Kjarnakona í krísu Sigríður Jónsdóttir skrifar 4. desember 2018 21:00 Frammistaða Sólveigar Guðmundsdóttur er algjörlega miðakaupanna virði. J. Rowland Júlía er nýbökuð móðir sem eyðir svefnlausum nóttunum með ungbarninu sínu ásamt því að baka bollakökur, og deilir síðan öllum herlegheitunum á snjallsímaforritinu Snapchat. En ekki er allt sem sýnist, undir fegruðu yfirborðinu leynist bæði óhamingja og sársauki. Rejúníon er nýtt íslenskt leikrit eftir Sóleyju Ómarsdóttur en frumsýningin var síðastliðinn föstudag í Tjarnarbíói. Fæðing leikritsins tók langan tíma en slíkt er eðlilegt fyrir höfund sem er að takast á við flókið frásagnarform í fyrsta sinn. Efnistökin eru ágæt og umfjöllunarefnið áhugavert þar sem feluleikur hinna svokölluðu ofurkvenna, þeirra sem virðast vera með allt á hreinu, er tekinn fyrir á tilfinninganæman hátt. En ekki gengur allt upp í verkinu; höfundur tekur of langan tíma til að setja sviðið, þræðir eru ekki hnýttir nægilega vel saman og hvörfin undir lokin eru óþarflega dramatísk. Hafa skal þó í huga að þetta eru fyrstu skref höfundar og lofa þau góðu ef Sóley heldur áfram að læra á leikritaformið. En hvílíkur happafengur Sólveig Guðmundsdóttir er fyrir leikhópinn og höfundinn. Betri leikkonu í hlutverk Júlíu væri erfitt að finna. Síðustu misserin hefur hún verið á mikilli siglingu en hér gæðir hún ekki einungis textann lífi heldur setur sýninguna á annað plan. Nálgun hennar er næm, tilfinningalega rík og fjölbreytt. Júlía birtist ljóslifandi á sviðinu, hún er bæði mannleg og ósnert af tilgerð. Hér er á ferðinni leikkona sem ekki bara ber af, heldur virðist vera í stöðugum vexti. Sólveigu til halds og trausts eru þau Sara Martí Guðmundsdóttir í hlutverki æskuvinkonu Júlíu og Orri Huginn Ágústsson í hlutverki barnsföður hennar. Persónurnar báðar birtast áhorfendum frekar sem hvatar fyrir tilfinningalega rússíbanareið Júlíu heldur en heildrænar manneskjur. Sara Martí finnur húmorinn í vandræðalegu þögnunum sem spretta upp á milli vinkvenna sem misst hafa sambandið og Orri Huginn vinnur fallega úr krefjandi verkefni, þá sérlega þegar dekkri hlið sjálfhverfu feðraveldisins birtist áhorfendum þegar líða tekur á sýninguna. Á síðustu árum hefur Árni Kristjánsson verið að sækja í sig veðrið sem leikstjóri. Stíll hans einkennist af naumhyggju og hógværð, þar sem leikararnir og túlkun þeirra er sett í fyrsta sæti. Slík aðferðafræði er virðingarverð og hressandi en þó skortir skýrari fagurfræðilega sviðsetningu. Hér hefðu afgerandi leikmynd og búningar hjálpað til en hinn stíliseraði heimur Fionu Rigel virkar vel sem birtingarmynd þeirra einsleitu tískustrauma sem tröllríða íslenskum heimilum um þessar mundir – þó missir hann fljótlega kraft. Um tónlistina og hljóðmyndina sér Harpa Fönn Sigurjónsdóttir. Í fyrri sýningu Lakehouse heppnaðist hennar verk afskaplega vel og studdi lipurlega við bæði senur og senuskipti. Hérna er sagan önnur því hljóðmyndin er bæði of fyrirferðarmikil og léttúðug tónlistin virðist vera samin fyrir aðra leiksýningu. Myndbandsvinna Inga Bekk gefur sýningunni skemmtilega dýpt, sömuleiðis lýsingin en því miður er enginn skráður fyrir þeirri hönnun, hvorki í leikskrá né á netinu. Lakehouse er svo sannarlega leikhópur sem vert er að fylgjast áfram með sem og leikskáldið Sóley Ómarsdóttir. Þrátt fyrir nokkra vankanta er Rejúníon eftirtektarverð sýning um gríðarlega mikilvægt málefni, þá sérstaklega út af frábærum leik aðalleikkonunnar.Niðurstaða: Frammistaða Sólveigar Guðmundsdóttur er algjörlega miðakaupanna virði. Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Menning Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Júlía er nýbökuð móðir sem eyðir svefnlausum nóttunum með ungbarninu sínu ásamt því að baka bollakökur, og deilir síðan öllum herlegheitunum á snjallsímaforritinu Snapchat. En ekki er allt sem sýnist, undir fegruðu yfirborðinu leynist bæði óhamingja og sársauki. Rejúníon er nýtt íslenskt leikrit eftir Sóleyju Ómarsdóttur en frumsýningin var síðastliðinn föstudag í Tjarnarbíói. Fæðing leikritsins tók langan tíma en slíkt er eðlilegt fyrir höfund sem er að takast á við flókið frásagnarform í fyrsta sinn. Efnistökin eru ágæt og umfjöllunarefnið áhugavert þar sem feluleikur hinna svokölluðu ofurkvenna, þeirra sem virðast vera með allt á hreinu, er tekinn fyrir á tilfinninganæman hátt. En ekki gengur allt upp í verkinu; höfundur tekur of langan tíma til að setja sviðið, þræðir eru ekki hnýttir nægilega vel saman og hvörfin undir lokin eru óþarflega dramatísk. Hafa skal þó í huga að þetta eru fyrstu skref höfundar og lofa þau góðu ef Sóley heldur áfram að læra á leikritaformið. En hvílíkur happafengur Sólveig Guðmundsdóttir er fyrir leikhópinn og höfundinn. Betri leikkonu í hlutverk Júlíu væri erfitt að finna. Síðustu misserin hefur hún verið á mikilli siglingu en hér gæðir hún ekki einungis textann lífi heldur setur sýninguna á annað plan. Nálgun hennar er næm, tilfinningalega rík og fjölbreytt. Júlía birtist ljóslifandi á sviðinu, hún er bæði mannleg og ósnert af tilgerð. Hér er á ferðinni leikkona sem ekki bara ber af, heldur virðist vera í stöðugum vexti. Sólveigu til halds og trausts eru þau Sara Martí Guðmundsdóttir í hlutverki æskuvinkonu Júlíu og Orri Huginn Ágústsson í hlutverki barnsföður hennar. Persónurnar báðar birtast áhorfendum frekar sem hvatar fyrir tilfinningalega rússíbanareið Júlíu heldur en heildrænar manneskjur. Sara Martí finnur húmorinn í vandræðalegu þögnunum sem spretta upp á milli vinkvenna sem misst hafa sambandið og Orri Huginn vinnur fallega úr krefjandi verkefni, þá sérlega þegar dekkri hlið sjálfhverfu feðraveldisins birtist áhorfendum þegar líða tekur á sýninguna. Á síðustu árum hefur Árni Kristjánsson verið að sækja í sig veðrið sem leikstjóri. Stíll hans einkennist af naumhyggju og hógværð, þar sem leikararnir og túlkun þeirra er sett í fyrsta sæti. Slík aðferðafræði er virðingarverð og hressandi en þó skortir skýrari fagurfræðilega sviðsetningu. Hér hefðu afgerandi leikmynd og búningar hjálpað til en hinn stíliseraði heimur Fionu Rigel virkar vel sem birtingarmynd þeirra einsleitu tískustrauma sem tröllríða íslenskum heimilum um þessar mundir – þó missir hann fljótlega kraft. Um tónlistina og hljóðmyndina sér Harpa Fönn Sigurjónsdóttir. Í fyrri sýningu Lakehouse heppnaðist hennar verk afskaplega vel og studdi lipurlega við bæði senur og senuskipti. Hérna er sagan önnur því hljóðmyndin er bæði of fyrirferðarmikil og léttúðug tónlistin virðist vera samin fyrir aðra leiksýningu. Myndbandsvinna Inga Bekk gefur sýningunni skemmtilega dýpt, sömuleiðis lýsingin en því miður er enginn skráður fyrir þeirri hönnun, hvorki í leikskrá né á netinu. Lakehouse er svo sannarlega leikhópur sem vert er að fylgjast áfram með sem og leikskáldið Sóley Ómarsdóttir. Þrátt fyrir nokkra vankanta er Rejúníon eftirtektarverð sýning um gríðarlega mikilvægt málefni, þá sérstaklega út af frábærum leik aðalleikkonunnar.Niðurstaða: Frammistaða Sólveigar Guðmundsdóttur er algjörlega miðakaupanna virði.
Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Menning Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira