á lofti en hitinn verður ekki mikið lægri en á þessum tíma ársins. Það fylgir hinsvegar sögunni að hitastigið í Katar núna rétt fyrir jól er 27 gráður. „Þetta er eins og mjög góður breskur sumardagur,“ segir Richard Conway á BBC. Hann skoðar líka svæðið þar sem stuðningsmenn liðanna á HM geta tjaldað á meðan á HM stendur. Íslenska fótboltalandsliðið var með á HM í Rússlandi í sumar og vonandi tekst strákunum okkar einnig að vinna sér sæti á HM í Katar. Það yrði þá svolítið skrýtið að fara úr myrkrinu og kuldanum á Íslandi í desember og í hitann og sólina í Katar. Richard Conway fer líka yfir áfengisreglurnar í Katar en það má sjá myndbandið hans með því að smella hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Fleiri fréttir „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Sjá meira