„Skiptir máli að gleyma ekki því fólki sem þjáist og deyr“ Heimsljós kynnir 22. nóvember 2018 11:30 WFP/Jonathan Dumont „Öfluga pólitíska viðleitni þarf til að enda stríðið í Jemen. Almenningur sem er fjarri þessum veruleika verður samdauna síendurteknum fréttum frá átakastöðum og hætta er á að þetta verði ekki fréttnæmt efni lengur. Það skiptir máli að gleyma ekki því fólki sem þjáist og deyr, sem er í sjálfheldu í þessum átökum og hefur enga möguleika á að komast í burtu,“ segir Elín Jakobína Oddsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur og sendifulltrúi fyrir Alþjóðaráð Rauða krossins til margra ára. Elín Jakobína Oddsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur og sendifulltrúi fyrir Alþjóðaráð Rauða krossinsHún segir að börn í Jemen séu í stöðugri hættu, án öryggis, matar, hafi ekki möguleika á skólagöngu og deyi úr sjúkdómum sem vel væri hægt að meðhöndla ef lyf væru við höndina. „Átökin lita allt daglegt líf almennra borgara í Jemen og óhætt er að segja að tíminn sé að renna út fyrir fólk sem lifir í aðstæðum sem það ræður ekkert við.“ Elín var nýlega við störf í Jemen og þekkir því ástandið í landinu af fyrstu hendi. Hún var meðal annars við störf í hafnarborginni Hodeida, þar sem átökin og mannfallið hefur verið einna mest. Þar stóðu nýverið harðar loftárásir yfir og þúsundir hafa misst heimili sín. Elín segir þessar fjölskyldur lifa við hræðilegar aðstæður, „eiga ekkert, aðeins fötin sem þau eru í og lifa á hrísgrjónum eða hveitivatnsblöndu, ef þau þá finna einhvern mat,“ eins og hún segir. Í frétt frá Rauða krossinum á Íslandi segir að sjúkrahús og heilbrigðiskerfi Jemen séu í lamasessi vegna átakanna í landinu. Fram kemur að þegar Elín vann í skurðteyminu í Jemen hafi hún gert margar skurðaðgerðir á fórnarlömbum átakanna, bæði börnum og fullorðnum, aðgerðir á kviðarholi, útlimum, höfði eða aflimun hand- og/eða fótleggja. Slík aflimun sé algeng á stöðum þar sem sprengjum er varpað og þá geti fætur sérstaklega skaðast illa. Alþjóðaráð Rauði Krossinn dreifir mat og drykkjarvatni til fólks, nauðsynlegum hlutum til heimilishalds og setur upp hreinlætisaðstöðu til að koma í veg fyrir að smitsjúkdómar, eins og kólera, blossi upp. Það sem af er ári hefur Rauða krossins veitt 500 þúsund manns mataraðstoð, tryggt yfir tveimur milljónum borgara aðgang að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu. Alþjóðaráð Rauða krossins styrkir starfsemi 15 sjúkrahúsa í Jemen þar sem yfir 14 þúsund særðra hafa fengið heilbrigðisaðstoð. Elín hvetur fólk til þess að leggja sitt af mörkum og senda sms-ið HJALP í 1900 og styrkja mikilvægt starf Rauða krossins í Jemen. Neyðarsöfnun Rauða krossins stendur yfir vegna vopnaðra átaka og yfirvofandi hungursneyðar í Jemen. Eins og áður hefur komið fram er talið að 80% þjóðarinnar, 22 milljónir manna af 27 milljónum, þurfi á aðstoð að halda og 60% skorti mat. Í frétt Rauða krossins segir að 100 börn deyi daglega úr sulti.Hundrað milljónir frá utanríkisráðuneytinuUtanríkisráðuneytið lagði fram 100 milljónir króna í vikunni vegna neyðarástandsins í Jemen. Framlaginu var skipt jafnt á milli tveggja alþjóðastofnana á vettvangi, Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Barnahjálpar SÞ (UNICEF)Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent
„Öfluga pólitíska viðleitni þarf til að enda stríðið í Jemen. Almenningur sem er fjarri þessum veruleika verður samdauna síendurteknum fréttum frá átakastöðum og hætta er á að þetta verði ekki fréttnæmt efni lengur. Það skiptir máli að gleyma ekki því fólki sem þjáist og deyr, sem er í sjálfheldu í þessum átökum og hefur enga möguleika á að komast í burtu,“ segir Elín Jakobína Oddsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur og sendifulltrúi fyrir Alþjóðaráð Rauða krossins til margra ára. Elín Jakobína Oddsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur og sendifulltrúi fyrir Alþjóðaráð Rauða krossinsHún segir að börn í Jemen séu í stöðugri hættu, án öryggis, matar, hafi ekki möguleika á skólagöngu og deyi úr sjúkdómum sem vel væri hægt að meðhöndla ef lyf væru við höndina. „Átökin lita allt daglegt líf almennra borgara í Jemen og óhætt er að segja að tíminn sé að renna út fyrir fólk sem lifir í aðstæðum sem það ræður ekkert við.“ Elín var nýlega við störf í Jemen og þekkir því ástandið í landinu af fyrstu hendi. Hún var meðal annars við störf í hafnarborginni Hodeida, þar sem átökin og mannfallið hefur verið einna mest. Þar stóðu nýverið harðar loftárásir yfir og þúsundir hafa misst heimili sín. Elín segir þessar fjölskyldur lifa við hræðilegar aðstæður, „eiga ekkert, aðeins fötin sem þau eru í og lifa á hrísgrjónum eða hveitivatnsblöndu, ef þau þá finna einhvern mat,“ eins og hún segir. Í frétt frá Rauða krossinum á Íslandi segir að sjúkrahús og heilbrigðiskerfi Jemen séu í lamasessi vegna átakanna í landinu. Fram kemur að þegar Elín vann í skurðteyminu í Jemen hafi hún gert margar skurðaðgerðir á fórnarlömbum átakanna, bæði börnum og fullorðnum, aðgerðir á kviðarholi, útlimum, höfði eða aflimun hand- og/eða fótleggja. Slík aflimun sé algeng á stöðum þar sem sprengjum er varpað og þá geti fætur sérstaklega skaðast illa. Alþjóðaráð Rauði Krossinn dreifir mat og drykkjarvatni til fólks, nauðsynlegum hlutum til heimilishalds og setur upp hreinlætisaðstöðu til að koma í veg fyrir að smitsjúkdómar, eins og kólera, blossi upp. Það sem af er ári hefur Rauða krossins veitt 500 þúsund manns mataraðstoð, tryggt yfir tveimur milljónum borgara aðgang að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu. Alþjóðaráð Rauða krossins styrkir starfsemi 15 sjúkrahúsa í Jemen þar sem yfir 14 þúsund særðra hafa fengið heilbrigðisaðstoð. Elín hvetur fólk til þess að leggja sitt af mörkum og senda sms-ið HJALP í 1900 og styrkja mikilvægt starf Rauða krossins í Jemen. Neyðarsöfnun Rauða krossins stendur yfir vegna vopnaðra átaka og yfirvofandi hungursneyðar í Jemen. Eins og áður hefur komið fram er talið að 80% þjóðarinnar, 22 milljónir manna af 27 milljónum, þurfi á aðstoð að halda og 60% skorti mat. Í frétt Rauða krossins segir að 100 börn deyi daglega úr sulti.Hundrað milljónir frá utanríkisráðuneytinuUtanríkisráðuneytið lagði fram 100 milljónir króna í vikunni vegna neyðarástandsins í Jemen. Framlaginu var skipt jafnt á milli tveggja alþjóðastofnana á vettvangi, Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Barnahjálpar SÞ (UNICEF)Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent