„Æskan mín einkenndist af mikilli óreiðu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. nóvember 2018 16:45 Heiðar Logi segir sögu sína í myndbandi 66 gráður norður. Saga brimbrettakappans Heiðars Loga Elíassonar er ótrúleg eins og lesendur Vísis fengu að kynnast þegar hann var gestur í Einkalífinu fyrr í þessum mánuði. Þegar Heiðar Logi var aðeins átján ára skipti hann áfengi út fyrir adrenalínið. Eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í skóla vegna erfiðs athyglisbrests fann Heiðar loks leið til að fá útrás fyrir alla orkuna á brimbrettinu og hefur síðan þá ekki litið til baka. Einn helstu bakhjarl Heiðar er fyrirtækið 66 gráður norður og hefur fyrirtækið framleitt myndband tileinkað honum.Sjá einnig:Pabbi var mín besta forvörn„Æskan mín einkenndist af mikilli óreiðu. Ég var með mikinn athyglisbrest og mjög orkumikill. Ég tók út orkuna mína á neikvæðan hátt og var á endanum rekinn úr skóla. Ég var stanslaust á iði, gat varla setið kyrr og náði hvergi að finna fyrir ró innra með mér,“ segir Heiðar í myndbandinu. Hann segist hafa verið settur Rítalín 6 ára og hafi hann róast mikið við það. „Þegar á leið fann ég hvernig mér fannst öll fegurð við áhugaverðar samræður hvarf. Þegar ég var um 15 ára gamall, þá prófaði ég að fara á brimbretti í fyrsta sinn. Þar fann ég loksins, í fyrsta sinn, einhverskonar tól sem gæti hjálpað mér að vera rólegri og þar af leiðandi meira ég sjálfur. Ég gat loks lagst upp í rúm og farið beint að sofa, í stað þess að liggja í rúminu klukkutímum saman með alla þessa orku kraumandi innra með mér. Það var á þeim tímapunkti sem ég áttaði mig á því, að þetta myndi vera mitt eigið líf.“ Hér að neðan má sjá myndbandið um Heiðar Loga. Einkalífið Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
Saga brimbrettakappans Heiðars Loga Elíassonar er ótrúleg eins og lesendur Vísis fengu að kynnast þegar hann var gestur í Einkalífinu fyrr í þessum mánuði. Þegar Heiðar Logi var aðeins átján ára skipti hann áfengi út fyrir adrenalínið. Eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í skóla vegna erfiðs athyglisbrests fann Heiðar loks leið til að fá útrás fyrir alla orkuna á brimbrettinu og hefur síðan þá ekki litið til baka. Einn helstu bakhjarl Heiðar er fyrirtækið 66 gráður norður og hefur fyrirtækið framleitt myndband tileinkað honum.Sjá einnig:Pabbi var mín besta forvörn„Æskan mín einkenndist af mikilli óreiðu. Ég var með mikinn athyglisbrest og mjög orkumikill. Ég tók út orkuna mína á neikvæðan hátt og var á endanum rekinn úr skóla. Ég var stanslaust á iði, gat varla setið kyrr og náði hvergi að finna fyrir ró innra með mér,“ segir Heiðar í myndbandinu. Hann segist hafa verið settur Rítalín 6 ára og hafi hann róast mikið við það. „Þegar á leið fann ég hvernig mér fannst öll fegurð við áhugaverðar samræður hvarf. Þegar ég var um 15 ára gamall, þá prófaði ég að fara á brimbretti í fyrsta sinn. Þar fann ég loksins, í fyrsta sinn, einhverskonar tól sem gæti hjálpað mér að vera rólegri og þar af leiðandi meira ég sjálfur. Ég gat loks lagst upp í rúm og farið beint að sofa, í stað þess að liggja í rúminu klukkutímum saman með alla þessa orku kraumandi innra með mér. Það var á þeim tímapunkti sem ég áttaði mig á því, að þetta myndi vera mitt eigið líf.“ Hér að neðan má sjá myndbandið um Heiðar Loga.
Einkalífið Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira