Landsþekktar leikkonur bregða sér í hlutverk Klausturgengisins Stefán Árni Pálsson skrifar 30. nóvember 2018 13:00 Verkið verður flutt á mánudagskvöldið. Þær Brynhildur Guðjónsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, og Þórunn Arna Kristjánsdóttir tala fyrir karlmennina í samtalinu. Mánudaginn 3. desember kl. 20:30 mun leikhópur Borgarleikhússins leiklesa hluta úr samtali þingmanna á veitingastaðnum Klaustri en þetta kemur fram í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu en ekki liggur fyrir hvaða aðilar fara með hlutverk þingmannanna sex. Bergur Þór Ingólfsson leikstýrir verkinu. Eins og flestir vita var samtal þeirra tekið upp og hafa fjölmiðlar birt innihald þess síðustu tvo daga. „Eitt af meginhlutverkum leikhússins er að varpa ljósi á málefni líðandi stundar. Með þessum viðburði leitast leikhúsið við að skoða ábyrgð og orðræðu kjörinna fulltrúa í lýðræðislegu samhengi,“ segir í tilkynningunni. Viðburðurinn verður á litla sviðinu í Borgarleikhúsinu og verður öllum opinn og aðgangur ókeypis. Ef salurinn fyllist verður leiklestrinu einnig streymt í forsal leikhússins. Auk þess verður hægt að fylgjast með því streymi á netinu og verða upplýsingar um það birtar síðar. Húsið mun opna kl. 20:00 og er fólk hvatt til að mæta tímanlega. „Við höfum áður gert þetta í tengslum við Rannsóknarskýrslu Alþingis og Guð blessi Ísland,“ segir Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins.Konur í hlutverki karla „Þetta verk verður bara í takt við annað sem við höfum gert í svona málum og verður flutt eins og þetta kemur af kúnni. Okkur fannst viðeigandi að fá konur til að leiklesa karlmennina í samtalinu, sem varpar öðru ljósi á alvarleika orðanna sem þarna koma fram.“ Kristín segir að ákveðið hafi verið að fá sex leikara í verkefnið og munu þær Brynhildur Guðjónsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, og Þórunn Arna Kristjánsdóttir tala fyrir karlmennina og síðan mun leikarinn Hilmar Guðjónsson tala fyrir Önnu Kolbrúnu Árnadóttur. Samtal fjögurra þingmanna Miðflokksins, þeirra Gunnars Braga Sveinssonar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Bergþórs Ólasonar og Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, við þingmenn Flokks fólksins náðist á upptöku sem DV og Stundin hafa undir höndum. „Þetta verða valin atriði sem snúa að umræðunni um kjörinna fulltrúa og önnur atriði sem snú að almenningi. Verkið mun standa yfir í um eina klukkustund,“ segir Kristín en Borgarleikhúsið er í samstarfi við Stundina og hefur fengið aðgang að upptökunni sjálfri sem er yfir þriggja klukkustunda löng. Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
Mánudaginn 3. desember kl. 20:30 mun leikhópur Borgarleikhússins leiklesa hluta úr samtali þingmanna á veitingastaðnum Klaustri en þetta kemur fram í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu en ekki liggur fyrir hvaða aðilar fara með hlutverk þingmannanna sex. Bergur Þór Ingólfsson leikstýrir verkinu. Eins og flestir vita var samtal þeirra tekið upp og hafa fjölmiðlar birt innihald þess síðustu tvo daga. „Eitt af meginhlutverkum leikhússins er að varpa ljósi á málefni líðandi stundar. Með þessum viðburði leitast leikhúsið við að skoða ábyrgð og orðræðu kjörinna fulltrúa í lýðræðislegu samhengi,“ segir í tilkynningunni. Viðburðurinn verður á litla sviðinu í Borgarleikhúsinu og verður öllum opinn og aðgangur ókeypis. Ef salurinn fyllist verður leiklestrinu einnig streymt í forsal leikhússins. Auk þess verður hægt að fylgjast með því streymi á netinu og verða upplýsingar um það birtar síðar. Húsið mun opna kl. 20:00 og er fólk hvatt til að mæta tímanlega. „Við höfum áður gert þetta í tengslum við Rannsóknarskýrslu Alþingis og Guð blessi Ísland,“ segir Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins.Konur í hlutverki karla „Þetta verk verður bara í takt við annað sem við höfum gert í svona málum og verður flutt eins og þetta kemur af kúnni. Okkur fannst viðeigandi að fá konur til að leiklesa karlmennina í samtalinu, sem varpar öðru ljósi á alvarleika orðanna sem þarna koma fram.“ Kristín segir að ákveðið hafi verið að fá sex leikara í verkefnið og munu þær Brynhildur Guðjónsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, og Þórunn Arna Kristjánsdóttir tala fyrir karlmennina og síðan mun leikarinn Hilmar Guðjónsson tala fyrir Önnu Kolbrúnu Árnadóttur. Samtal fjögurra þingmanna Miðflokksins, þeirra Gunnars Braga Sveinssonar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Bergþórs Ólasonar og Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, við þingmenn Flokks fólksins náðist á upptöku sem DV og Stundin hafa undir höndum. „Þetta verða valin atriði sem snúa að umræðunni um kjörinna fulltrúa og önnur atriði sem snú að almenningi. Verkið mun standa yfir í um eina klukkustund,“ segir Kristín en Borgarleikhúsið er í samstarfi við Stundina og hefur fengið aðgang að upptökunni sjálfri sem er yfir þriggja klukkustunda löng.
Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira