Alltaf í bað á aðfangadag Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 4. desember 2018 11:00 Eftir 30 ára vináttu og samstarf í einni vinsælustu hljómsveit landsins er forvitnilegt að vita hversu vel Sigga og Grétar þekkjast í raun. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Ég ákvað í sumar að semja jólalag fyrir þessi jól og settist niður við píanóið í lok október. Lagið kom nokkuð fljótt til mín og tók litlum breytingum frá fyrstu hugmynd,“ upplýsir Grétar um allra fyrsta jólalag Stjórnarinnar sem nú heyrist oft í útvarpinu á indælli aðventunni Jólalagið, Enn ein jól, slær heillandi klukknahljómi við endalok þrítugasta afmælisárs hljómsveitarinnar. „Mér fannst tilvalið að koma með jólalag í tilefni 30 ára afmælis Stjórnarinnar og svo er Sigga alltaf með sína árlegu jólatónleika,“ segir Grétar en Sigga er einmitt með sína árlegu og vinsælu jólatónleika í Hörpu í kvöld og á morgun. „Grétar kom til mín með hugmynd að laginu, mjög hrátt að vísu, en ég heyrði samt að það var eitthvað þarna sem heillaði. Áður en ég vissi af var hann búinn að útsetja lagið ásamt Mána Svavars og Þóri Úlfars og svo spiluðu strákarnir lagið inn og ég söng það fyrir sirka tíu dögum. Útkoman er bara fínasta jólalag; það fyrsta sem Stjórnin sendir frá sér og líka fyrsta jólalagið sem við Grétar syngjum saman,“ segir Sigga sæl og í kátu jólaskapi. „Textinn er eftir Braga Valdimar og er aðfangadagshugleiðing með draumkenndu ívafi og ósk um að vera í faðmi ástvina yfir jólin,“ útskýrir Grétar um grípandi jólalag Stjórnarinnar sem er að slá í gegn. En hversu vel þekkja þau Sigga og Grétar hvort annað eftir 30 ára vináttu og farsælt Stjórnarsamstarf? Hér svara þau fáeinum jólaspurningum sem leiða það í ljós. Jól Tónlist Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
„Ég ákvað í sumar að semja jólalag fyrir þessi jól og settist niður við píanóið í lok október. Lagið kom nokkuð fljótt til mín og tók litlum breytingum frá fyrstu hugmynd,“ upplýsir Grétar um allra fyrsta jólalag Stjórnarinnar sem nú heyrist oft í útvarpinu á indælli aðventunni Jólalagið, Enn ein jól, slær heillandi klukknahljómi við endalok þrítugasta afmælisárs hljómsveitarinnar. „Mér fannst tilvalið að koma með jólalag í tilefni 30 ára afmælis Stjórnarinnar og svo er Sigga alltaf með sína árlegu jólatónleika,“ segir Grétar en Sigga er einmitt með sína árlegu og vinsælu jólatónleika í Hörpu í kvöld og á morgun. „Grétar kom til mín með hugmynd að laginu, mjög hrátt að vísu, en ég heyrði samt að það var eitthvað þarna sem heillaði. Áður en ég vissi af var hann búinn að útsetja lagið ásamt Mána Svavars og Þóri Úlfars og svo spiluðu strákarnir lagið inn og ég söng það fyrir sirka tíu dögum. Útkoman er bara fínasta jólalag; það fyrsta sem Stjórnin sendir frá sér og líka fyrsta jólalagið sem við Grétar syngjum saman,“ segir Sigga sæl og í kátu jólaskapi. „Textinn er eftir Braga Valdimar og er aðfangadagshugleiðing með draumkenndu ívafi og ósk um að vera í faðmi ástvina yfir jólin,“ útskýrir Grétar um grípandi jólalag Stjórnarinnar sem er að slá í gegn. En hversu vel þekkja þau Sigga og Grétar hvort annað eftir 30 ára vináttu og farsælt Stjórnarsamstarf? Hér svara þau fáeinum jólaspurningum sem leiða það í ljós.
Jól Tónlist Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira