Meiðslalistinn lengist enn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. nóvember 2018 08:00 Gylfi Þór meiddist í leik Everton um helgina vísir/vilhelm Eftir tímabil þar sem þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gátu oftast stillt upp sama eða svipuðu byrjunarliði leik eftir leik blasir annar veruleiki við Erik Hamrén í dag. Hvorki fleiri né færri en átta leikmenn, sem væru alla jafna í hópnum, verða fjarverandi gegn Belgíu í Þjóðadeildinni og vináttulandsleiknum gegn Katar á næstu dögum vegna meiðsla. Síðan Hamrén tók við hefur hann aldrei getað teflt fram sínu sterkasta liði en ástandið er sérstaklega slæmt núna. Meiðsladraugurinn ásækir íslenska liðið af miklum krafti þessi dægrin. Gylfi Þór Sigurðsson var síðastur til að bætast á meiðslalistann en hann meiddist í leik Everton og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Daginn áður meiddist Jóhann Berg Guðmundsson í leik Burnley og Leicester City. Tveir af þremur Íslendingum í ensku úrvalsdeildinni verða því fjarverandi í leikjunum gegn Belgíu og Katar. Aron Einar Gunnarsson er hins vegar kominn aftur inn í hópinn í fyrsta sinn frá HM í sumar. Hann leikur gegn Belgíu en fær frí gegn Katar. Fyrir utan Gylfa og Jóhann Berg eru Emil Hallfreðsson, Ragnar Sigurðsson, Jón Daði Böðvarsson, Björn Bergmann Sigurðarson, Hólmar Örn Eyjólfsson og Rúnar Már Sigurjónsson meiddir. Sjö af þessum átta leikmönnum voru í HM-hópnum í sumar. Leikmennirnir átta sem eru á meiðslalistanum hafa samtals leikið 375 landsleiki, eða 46,9 að meðaltali á mann. Þeir 24 leikmenn sem eru í íslenska hópnum, eins og hann lítur út í dag, eiga að meðaltali 30,4 landsleiki að baki. Reynslan hefur því oft verið meiri í íslenska hópnum en akkúrat núna. Tveir leikmenn í íslenska hópnum (Jón Dagur Þorsteinsson og Arnór Sigurðsson) hafa ekki enn leikið landsleik. Sjö leikmenn (Rúnar Alex Rúnarsson, Hjörtur Hermannsson, Guðmundur Þórarinsson, Guðlaugur Victor Pálsson, Samúel Kári Friðjónsson, Albert Guðmundsson og Andri Rúnar Bjarnason) hafa leikið á bilinu tvo til níu landsleiki. Það verða viðbrigði að sjá íslensku vörnina án Ragnars Sigurðssonar. Hann hefur leikið 43 keppnisleiki með landsliðinu í röð og ekki misst af keppnisleik síðan 2011. Ragnar lék alla tíu leikina í undankeppni HM 2014 og 2018, tvo umspilsleiki gegn Króatíu fyrir HM 2014, tíu leiki í undankeppni EM 2016, leikina fimm á EM 2016, þrjá leiki á HM 2018 og leikina þrjá í Þjóðadeildinni í ár. Fastlega má gera ráð fyrir því að Kári Árnason og Sverrir Ingi Ingason standi vaktina í miðri vörn Íslands gegn Belgíu. Í leikjunum þremur í Þjóðadeildinni hefur Hamrén notað 22 leikmenn. Til samanburðar notaði Heimir Hallgrímsson 22 leikmenn í tíu leikjum í undankeppni HM 2018. Það er bót í máli að úrslit leiksins gegn ógnarsterku liði Belga skipta litlu. Ísland er fallið úr A-deild Þjóðadeildarinnar eftir að hafa tapað fyrstu þremur leikjum sínum í keppninni. Leikurinn gegn Katar er svo vináttulandsleikur. Aðrir leikmenn en þeir sem hafa skipað íslenska landsliðið á síðustu árum fá núna tækifæri til að spreyta sig og Hamrén ætti að vera nær því að finna hvaða hesta hann getur veðjað á í undankeppni EM 2020. Birtist í Fréttablaðinu Þjóðadeild UEFA Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira
Eftir tímabil þar sem þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gátu oftast stillt upp sama eða svipuðu byrjunarliði leik eftir leik blasir annar veruleiki við Erik Hamrén í dag. Hvorki fleiri né færri en átta leikmenn, sem væru alla jafna í hópnum, verða fjarverandi gegn Belgíu í Þjóðadeildinni og vináttulandsleiknum gegn Katar á næstu dögum vegna meiðsla. Síðan Hamrén tók við hefur hann aldrei getað teflt fram sínu sterkasta liði en ástandið er sérstaklega slæmt núna. Meiðsladraugurinn ásækir íslenska liðið af miklum krafti þessi dægrin. Gylfi Þór Sigurðsson var síðastur til að bætast á meiðslalistann en hann meiddist í leik Everton og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Daginn áður meiddist Jóhann Berg Guðmundsson í leik Burnley og Leicester City. Tveir af þremur Íslendingum í ensku úrvalsdeildinni verða því fjarverandi í leikjunum gegn Belgíu og Katar. Aron Einar Gunnarsson er hins vegar kominn aftur inn í hópinn í fyrsta sinn frá HM í sumar. Hann leikur gegn Belgíu en fær frí gegn Katar. Fyrir utan Gylfa og Jóhann Berg eru Emil Hallfreðsson, Ragnar Sigurðsson, Jón Daði Böðvarsson, Björn Bergmann Sigurðarson, Hólmar Örn Eyjólfsson og Rúnar Már Sigurjónsson meiddir. Sjö af þessum átta leikmönnum voru í HM-hópnum í sumar. Leikmennirnir átta sem eru á meiðslalistanum hafa samtals leikið 375 landsleiki, eða 46,9 að meðaltali á mann. Þeir 24 leikmenn sem eru í íslenska hópnum, eins og hann lítur út í dag, eiga að meðaltali 30,4 landsleiki að baki. Reynslan hefur því oft verið meiri í íslenska hópnum en akkúrat núna. Tveir leikmenn í íslenska hópnum (Jón Dagur Þorsteinsson og Arnór Sigurðsson) hafa ekki enn leikið landsleik. Sjö leikmenn (Rúnar Alex Rúnarsson, Hjörtur Hermannsson, Guðmundur Þórarinsson, Guðlaugur Victor Pálsson, Samúel Kári Friðjónsson, Albert Guðmundsson og Andri Rúnar Bjarnason) hafa leikið á bilinu tvo til níu landsleiki. Það verða viðbrigði að sjá íslensku vörnina án Ragnars Sigurðssonar. Hann hefur leikið 43 keppnisleiki með landsliðinu í röð og ekki misst af keppnisleik síðan 2011. Ragnar lék alla tíu leikina í undankeppni HM 2014 og 2018, tvo umspilsleiki gegn Króatíu fyrir HM 2014, tíu leiki í undankeppni EM 2016, leikina fimm á EM 2016, þrjá leiki á HM 2018 og leikina þrjá í Þjóðadeildinni í ár. Fastlega má gera ráð fyrir því að Kári Árnason og Sverrir Ingi Ingason standi vaktina í miðri vörn Íslands gegn Belgíu. Í leikjunum þremur í Þjóðadeildinni hefur Hamrén notað 22 leikmenn. Til samanburðar notaði Heimir Hallgrímsson 22 leikmenn í tíu leikjum í undankeppni HM 2018. Það er bót í máli að úrslit leiksins gegn ógnarsterku liði Belga skipta litlu. Ísland er fallið úr A-deild Þjóðadeildarinnar eftir að hafa tapað fyrstu þremur leikjum sínum í keppninni. Leikurinn gegn Katar er svo vináttulandsleikur. Aðrir leikmenn en þeir sem hafa skipað íslenska landsliðið á síðustu árum fá núna tækifæri til að spreyta sig og Hamrén ætti að vera nær því að finna hvaða hesta hann getur veðjað á í undankeppni EM 2020.
Birtist í Fréttablaðinu Þjóðadeild UEFA Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira