Kubica keppir fyrir Williams á næsta ári Bragi Þórðarson skrifar 23. nóvember 2018 06:00 Robert Kubica er á leið aftur í Formúlu 1. vísir/getty Hinn 33 ára Pólverji Robert Kubica mun keppa fyrir Williams liðið á næsta tímabili. Þetta staðfesti enska liðið í gær. Kubica hefur verið þróunarökumaður liðsins í ár en Pólverjinn hefur ekkert keppt í Formúlu 1 síðan 2010. Endurkoman gæti orðið ein sú magnaðasta í íþróttasögunni. Kubica hefur þurft að ganga í gegnum margt eftir alvarlegt slys sem hann lenti í árið 2011. Þá var Pólverjinn að keppa í ralli er bíll hans fór harkalega utan í girðingu með þeim afleiðingum að girðingin fór í gegnum ökumannsrými bílsins. Kubica slasaðist alvarlega og var um tíma í lífshættu, þá var hann hársbreidd frá því að missa hægri höndina. Þegar horft er á myndbönd innan úr Williams bíl Kubica í prófunum í sumar sést greinilega að Pólverjinn keyrir bara með aðra hönd á stýri. Vissulega er hægri hönd hans á stýrinu en hún gerir lítið gagn. Liðsfélagi Kubica hjá Williams á næsta ári verður hinn ungi George Russell. Það verður áhugavert að sjá hvernig Kubica mun standa sig gegn Russell og hvort Williams nái að bæta sig. Tímabilið í ár er það versta í 41. árs sögu liðsins í Formúlu 1. Formúla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Hinn 33 ára Pólverji Robert Kubica mun keppa fyrir Williams liðið á næsta tímabili. Þetta staðfesti enska liðið í gær. Kubica hefur verið þróunarökumaður liðsins í ár en Pólverjinn hefur ekkert keppt í Formúlu 1 síðan 2010. Endurkoman gæti orðið ein sú magnaðasta í íþróttasögunni. Kubica hefur þurft að ganga í gegnum margt eftir alvarlegt slys sem hann lenti í árið 2011. Þá var Pólverjinn að keppa í ralli er bíll hans fór harkalega utan í girðingu með þeim afleiðingum að girðingin fór í gegnum ökumannsrými bílsins. Kubica slasaðist alvarlega og var um tíma í lífshættu, þá var hann hársbreidd frá því að missa hægri höndina. Þegar horft er á myndbönd innan úr Williams bíl Kubica í prófunum í sumar sést greinilega að Pólverjinn keyrir bara með aðra hönd á stýri. Vissulega er hægri hönd hans á stýrinu en hún gerir lítið gagn. Liðsfélagi Kubica hjá Williams á næsta ári verður hinn ungi George Russell. Það verður áhugavert að sjá hvernig Kubica mun standa sig gegn Russell og hvort Williams nái að bæta sig. Tímabilið í ár er það versta í 41. árs sögu liðsins í Formúlu 1.
Formúla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira