Upphitun: Partý í Abu Dhabi Bragi Þórðarson skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Þessir þrír eru væntanlega klárir í slaginn um helgina. vísir/getty Lokaumferðin í Formúlu 1 fer fram á Jas Marina brautinni í Abu Dhabi um helgina. Lewis Hamilton og Mercedes hafa nú þegar tryggt sér titlana eftirsóttu en þrátt fyrir það hefur tímabilið verið ótrúlega spennandi. Sebastian Vettel vann fyrsta kappaksturinn á sínum Ferrari í Ástralíu í Mars. Vettel og Hamilton skiptust á fyrsta sætinu í mótinu margoft í sumar. Það voru þó Ferrari og Vettel sem glopruðu sínum möguleikum niður þegar líða tók á haustið. Í síðustu tveimur keppnum hefur það hins vegar verið Max Verstappen á Red Bull sem hefur verið hraðastur. Hollendingurinn vann í Mexíkó en sigrinum var stolið af honum í Brasilíu. Valtteri Bottas kom fyrstur í mark í Abu Dhabi í fyrra á undan liðsfélaga sínum, Lewis Hamilton. Finninn freistir þess að sama verði uppi á teningnum um helgina en þetta er síðasta séns Bottas að vinna keppni árið 2018. Jas Marina brautin er talsvert hröð og skiptir aflið því aðal máli í eyðimörkinni. Nú þegar að báðir titlarnir eru komnir í hús verður aðal áherslan sennilega á þeim skemmtiatriðum sem Abu Dhabi hefur alltaf uppi að bjóða. Við brautina er heill skemmtigarður sérstaklega tileinkaður Formúlu 1. Fimm stjörnu hótel er við brautina og ekki skemmir fyrir að Íslandsvinirnir í Guns and Roses munu loka tímabilinu með stæl á sunnudagskvöldið. Æfingar, tímatökur og kappaksturinn sjálfur verða allt í þráðbeinni á Stöð 2 Sport um helgina. Ræst verður af stað í kappaksturinn klukkan eitt á íslenskum tíma á sunnudaginn. Formúla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Lokaumferðin í Formúlu 1 fer fram á Jas Marina brautinni í Abu Dhabi um helgina. Lewis Hamilton og Mercedes hafa nú þegar tryggt sér titlana eftirsóttu en þrátt fyrir það hefur tímabilið verið ótrúlega spennandi. Sebastian Vettel vann fyrsta kappaksturinn á sínum Ferrari í Ástralíu í Mars. Vettel og Hamilton skiptust á fyrsta sætinu í mótinu margoft í sumar. Það voru þó Ferrari og Vettel sem glopruðu sínum möguleikum niður þegar líða tók á haustið. Í síðustu tveimur keppnum hefur það hins vegar verið Max Verstappen á Red Bull sem hefur verið hraðastur. Hollendingurinn vann í Mexíkó en sigrinum var stolið af honum í Brasilíu. Valtteri Bottas kom fyrstur í mark í Abu Dhabi í fyrra á undan liðsfélaga sínum, Lewis Hamilton. Finninn freistir þess að sama verði uppi á teningnum um helgina en þetta er síðasta séns Bottas að vinna keppni árið 2018. Jas Marina brautin er talsvert hröð og skiptir aflið því aðal máli í eyðimörkinni. Nú þegar að báðir titlarnir eru komnir í hús verður aðal áherslan sennilega á þeim skemmtiatriðum sem Abu Dhabi hefur alltaf uppi að bjóða. Við brautina er heill skemmtigarður sérstaklega tileinkaður Formúlu 1. Fimm stjörnu hótel er við brautina og ekki skemmir fyrir að Íslandsvinirnir í Guns and Roses munu loka tímabilinu með stæl á sunnudagskvöldið. Æfingar, tímatökur og kappaksturinn sjálfur verða allt í þráðbeinni á Stöð 2 Sport um helgina. Ræst verður af stað í kappaksturinn klukkan eitt á íslenskum tíma á sunnudaginn.
Formúla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira