Ljúf jólastemning í skógræktinni í Heiðmörk Jólamarkaðurinn í Heiðmörk kynnir 7. desember 2018 13:15 Fjölskyldur geta átt notalega stund í Rjóðrinu við varðeldinn. Jólamarkaðurinn Heiðmörk „Við viljum slaka á jólastressinu og búa til stund þar sem fólk upplifir ró og frið úti í náttúrunni, jólagleði og samveru, einungis í kortersfjarlægð frá Reykjavík. Jólamarkaðurinn er hluti af markmiði Skógræktarfélags Reykjavíkur að efla skógarmenningu,“ útskýrir Sara Riel, myndlistakona og jólamarkaðsstýra Jólamarkaðarins í Heiðmörk. Jólamarkaðurinn hefur verið haldinn við Elliðavatnsbæinn í Heiðmörk undanfarna áraratugi og er heimsókn á markaðinn orðin hluti af aðventuvenjum margra. Síðustu helgi heimsóttu fjölmargir gestir markaðinn og létu dálítið rok á laugardeginum ekkert á sig fá. „Á sunnudaginn var síðan gullfallegt veður og jólaandinn sveif yfir Elliðavatninu. Við höfum opið allar helgar til jóla, laugardag og sunnudag, mill klukkan tólf og fimm, en lokað á Þorláksmessu, enda hafa kannski flestir í öðru að snúast þann dag,“ segir Sara.Fjölbreytt dagskrá, upplestur og lifandi tónlist„Dagskráin er aldrei sú sama hverja helgi og því vel hægt að koma aftur og aftur. Við fáum rithöfunda til að lesa upp úr bókum sínum á kaffistofunni, alltaf klukkan 13. Tónlistarmenn spila seinni partinn á kaffistofunni eða klukkan 15.30 og þar getur fólk keypt sér kakó með rjóma, kaffi og smákökur. Í Rjóðrinu kveikjum við varðeld og barnabókahöfundar lesa upp úr verkum sínum þar klukkan 14. Kringum varðeldinn skapast alltaf indæl stemning. Þar er aldrei rok og notalegt að sitja umlukin trjánum og hlusta á sögur. Svo bregður jólasveinn á leik í Rjóðrinu og teymir alla með sér inn á jólamarkaðinn þar sem dansað er kringum jólatré.“ Laugardaginn 8. desember mun Friðgeir Einarsson lesa upp klukkan 13 og tónlistarmaðurinn Ólöf Arnalds troða upp klukkan 15.30. Þá mun rithöfundurinn Þórarinn Eldjárn lesa í Rjóðrinu fyrir krakkana klukkan 14. Sunnudaginn 9. desember mun rithöfundurinn Guðrún Eva Mínervudóttur lesa, tónlistarmennirnir Kira og Andri Ásgrímsson flytja tónlist og Huginn Þór Grétarsson lesa í Rjóðrinu.Áhersla á handverk og mat„Á jólamarkaðssvæðinu eru litlir kofar og stór salur, gamalt fjós þar sem handverksfólk býður fjölbreyttar vörur til kaups. Skógræktin er einnig með kofa þar sem íslensk jólatré eru til sölu, algjörlega sjálfbær og skilja ekki eftir sig kolefnisspor eins og innflutt tré. Það er mikill munur á hvernig við ræktum skóginn okkar og hvernig jólatré eru ræktuð til dæmis í Danmörku, þar eru ýmiskonar efni notuð á trén og svo þarf að flytja þau yfir hafið. Þá má einnig benda á að fyrir hvert tré sem keypt er af Skógræktinni eru gróðursett fimmtíu tré í staðinn,“ útskýrir Sara. „Við reynum að vera með breytt úrval af trjám fyrir mismunandi húsakynni og smekk. Til dæmis kynnum við nýjung í tjám fyrir litlar íbúðir, svokallaðar Súlur, há og mjó tré. Síðan erum við að sjálfsögðu með tré fyrir þá sem vilja “öðruvísi” tré eða svokölluð einstök tré sem eru andstæðan við „Disney“tréð.“ Meðal þess sem finna má á markaðnum um helgina eru Jólakransar úr hráefni úr íslenskri náttúru, handunnir skartgripir úr leir og íslenskri ösp, útskornir fuglar, handgerð kerti, gærur og uppstoppaðir hrútshausar, munir úr hornum að ekki sé minnst á grafið ær- og lambakjör, sveitabjúgu, sultur, saftir og ostar úr íslensku hráefni. „Við leggjum áherslu á fallega framleiðslu og styðjum við íslenskt handverk. Við viljum einnig bjóða upp á breitt svið og mismunandi handverksfólk tekur þátt hverja helgi. Á facebooksíðu jólamarkaðsins má sjá dagskrána fyrir hvern dag fyrir sig.“Jólaskógurinn á HólmsheiðiSkógræktin stendur einnig að Jólaskóginum á Hólmsheiði en þar gefst fólki tækifæri á að velja sér jólatré og höggva sjálft. „Það er skemmtileg hefð og sannkölluð jólastemning skapast í jólaskóginum,“ segir Sara. „Varðeldur snarkar þar allan daginn og hægt er að fá kakó, ketilkaffi og smákökur og grilla sykurpúða. Jólaskógurinn er opinn frá klukkan 11 til 16 sömu daga og jólamarkaðurinn.Hér má sjá leiðarlýsinguna í Jólaskóginn á Hólmsheiði. Nánari upplýsingar er að finna á Heiðmörk.is. Jólamarkaðurinn í Heiðmörk er einnig á instagram og á facebook. Skógræktarfélag Reykjavíkur er einnig á Instagram. Þessi kynning er unnin í samstarfi við Jólamarkaðinn í Heiðmörk Jól Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Sjá meira
„Við viljum slaka á jólastressinu og búa til stund þar sem fólk upplifir ró og frið úti í náttúrunni, jólagleði og samveru, einungis í kortersfjarlægð frá Reykjavík. Jólamarkaðurinn er hluti af markmiði Skógræktarfélags Reykjavíkur að efla skógarmenningu,“ útskýrir Sara Riel, myndlistakona og jólamarkaðsstýra Jólamarkaðarins í Heiðmörk. Jólamarkaðurinn hefur verið haldinn við Elliðavatnsbæinn í Heiðmörk undanfarna áraratugi og er heimsókn á markaðinn orðin hluti af aðventuvenjum margra. Síðustu helgi heimsóttu fjölmargir gestir markaðinn og létu dálítið rok á laugardeginum ekkert á sig fá. „Á sunnudaginn var síðan gullfallegt veður og jólaandinn sveif yfir Elliðavatninu. Við höfum opið allar helgar til jóla, laugardag og sunnudag, mill klukkan tólf og fimm, en lokað á Þorláksmessu, enda hafa kannski flestir í öðru að snúast þann dag,“ segir Sara.Fjölbreytt dagskrá, upplestur og lifandi tónlist„Dagskráin er aldrei sú sama hverja helgi og því vel hægt að koma aftur og aftur. Við fáum rithöfunda til að lesa upp úr bókum sínum á kaffistofunni, alltaf klukkan 13. Tónlistarmenn spila seinni partinn á kaffistofunni eða klukkan 15.30 og þar getur fólk keypt sér kakó með rjóma, kaffi og smákökur. Í Rjóðrinu kveikjum við varðeld og barnabókahöfundar lesa upp úr verkum sínum þar klukkan 14. Kringum varðeldinn skapast alltaf indæl stemning. Þar er aldrei rok og notalegt að sitja umlukin trjánum og hlusta á sögur. Svo bregður jólasveinn á leik í Rjóðrinu og teymir alla með sér inn á jólamarkaðinn þar sem dansað er kringum jólatré.“ Laugardaginn 8. desember mun Friðgeir Einarsson lesa upp klukkan 13 og tónlistarmaðurinn Ólöf Arnalds troða upp klukkan 15.30. Þá mun rithöfundurinn Þórarinn Eldjárn lesa í Rjóðrinu fyrir krakkana klukkan 14. Sunnudaginn 9. desember mun rithöfundurinn Guðrún Eva Mínervudóttur lesa, tónlistarmennirnir Kira og Andri Ásgrímsson flytja tónlist og Huginn Þór Grétarsson lesa í Rjóðrinu.Áhersla á handverk og mat„Á jólamarkaðssvæðinu eru litlir kofar og stór salur, gamalt fjós þar sem handverksfólk býður fjölbreyttar vörur til kaups. Skógræktin er einnig með kofa þar sem íslensk jólatré eru til sölu, algjörlega sjálfbær og skilja ekki eftir sig kolefnisspor eins og innflutt tré. Það er mikill munur á hvernig við ræktum skóginn okkar og hvernig jólatré eru ræktuð til dæmis í Danmörku, þar eru ýmiskonar efni notuð á trén og svo þarf að flytja þau yfir hafið. Þá má einnig benda á að fyrir hvert tré sem keypt er af Skógræktinni eru gróðursett fimmtíu tré í staðinn,“ útskýrir Sara. „Við reynum að vera með breytt úrval af trjám fyrir mismunandi húsakynni og smekk. Til dæmis kynnum við nýjung í tjám fyrir litlar íbúðir, svokallaðar Súlur, há og mjó tré. Síðan erum við að sjálfsögðu með tré fyrir þá sem vilja “öðruvísi” tré eða svokölluð einstök tré sem eru andstæðan við „Disney“tréð.“ Meðal þess sem finna má á markaðnum um helgina eru Jólakransar úr hráefni úr íslenskri náttúru, handunnir skartgripir úr leir og íslenskri ösp, útskornir fuglar, handgerð kerti, gærur og uppstoppaðir hrútshausar, munir úr hornum að ekki sé minnst á grafið ær- og lambakjör, sveitabjúgu, sultur, saftir og ostar úr íslensku hráefni. „Við leggjum áherslu á fallega framleiðslu og styðjum við íslenskt handverk. Við viljum einnig bjóða upp á breitt svið og mismunandi handverksfólk tekur þátt hverja helgi. Á facebooksíðu jólamarkaðsins má sjá dagskrána fyrir hvern dag fyrir sig.“Jólaskógurinn á HólmsheiðiSkógræktin stendur einnig að Jólaskóginum á Hólmsheiði en þar gefst fólki tækifæri á að velja sér jólatré og höggva sjálft. „Það er skemmtileg hefð og sannkölluð jólastemning skapast í jólaskóginum,“ segir Sara. „Varðeldur snarkar þar allan daginn og hægt er að fá kakó, ketilkaffi og smákökur og grilla sykurpúða. Jólaskógurinn er opinn frá klukkan 11 til 16 sömu daga og jólamarkaðurinn.Hér má sjá leiðarlýsinguna í Jólaskóginn á Hólmsheiði. Nánari upplýsingar er að finna á Heiðmörk.is. Jólamarkaðurinn í Heiðmörk er einnig á instagram og á facebook. Skógræktarfélag Reykjavíkur er einnig á Instagram. Þessi kynning er unnin í samstarfi við Jólamarkaðinn í Heiðmörk
Jól Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Sjá meira