Börn niður í 11 ára fengið óumbeðnar typpamyndir Stefán Árni Pálsson skrifar 21. nóvember 2018 15:30 Sólborg Guðbrandsdóttir heldur utan um Instagram vefinn Fávitar Fjölmörg dæmi eru um að börn, þá sérstaklega stúlkur, fái sendar óumbeðnar kynfæramyndir, brenglaða hugaróra og hótanir um ofbeldi á samfélagsmiðlum. Þetta segir Sólborg Guðbrandsdóttir sem heldur utan um Instagram vefinn Fávitar, en þar birtir hún skjáskot af skilaboðum sem þolendur hins stafræna kynferðisofbeldis senda henni. Á síðunni má finna yfir 400 slík skjáskot og eru mörg skilaboðanna gríðarlega gróf.Fékk sjálf skilaboð fjórtán ára gömul Sólborg byrjaði verkefnið í fyrra og setti í fyrstu aðallega inn skilaboð sem hún hafði fengið sjálf í gegnum tíðina, en henni hafa reglulega borist slík óviðurkvæmileg skilaboð allt frá því hún var fjórtán ára gömul. Síðan vakti fljótt mikla athygli, en undanfarnar vikur hefur fylgjendafjöldinn tvöfaldast og er kominn yfir fjórtán þúsund manns. Kveðst hún fá á annan tug skjáskota sendan á hverjum degi og er samsetning þeirra sem verða fyrir ofbeldinu fjölbreytt. Oftast séu það þó stelpur.„Yngsta stelpan sem hefur sent mér skjáskot er ellefu ára. Hún var að fá óumbeðnar typpamyndir frá einhverjum kalli úti í bæ,“ segir Sólborg.Hótanir um nauðganir mest sláandi Skilaboðin eru send á ýmsum miðlum, en þó sérstaklega á Instagram, Facebook og Snapchat að sögn Sólborgar. Hún segist að einhverju leyti orðin ónæm fyrir því hve hryllilegt það sé að hrærast í kringum slíkt á hverjum degi, en hótanir um nauðganir, sem hún sjái reglulega, slái hana líklega hvað mest. „Mér finnst bara erfitt að segja það upphátt því þetta eru svo viðbjóðsleg skilaboð, en talandi um allar holur á kvenmönnum og alls konar svona viðbjóður. En þetta er kannski bara sex-isminn sem maður sér í klámi og hvernig karlar ráða öllu þar.“ Rætt verður við Sólborgu í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Þar verður m.a. farið yfir verkefnið, skilaboðin, tilfinninguna sem fylgir því að fá slíkan ófögnuð í innhólfið og hvers vegna hún kýs að nafngreina ekki gerendur á síðunni. View this post on Instagram#favitar A post shared by Fávitar (@favitar) on Nov 12, 2018 at 6:40am PST View this post on Instagram@logreglan Er svona taktík til kúgunar ekki ólögleg? Hvað er hægt að gera í svona aðstæðum? #favitar A post shared by Fávitar (@favitar) on Nov 11, 2018 at 6:35am PST Kynferðisofbeldi Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
Fjölmörg dæmi eru um að börn, þá sérstaklega stúlkur, fái sendar óumbeðnar kynfæramyndir, brenglaða hugaróra og hótanir um ofbeldi á samfélagsmiðlum. Þetta segir Sólborg Guðbrandsdóttir sem heldur utan um Instagram vefinn Fávitar, en þar birtir hún skjáskot af skilaboðum sem þolendur hins stafræna kynferðisofbeldis senda henni. Á síðunni má finna yfir 400 slík skjáskot og eru mörg skilaboðanna gríðarlega gróf.Fékk sjálf skilaboð fjórtán ára gömul Sólborg byrjaði verkefnið í fyrra og setti í fyrstu aðallega inn skilaboð sem hún hafði fengið sjálf í gegnum tíðina, en henni hafa reglulega borist slík óviðurkvæmileg skilaboð allt frá því hún var fjórtán ára gömul. Síðan vakti fljótt mikla athygli, en undanfarnar vikur hefur fylgjendafjöldinn tvöfaldast og er kominn yfir fjórtán þúsund manns. Kveðst hún fá á annan tug skjáskota sendan á hverjum degi og er samsetning þeirra sem verða fyrir ofbeldinu fjölbreytt. Oftast séu það þó stelpur.„Yngsta stelpan sem hefur sent mér skjáskot er ellefu ára. Hún var að fá óumbeðnar typpamyndir frá einhverjum kalli úti í bæ,“ segir Sólborg.Hótanir um nauðganir mest sláandi Skilaboðin eru send á ýmsum miðlum, en þó sérstaklega á Instagram, Facebook og Snapchat að sögn Sólborgar. Hún segist að einhverju leyti orðin ónæm fyrir því hve hryllilegt það sé að hrærast í kringum slíkt á hverjum degi, en hótanir um nauðganir, sem hún sjái reglulega, slái hana líklega hvað mest. „Mér finnst bara erfitt að segja það upphátt því þetta eru svo viðbjóðsleg skilaboð, en talandi um allar holur á kvenmönnum og alls konar svona viðbjóður. En þetta er kannski bara sex-isminn sem maður sér í klámi og hvernig karlar ráða öllu þar.“ Rætt verður við Sólborgu í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Þar verður m.a. farið yfir verkefnið, skilaboðin, tilfinninguna sem fylgir því að fá slíkan ófögnuð í innhólfið og hvers vegna hún kýs að nafngreina ekki gerendur á síðunni. View this post on Instagram#favitar A post shared by Fávitar (@favitar) on Nov 12, 2018 at 6:40am PST View this post on Instagram@logreglan Er svona taktík til kúgunar ekki ólögleg? Hvað er hægt að gera í svona aðstæðum? #favitar A post shared by Fávitar (@favitar) on Nov 11, 2018 at 6:35am PST
Kynferðisofbeldi Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið