Menningarteiti Teits haldið þriðja árið í röð Stefán Þór Hjartarson skrifar 28. nóvember 2018 07:00 Teitur Magnússon hefur haldið uppi merki menningarinnar í þrjú ár. fréttablaðið/ernir Árlegt menningarkvöld Teits Magnússonar fer fram á Vínyl við Hverfisgötu nú í kvöld klukkan átta. Teitur heldur þessa veislu sína þriðja árið í röð – vaninn hefur verið að þarna mæti skáld og lesi úr sínum verkum og Teitur bregður ekki út af vananum þetta árið – nema ef skyldi vera að hann sjálfur er í þetta sinn með smá útgáfu sem hann ætlar sér að koma á framfæri. „Ég er búinn að halda þessi menningarkvöld fyrir jól núna síðustu þrjú ár. Það hefur alltaf verið mikil dagskrá en núna vill svo til að ég er sjálfur að gefa út – ég er að fara að frumsýna myndband sem Haukur Valdimar Pálsson gerði fyrir mig. Hann klippti það úr filmum sem pabbi hans átti og hafði verið að taka upp af fjölskyldunni sinni. Fjölskyldan hans Hauks mun fjölmenna þarna og mögulega bregða á leik – þannig að það verður eins konar fjölskylduþema. Svo eru í myndbandinu líka upptökur úr minni æsku og þessu blandað saman. Svo mun ég þeyta skífum og spjalla við þau skáld sem mæta, þannig að þetta verður líka lifandi spjallþáttur. Haukur mun svo líka bregða á leik og vera með eins konar gjörning,“ segir Teitur aðspurður að því hvernig dagskráin í ár líti út. Myndbandið er við lagið Kollgátan af nýjustu plötu Teits, Orna, en hún kom út fyrr á árinu við góðar viðtökur. Uppstilling skálda sem munu mæta til teitisins er ekki alveg á hreinu segir Teitur og því verður það að einhverju leyti að koma á óvart. „Þetta verður allt frekar óvænt – ég er búinn að tala við hóp af skáldum og einhverjir búnir að staðfesta, aðrir jákvæðir og líklegir. Ásdís Halla sem var að gefa út bókina Hornauga er að minnsta kosti að fara að mæta.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Fleiri fréttir Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Sjá meira
Árlegt menningarkvöld Teits Magnússonar fer fram á Vínyl við Hverfisgötu nú í kvöld klukkan átta. Teitur heldur þessa veislu sína þriðja árið í röð – vaninn hefur verið að þarna mæti skáld og lesi úr sínum verkum og Teitur bregður ekki út af vananum þetta árið – nema ef skyldi vera að hann sjálfur er í þetta sinn með smá útgáfu sem hann ætlar sér að koma á framfæri. „Ég er búinn að halda þessi menningarkvöld fyrir jól núna síðustu þrjú ár. Það hefur alltaf verið mikil dagskrá en núna vill svo til að ég er sjálfur að gefa út – ég er að fara að frumsýna myndband sem Haukur Valdimar Pálsson gerði fyrir mig. Hann klippti það úr filmum sem pabbi hans átti og hafði verið að taka upp af fjölskyldunni sinni. Fjölskyldan hans Hauks mun fjölmenna þarna og mögulega bregða á leik – þannig að það verður eins konar fjölskylduþema. Svo eru í myndbandinu líka upptökur úr minni æsku og þessu blandað saman. Svo mun ég þeyta skífum og spjalla við þau skáld sem mæta, þannig að þetta verður líka lifandi spjallþáttur. Haukur mun svo líka bregða á leik og vera með eins konar gjörning,“ segir Teitur aðspurður að því hvernig dagskráin í ár líti út. Myndbandið er við lagið Kollgátan af nýjustu plötu Teits, Orna, en hún kom út fyrr á árinu við góðar viðtökur. Uppstilling skálda sem munu mæta til teitisins er ekki alveg á hreinu segir Teitur og því verður það að einhverju leyti að koma á óvart. „Þetta verður allt frekar óvænt – ég er búinn að tala við hóp af skáldum og einhverjir búnir að staðfesta, aðrir jákvæðir og líklegir. Ásdís Halla sem var að gefa út bókina Hornauga er að minnsta kosti að fara að mæta.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Fleiri fréttir Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Sjá meira