Formúlu-uppgjör: Allt á suðupunkti í Brasilíu Bragi Þórðarson skrifar 14. nóvember 2018 06:00 Hamilton fagnar enn einum sigrinum um helgina. vísir/getty Í tíunda skiptið á árinu var það heimsmeistarinn Lewis Hamilton sem stóð uppi sem sigurvegari í Formúlu 1 kappakstri helgarinnar. Keppnin í Brasilíu var afar spennandi þar sem aðeins fimm sekúndur skildu að fyrstu fjóra ökumennina. Með sigrinum tryggði Lewis Hamilton liði sínu, Mercedes, heimsmeistaratitil bílasmiða fimmta árið í röð. Aðeins einu sinni áður hefur það skeð að lið vinni fimm titla í röð, árangur sem að Ferrari náði er það vann sex sinnum í röð frá árunum 1999 til 2004. Í öðru sæti á eftir Hamilton kom Max Verstappen á Red Bull. Verstappen keyrði listavel á sunnudaginn og leiddi kappaksturinn örugglega framan af, þrátt fyrir að ræsa aðeins fimmti.Max lenti í vandræðum um helgina og var sigurinn tekinn af honum.vísir/gettySigurinn tekinn af Verstappen Á 44. hring kappakstursins var Max að hringa hægfara Force India bíl Esteban Occon sem endaði með ósköpum. Verstappen var kominn framúr í fyrstu beygju en í næstu beygju gaf Occon ekki tommu eftir og klessti inn í hlið Red Bull bílsins. Esteban fékk fyrir vikið tíu sekúndna refsingu en refsing Verstappen var mun harðari því Hollendingurinn varð af öruggu fyrsta sæti. „Ég er bara að keyra minn kappakstur og svo kemur svona fáviti og eyðileggur allt,“ hafði Max að seigja um Frakkann eftir keppni. Verstappen lét þó ekki bara ljót orð í garð Esteban duga, því eftir keppnina lagði Hollendingurinn hendur á Occon. Ökumenn eru alltaf vigtaðir eftir keppni í skúr FIA og þar hrinti Max Frakkanum og strunsaði svo út. Einhverjir áhorfendur sáu atvikið og klöppuðu Verstappen lof í lófa. Christian Horner, stjóri Red Bull, stóð við bakið á sínum ökumanni eftir keppnina. „Auðvitað styðjum við ekki ofbeldi en þegar hringaður bíll stelur af þér sigri ertu auðvitað mjög reiður.“ Þriðji varð Kimi Raikkonen á Ferrari í hans næstsíðasta kappakstri fyrir liðið. Ferrari hefði þurft að fá allavegana 12 stigum meira en Mercedes til að halda lífi í titilbaráttu bílasmiða þetta árið. Því er baráttan um titlana tvo búin í ár þrátt fyrir að ein keppni er eftir. Lokakappaksturinn fer fram í Abu Dhabi eftir tvær vikur. Formúla Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Í tíunda skiptið á árinu var það heimsmeistarinn Lewis Hamilton sem stóð uppi sem sigurvegari í Formúlu 1 kappakstri helgarinnar. Keppnin í Brasilíu var afar spennandi þar sem aðeins fimm sekúndur skildu að fyrstu fjóra ökumennina. Með sigrinum tryggði Lewis Hamilton liði sínu, Mercedes, heimsmeistaratitil bílasmiða fimmta árið í röð. Aðeins einu sinni áður hefur það skeð að lið vinni fimm titla í röð, árangur sem að Ferrari náði er það vann sex sinnum í röð frá árunum 1999 til 2004. Í öðru sæti á eftir Hamilton kom Max Verstappen á Red Bull. Verstappen keyrði listavel á sunnudaginn og leiddi kappaksturinn örugglega framan af, þrátt fyrir að ræsa aðeins fimmti.Max lenti í vandræðum um helgina og var sigurinn tekinn af honum.vísir/gettySigurinn tekinn af Verstappen Á 44. hring kappakstursins var Max að hringa hægfara Force India bíl Esteban Occon sem endaði með ósköpum. Verstappen var kominn framúr í fyrstu beygju en í næstu beygju gaf Occon ekki tommu eftir og klessti inn í hlið Red Bull bílsins. Esteban fékk fyrir vikið tíu sekúndna refsingu en refsing Verstappen var mun harðari því Hollendingurinn varð af öruggu fyrsta sæti. „Ég er bara að keyra minn kappakstur og svo kemur svona fáviti og eyðileggur allt,“ hafði Max að seigja um Frakkann eftir keppni. Verstappen lét þó ekki bara ljót orð í garð Esteban duga, því eftir keppnina lagði Hollendingurinn hendur á Occon. Ökumenn eru alltaf vigtaðir eftir keppni í skúr FIA og þar hrinti Max Frakkanum og strunsaði svo út. Einhverjir áhorfendur sáu atvikið og klöppuðu Verstappen lof í lófa. Christian Horner, stjóri Red Bull, stóð við bakið á sínum ökumanni eftir keppnina. „Auðvitað styðjum við ekki ofbeldi en þegar hringaður bíll stelur af þér sigri ertu auðvitað mjög reiður.“ Þriðji varð Kimi Raikkonen á Ferrari í hans næstsíðasta kappakstri fyrir liðið. Ferrari hefði þurft að fá allavegana 12 stigum meira en Mercedes til að halda lífi í titilbaráttu bílasmiða þetta árið. Því er baráttan um titlana tvo búin í ár þrátt fyrir að ein keppni er eftir. Lokakappaksturinn fer fram í Abu Dhabi eftir tvær vikur.
Formúla Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira