Jónsi tilnefndur til Golden Globe-verðlauna Birgir Olgeirsson skrifar 6. desember 2018 14:19 Jón Þór Birgisson, betur þekktur sem Jónsi. Vísir/Getty Jón Þór Birgisson, betur þekktur sem Jónsi úr Sigur Rós, hefur verið tilnefndur til Golden Globe-verðlauna fyrir besta lag. Um er að ræða lagið Revelation sem er að finna í kvikmyndinni Boy Erased. Myndin segir frá ungum syni predikara sem er neyddur til að gangast undir meðferð á vegum kirkjunnar með það að markmiði að fá hann til að hætta að vera samkynhneigðan.Lagið samdi Jónsi ásamt Brett McLaughlin og leikaranum Troye Sivan sem einnig syngur lagið. Leikstjóri myndarinnar er Joel Edgerton en á meðal leikara í myndinni eru Nicole Kidman, Russell Crowe og Lucas Hedges en Troye Sivan fer einnig með hlutverk í myndinni. Lucas Hedges er einnig tilnefndur til Golden Globe-verðlauna fyrir leik sinn í myndinni.Jónsi hefur áður samið tónlist fyrir kvikmyndir en þar má nefnda myndir á borð við How to Train Your Dragon og We Bought a Zoo. Troye Sivan hefur notið nokkurra vinsælla sem tónlistarmaður. Hann samdi nokkur lög sem náðu ekki inn í myndina en segir leikstjórann hafa beðið hann um að semja lag sérstaklega fyrir eina senu. Sivan sagði við Variety að Jónsi hefði verið að vinna að tónlist fyrir eina senu myndarinnar. Jónsi hafði samið stutt píanóstef sem hann vissi ekki hvað hann átti að gera við. Sivan, Joel og Jónsi fóru því saman í morgunmat og ræddu þessa tilteknu senu í myndinni og úr varð lagið Revelation eftir að Sivan hafði lagt sitt að mörkum við að semja það. Mest lesið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Jón Þór Birgisson, betur þekktur sem Jónsi úr Sigur Rós, hefur verið tilnefndur til Golden Globe-verðlauna fyrir besta lag. Um er að ræða lagið Revelation sem er að finna í kvikmyndinni Boy Erased. Myndin segir frá ungum syni predikara sem er neyddur til að gangast undir meðferð á vegum kirkjunnar með það að markmiði að fá hann til að hætta að vera samkynhneigðan.Lagið samdi Jónsi ásamt Brett McLaughlin og leikaranum Troye Sivan sem einnig syngur lagið. Leikstjóri myndarinnar er Joel Edgerton en á meðal leikara í myndinni eru Nicole Kidman, Russell Crowe og Lucas Hedges en Troye Sivan fer einnig með hlutverk í myndinni. Lucas Hedges er einnig tilnefndur til Golden Globe-verðlauna fyrir leik sinn í myndinni.Jónsi hefur áður samið tónlist fyrir kvikmyndir en þar má nefnda myndir á borð við How to Train Your Dragon og We Bought a Zoo. Troye Sivan hefur notið nokkurra vinsælla sem tónlistarmaður. Hann samdi nokkur lög sem náðu ekki inn í myndina en segir leikstjórann hafa beðið hann um að semja lag sérstaklega fyrir eina senu. Sivan sagði við Variety að Jónsi hefði verið að vinna að tónlist fyrir eina senu myndarinnar. Jónsi hafði samið stutt píanóstef sem hann vissi ekki hvað hann átti að gera við. Sivan, Joel og Jónsi fóru því saman í morgunmat og ræddu þessa tilteknu senu í myndinni og úr varð lagið Revelation eftir að Sivan hafði lagt sitt að mörkum við að semja það.
Mest lesið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein