Popp-pönk sveitin PUP spilar á Íslandi Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 21. nóvember 2018 14:45 Kanadíska pönksveitin PUP er við það að ljúka mánaðarlöngu tónleikaferðalagi um Evrópu. Aðsend mynd. Kanadíska popp pönk hljómsveitin PUP mun leika fyrir dansi á tónleikastaðnum Húrra 25. nóvember næstkomandi. Nafn sveitarinnar er skammstöfun á Pathetic Use of Potential sem mætti þýða sem Aumkunarverð nýting á hæfileikum. Þessir Toronto-búar eru gríðarlega vinsælir vestanhafs og hafa tónlistarmyndbönd þeirra vakið sérstaka lukku. Í tveimur þeirra leikur Finn Wolfhard sem sló svo eftirminnilega í gegn sem hinn 12 ára gamli Mike Wheeler í þáttunum Stranger Things. Myndbandið við lagið Guilt Trip var meira að segja með fyrstu skrefum Finn í leiklistinni. Það hefur einnig verið endurtekið þema í myndböndum sveitarinnar að meðlimum sveitarinnar sé misþyrmt eða þeir drepnir, eins og í myndböndum við lögin Reservoir og If This Tour Doesn’t Kill You, I Will. Sveitin hefur verið tilnefnd til fjölmargra tónlistarverðlauna í Kanada, og unnið nokkur þeirra. Meðal tilnefninganna hafa minnst fimm verið fyrir metnaðarfull myndbönd. Pönk- og harðkjarnamiðaði flokkurinn Crisis Party Collective standa fyrir tónleikunum og munu íslensku sveitirnar Great Grief og Snowed In hita upp. Hér fyrir neðan má sjá seinna myndbandið sem Finn lék í fyrir PUP-vélina. Tónlist Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Kanadíska popp pönk hljómsveitin PUP mun leika fyrir dansi á tónleikastaðnum Húrra 25. nóvember næstkomandi. Nafn sveitarinnar er skammstöfun á Pathetic Use of Potential sem mætti þýða sem Aumkunarverð nýting á hæfileikum. Þessir Toronto-búar eru gríðarlega vinsælir vestanhafs og hafa tónlistarmyndbönd þeirra vakið sérstaka lukku. Í tveimur þeirra leikur Finn Wolfhard sem sló svo eftirminnilega í gegn sem hinn 12 ára gamli Mike Wheeler í þáttunum Stranger Things. Myndbandið við lagið Guilt Trip var meira að segja með fyrstu skrefum Finn í leiklistinni. Það hefur einnig verið endurtekið þema í myndböndum sveitarinnar að meðlimum sveitarinnar sé misþyrmt eða þeir drepnir, eins og í myndböndum við lögin Reservoir og If This Tour Doesn’t Kill You, I Will. Sveitin hefur verið tilnefnd til fjölmargra tónlistarverðlauna í Kanada, og unnið nokkur þeirra. Meðal tilnefninganna hafa minnst fimm verið fyrir metnaðarfull myndbönd. Pönk- og harðkjarnamiðaði flokkurinn Crisis Party Collective standa fyrir tónleikunum og munu íslensku sveitirnar Great Grief og Snowed In hita upp. Hér fyrir neðan má sjá seinna myndbandið sem Finn lék í fyrir PUP-vélina.
Tónlist Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“