Friðrik Ómar segir ummæli Gunnars Braga fyndin og steikti smokk upp úr smjöri Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 29. nóvember 2018 13:25 Söngvarnn góðkunni segir ummælin dapur fyrir ungt hinsegin fólk en ætlar ekki að taka þau persónulega. Friðrik Ómar Hjörleifsson segist ekki taka ummæli Gunnars Braga Sveinssonar í sinn garð persónulega. Honum finnst orðræðan leiðinleg fyrir hönd ungs fólks sem sé að íhuga að koma út úr skápnum, en hann hefur sjálfur ákveðið að hafa gaman af málinu. „Mér finnst þetta fyndið. Það var það fyrsta sem mér datt í hug. Þetta fær ekki á mig sko og ég tek þessu ekki persónulega, alls ekki,“ sagði Friðrik Ómar í samtali við Sigga Gunnars á K100 í morgun. Í upptöku af samræðum hóps þingmanna á Klaustur bar sagði Gunnar Bragi að Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra hefði sloppið í gegn „eins og smjör á smokknum hjá honum þarna Friðriki Ómari,“ í umfjöllun fjölmiðla þegar Geir var skipaður sendiherra Íslands í Washington.Sjá einnig:Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins „Mér finnst þetta kannski bara leiðinlegt af því að ég held að hann hafi bara gripið nafn mitt á lofti fyrir hönd okkar hinsegin fólks,“ segir Friðrik Ómar.Leiðinlegt fyrir ungt fólk sem ætlar að koma út úr skápnum Hann segist telja að kynhneigð hans hafi verið þar sem skipti máli í ummælum þingmannsins. „Ég held að Gunnari Braga sé ekki illa við mig persónulega, ég held þetta snúist ekkert um það. En allt svona finnst mér leiðinlegt fyrir ungt fólk sem ætlar að stíga skrefið og koma út úr skápnum.“ Söngvarinn góðkunni segist vera orðinn ýmsu vanur sem opinber persóna. „En svona er þetta greinilega og ég hugsaði líka með mér að maður hefur nú sagt ýmislegt og talað um fólk og sagt eitthvað við fólk beint og þurft að biðjast afsökunar. Þetta náttúrulega er frekar dapurt líka að það sé verið að taka upp samskipti, sérstakt,“ segir hann. „Eins og ég segi, ég ber engan kala til Gunnars Braga Sveinssonar. Þetta er bara dapurt.“Ætlar að hafa gaman af þessu Hann segir þó að hann dáist að hugmyndaflugi þingmannsins. „Hann gerir bara ráð fyrir því að ég noti smokka væntanlega. Það er styttra síðan ég notaði smjör, ég gerði steiktan fisk í raspi í fyrrakvöld og setti á Instagram. Kannski er hann að fylgjast með mér á Instagram,“ sagði Friðrik Ómar og hló.Sjá einnig:Hafa Klaustursmálið í flimtingum: „Notar Gunnar Bragi þá smjör sem sleipiefni?“ Hann segist jafnframt hafa tekið upp á því í gærkvöldi að bræða smjör í potti og stekja smokk upp úr smjöri. „Hann var svolítið fljótur að verða skrítinn. Þetta var það síðasta sem ég gerði áður en ég fór að sofa í gær. Ég einhvern veginn bara eyddi þessu máli.“ „Ég ætla bara að hafa gaman af þessu. Mér finnst þetta fyndið, svona persónulega gagnvart mér. En leiðinlegt fyrir orðræðuna.“ Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sigga Dögg segir smjör afleitt sleipiefni Kynfræðingurinn Sigga Dögg er með áríðandi tilkynningu á Facebook-síðu sinni en þar segir hún að smjör sé ekki gott sleipiefni. 29. nóvember 2018 13:30 Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Gunnar Bragi: „Mér dauðbrá þegar ég heyrði þetta“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að honum hafi sjálfum brugðið þegar hann hafi séð fréttir upp úr samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur bar. Hann muni ekki allt sem fór þar fram. 29. nóvember 2018 09:44 Hafa Klaustursmálið í flimtingum: „Notar Gunnar Bragi þá smjör sem sleipiefni?“ Í gærkvöldi birtu dagblöðin DV og Stundin fréttir upp úr samtali sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins úr leynilegum upptökum sem voru gerðar á hótelbar. 29. nóvember 2018 09:30 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Fleiri fréttir Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Sjá meira
Friðrik Ómar Hjörleifsson segist ekki taka ummæli Gunnars Braga Sveinssonar í sinn garð persónulega. Honum finnst orðræðan leiðinleg fyrir hönd ungs fólks sem sé að íhuga að koma út úr skápnum, en hann hefur sjálfur ákveðið að hafa gaman af málinu. „Mér finnst þetta fyndið. Það var það fyrsta sem mér datt í hug. Þetta fær ekki á mig sko og ég tek þessu ekki persónulega, alls ekki,“ sagði Friðrik Ómar í samtali við Sigga Gunnars á K100 í morgun. Í upptöku af samræðum hóps þingmanna á Klaustur bar sagði Gunnar Bragi að Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra hefði sloppið í gegn „eins og smjör á smokknum hjá honum þarna Friðriki Ómari,“ í umfjöllun fjölmiðla þegar Geir var skipaður sendiherra Íslands í Washington.Sjá einnig:Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins „Mér finnst þetta kannski bara leiðinlegt af því að ég held að hann hafi bara gripið nafn mitt á lofti fyrir hönd okkar hinsegin fólks,“ segir Friðrik Ómar.Leiðinlegt fyrir ungt fólk sem ætlar að koma út úr skápnum Hann segist telja að kynhneigð hans hafi verið þar sem skipti máli í ummælum þingmannsins. „Ég held að Gunnari Braga sé ekki illa við mig persónulega, ég held þetta snúist ekkert um það. En allt svona finnst mér leiðinlegt fyrir ungt fólk sem ætlar að stíga skrefið og koma út úr skápnum.“ Söngvarinn góðkunni segist vera orðinn ýmsu vanur sem opinber persóna. „En svona er þetta greinilega og ég hugsaði líka með mér að maður hefur nú sagt ýmislegt og talað um fólk og sagt eitthvað við fólk beint og þurft að biðjast afsökunar. Þetta náttúrulega er frekar dapurt líka að það sé verið að taka upp samskipti, sérstakt,“ segir hann. „Eins og ég segi, ég ber engan kala til Gunnars Braga Sveinssonar. Þetta er bara dapurt.“Ætlar að hafa gaman af þessu Hann segir þó að hann dáist að hugmyndaflugi þingmannsins. „Hann gerir bara ráð fyrir því að ég noti smokka væntanlega. Það er styttra síðan ég notaði smjör, ég gerði steiktan fisk í raspi í fyrrakvöld og setti á Instagram. Kannski er hann að fylgjast með mér á Instagram,“ sagði Friðrik Ómar og hló.Sjá einnig:Hafa Klaustursmálið í flimtingum: „Notar Gunnar Bragi þá smjör sem sleipiefni?“ Hann segist jafnframt hafa tekið upp á því í gærkvöldi að bræða smjör í potti og stekja smokk upp úr smjöri. „Hann var svolítið fljótur að verða skrítinn. Þetta var það síðasta sem ég gerði áður en ég fór að sofa í gær. Ég einhvern veginn bara eyddi þessu máli.“ „Ég ætla bara að hafa gaman af þessu. Mér finnst þetta fyndið, svona persónulega gagnvart mér. En leiðinlegt fyrir orðræðuna.“
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sigga Dögg segir smjör afleitt sleipiefni Kynfræðingurinn Sigga Dögg er með áríðandi tilkynningu á Facebook-síðu sinni en þar segir hún að smjör sé ekki gott sleipiefni. 29. nóvember 2018 13:30 Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Gunnar Bragi: „Mér dauðbrá þegar ég heyrði þetta“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að honum hafi sjálfum brugðið þegar hann hafi séð fréttir upp úr samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur bar. Hann muni ekki allt sem fór þar fram. 29. nóvember 2018 09:44 Hafa Klaustursmálið í flimtingum: „Notar Gunnar Bragi þá smjör sem sleipiefni?“ Í gærkvöldi birtu dagblöðin DV og Stundin fréttir upp úr samtali sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins úr leynilegum upptökum sem voru gerðar á hótelbar. 29. nóvember 2018 09:30 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Fleiri fréttir Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Sjá meira
Sigga Dögg segir smjör afleitt sleipiefni Kynfræðingurinn Sigga Dögg er með áríðandi tilkynningu á Facebook-síðu sinni en þar segir hún að smjör sé ekki gott sleipiefni. 29. nóvember 2018 13:30
Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17
Gunnar Bragi: „Mér dauðbrá þegar ég heyrði þetta“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að honum hafi sjálfum brugðið þegar hann hafi séð fréttir upp úr samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur bar. Hann muni ekki allt sem fór þar fram. 29. nóvember 2018 09:44
Hafa Klaustursmálið í flimtingum: „Notar Gunnar Bragi þá smjör sem sleipiefni?“ Í gærkvöldi birtu dagblöðin DV og Stundin fréttir upp úr samtali sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins úr leynilegum upptökum sem voru gerðar á hótelbar. 29. nóvember 2018 09:30
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“