Guðni: Raunverulegur möguleiki að heimaleikir íslenskra liða verði leiknir utan landsteinanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2018 14:30 Guðni Bergsson og Gianni Infantino, forseti FIFA. Vísir/Getty Guðni Bergsson, formaður KSÍ, skrifar pistil inn á heimasíðu KSÍ, þar sem hann fer yfir fyrstu tuttugu mánuðina í starfi sínu í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands. Guðni skrifar það mun þessa tuttugu lærdómsríku mánuði þar sem hann segir að margt hafi verið gert til að styrkja stoðir íslenskrar knattspyrnu til langs tíma. Guðni skrifar líka um heimavöll íslenska landsliðsins en hann hefur talað fyrir nýjum Laugardalsvelli frá því að hann tók við. „Nýr Laugardalsvöllur er hluti af þessari stefnumörkun og framtíðarsýn. Við bindum vonir við að vinna undirbúningsfélags, sem ákveða á framtíð leikvangsins, hefjist fyrir árslok. Við þurfum þjóðarleikvang sem uppfyllir allar kröfur til leikja í alþjóðlegum mótum og tryggir okkur sem besta umgjörð fyrir landsleiki, bikarúrslitaleiki og Evrópuleiki félagsliða, eins og við á. Um það erum við öll sammála,“ skrifaði Guðni en hann nefnir líka möguleikann á því að íslenska landsliðið gæti þurft að spila heimaleiki sína utan Íslands. Undankeppni næsta Evrópumóts hefst í mars og líkur í nóvember á næsta ári. Íslenska landsliðið er ekki að fara að spila á Laugardalsvelli í mars og líklega ekki í nóvember. KSÍ mun væntanlega vinna í því að fá alla heimaleikina færða inn á sumarið en um það þarf hinsvegar að semja. „Út frá knattspyrnulegu sjónarmiði er óhugsandi að heimaleikir íslenskra liða í alþjóðlegum mótum á vetrardögum verði leiknir utan landsteinanna, en það er þó raunverulegur möguleiki. Við verðum að tryggja að ráðist verði í þetta mikilvæga verkefni og því lokið eins fljótt og mögulegt er,“ skrifaði Guðni. Það má lesa allan pistilinn hér. EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, skrifar pistil inn á heimasíðu KSÍ, þar sem hann fer yfir fyrstu tuttugu mánuðina í starfi sínu í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands. Guðni skrifar það mun þessa tuttugu lærdómsríku mánuði þar sem hann segir að margt hafi verið gert til að styrkja stoðir íslenskrar knattspyrnu til langs tíma. Guðni skrifar líka um heimavöll íslenska landsliðsins en hann hefur talað fyrir nýjum Laugardalsvelli frá því að hann tók við. „Nýr Laugardalsvöllur er hluti af þessari stefnumörkun og framtíðarsýn. Við bindum vonir við að vinna undirbúningsfélags, sem ákveða á framtíð leikvangsins, hefjist fyrir árslok. Við þurfum þjóðarleikvang sem uppfyllir allar kröfur til leikja í alþjóðlegum mótum og tryggir okkur sem besta umgjörð fyrir landsleiki, bikarúrslitaleiki og Evrópuleiki félagsliða, eins og við á. Um það erum við öll sammála,“ skrifaði Guðni en hann nefnir líka möguleikann á því að íslenska landsliðið gæti þurft að spila heimaleiki sína utan Íslands. Undankeppni næsta Evrópumóts hefst í mars og líkur í nóvember á næsta ári. Íslenska landsliðið er ekki að fara að spila á Laugardalsvelli í mars og líklega ekki í nóvember. KSÍ mun væntanlega vinna í því að fá alla heimaleikina færða inn á sumarið en um það þarf hinsvegar að semja. „Út frá knattspyrnulegu sjónarmiði er óhugsandi að heimaleikir íslenskra liða í alþjóðlegum mótum á vetrardögum verði leiknir utan landsteinanna, en það er þó raunverulegur möguleiki. Við verðum að tryggja að ráðist verði í þetta mikilvæga verkefni og því lokið eins fljótt og mögulegt er,“ skrifaði Guðni. Það má lesa allan pistilinn hér.
EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira