Snjallsímaöpp eru eins misjöfn og þau eru mörg. Sumir vilja kannski meina að kynlíf og snjallsíminn eigi ekki vel saman en aðrir eru augljóslega ekki sammála.
Vefsíðan Mashable hefur tekið saman sjö öpp sem hægt er að nota í forleik.
Alveg frá því að nota símann sem fjarstýringu á kynlífstæki yfir í aðstoð við dónalegt tal. Þetta er allt hægt með símanum.
Hér að neðan má sjá hvað öpp er um að ræða.
1. Dirty Game - Hot Truth or DareSannleikurinn eða kontór.2. KinduKindu er í raun app eins og Tinder nema fyrir pör sem vilja prófa nýja hluti.3. OhMiBodMeð OhMiBod er hægt að tengja allskyns hjálpartæki ástarlífsins við símann í gegnum bluetooth eða þrjáðlaust net. Þá er í raun hægt að vera í forleik í sitthvorri heimsálfunni.4. DesireDesire er app með allskonar kynlífsleikjum. Áskoranir og t.d. ákveðnar reglur þegar kemur að klæðaburði.5. iKamasutraiKamasutra er kynlífsstellingaapp.6. Pleasure MachinePleasure Machine er í raun einskonar spilakassi þar sem maður fær vinninga tengt kynlífi.7. Honi Honi er app fyrir pör sem vilja krydda upp á kynlífið.