FIFA skoðar möguleikann á að hafa HM á tveggja ára fresti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2018 10:00 Frakkinn Kyliane Mbappe gæti spilað á mjög mörgum HM verði þessi breyting að veruleika. Vísir/Getty Tillaga er nú inn á borði hjá FIFA um að hafa aðeins tvö ár á milli heimsmmeistarakeppna í knattspyrnu karla í stað fjögurra eins og það hefur verið allra tíð frá fyrstu HM í fótbolta árið 1930. New York Times fjallar um málið en hugmyndin er komin frá Knattspyrnusambandi Suður-Ameríku. Alejandro Dominguez, forseti Conmebol, talar fyrir þessari breytingu í samtali við blaðið.FIFA Considering Proposal to Stage World Cup Every Two Years https://t.co/CAqRMAqXnbpic.twitter.com/CfW5R3GBFG — NYT Sports (@NYTSports) November 25, 2018Alejandro Dominguez, forseti Knattspyrnusambands Suður-Ameríku, er á því að það sé miklu sniðugra að fjölga heimsmeistarakeppnum en að vera með keppnir eins og Þjóðadeildina. Aleksander Ceferin, forseti UEFA, hefur talað fyrir þeirri framtíðarsýn að þjóðirnar í Suður-Ameríku komi á einhverjum tímapunkti inn í Þjóðadeild Evrópu. Dominguez, sem er frá Paragvæ, er ekki á móti þeirri hugmynd en segist vera miklu hrifnari af því að spila HM á tveggja ára fresti. „Ég segi aldrei nei, ég segi alltaf: Af hverju ekki,“ sagði Alejandro Dominguez við New York Times. „Menn vilja búa til Þjóðadeild fyrir allan heiminn og við styðjum alveg slíka hugmynd. Við lögðum samt á móti inn tillögu um að hafa HM frekar á tveggja ára fresti. Í stað þess að hafa þessa Þjóðadeild á milli af hverju ekki að hafa fleiri heimsmeistarakeppnir,“ sagði Dominguez. „Eins og fyrirkomulagið er núna þá ná leikmenn ekki að spila nema tvær heimsmeistarakeppnir. Hérna er tækifæri svo leikmenn fái að spila á fleiri HM,“ sagði Dominguez. Næsta HM fer fram í Katar 2022 og eins og er munu 32 þjóðir taka þátt í henni. HM 2026 fer síðan fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada og þar verða 48 þjóðir í úrslitakeppninni. Þessi breyting á árum á milli HM mun því ekki koma til fyrr en fyrsta lagi árið 2028. Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur verið óhræddur að nefna til stórar breytingar á keppnum sambandsins og hefur greinilega augastað á því að auka tekjur sambandsins enn frekar. Góð leið í að komast í meiri pening væri vissulega að halda tvöfalt fleiri heimsmeistarakeppnir. Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA, talaði fyrir þessari breytingu í kringum aldarmótin en hún fékk aldrei alvöru fylgi innan alþjóðafótboltans. Hvort að Gianni Infantino takist að koma þessu í gegn verður fróðlegt að fylgjast með. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Fleiri fréttir „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sjá meira
Tillaga er nú inn á borði hjá FIFA um að hafa aðeins tvö ár á milli heimsmmeistarakeppna í knattspyrnu karla í stað fjögurra eins og það hefur verið allra tíð frá fyrstu HM í fótbolta árið 1930. New York Times fjallar um málið en hugmyndin er komin frá Knattspyrnusambandi Suður-Ameríku. Alejandro Dominguez, forseti Conmebol, talar fyrir þessari breytingu í samtali við blaðið.FIFA Considering Proposal to Stage World Cup Every Two Years https://t.co/CAqRMAqXnbpic.twitter.com/CfW5R3GBFG — NYT Sports (@NYTSports) November 25, 2018Alejandro Dominguez, forseti Knattspyrnusambands Suður-Ameríku, er á því að það sé miklu sniðugra að fjölga heimsmeistarakeppnum en að vera með keppnir eins og Þjóðadeildina. Aleksander Ceferin, forseti UEFA, hefur talað fyrir þeirri framtíðarsýn að þjóðirnar í Suður-Ameríku komi á einhverjum tímapunkti inn í Þjóðadeild Evrópu. Dominguez, sem er frá Paragvæ, er ekki á móti þeirri hugmynd en segist vera miklu hrifnari af því að spila HM á tveggja ára fresti. „Ég segi aldrei nei, ég segi alltaf: Af hverju ekki,“ sagði Alejandro Dominguez við New York Times. „Menn vilja búa til Þjóðadeild fyrir allan heiminn og við styðjum alveg slíka hugmynd. Við lögðum samt á móti inn tillögu um að hafa HM frekar á tveggja ára fresti. Í stað þess að hafa þessa Þjóðadeild á milli af hverju ekki að hafa fleiri heimsmeistarakeppnir,“ sagði Dominguez. „Eins og fyrirkomulagið er núna þá ná leikmenn ekki að spila nema tvær heimsmeistarakeppnir. Hérna er tækifæri svo leikmenn fái að spila á fleiri HM,“ sagði Dominguez. Næsta HM fer fram í Katar 2022 og eins og er munu 32 þjóðir taka þátt í henni. HM 2026 fer síðan fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada og þar verða 48 þjóðir í úrslitakeppninni. Þessi breyting á árum á milli HM mun því ekki koma til fyrr en fyrsta lagi árið 2028. Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur verið óhræddur að nefna til stórar breytingar á keppnum sambandsins og hefur greinilega augastað á því að auka tekjur sambandsins enn frekar. Góð leið í að komast í meiri pening væri vissulega að halda tvöfalt fleiri heimsmeistarakeppnir. Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA, talaði fyrir þessari breytingu í kringum aldarmótin en hún fékk aldrei alvöru fylgi innan alþjóðafótboltans. Hvort að Gianni Infantino takist að koma þessu í gegn verður fróðlegt að fylgjast með.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Fleiri fréttir „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sjá meira