Bíó og sjónvarp

Tökum lokið á Avatar tvö, þrjú, fjögur og fimm

Samúel Karl Ólason skrifar
Jake Sully og Neytiri.
Jake Sully og Neytiri.
Leikstjórinn James Cameron hefur tilkynnt að aðalleikarar Avatar-framhaldsmyndanna hafi lokið tökum og nú sé bara eftirvinnsla eftir. Fyrsta framhaldsmyndin verður frumsýnd um jólin 2020 og sú næsta 2021. Cameron segist þó ekki ætla að birta næstu myndir nema tvö og þrjú gangi vel í kvikmyndahúsum.



Myndirnar hafa verið í framleiðslu í mörg ár en Avatar kom út árið 2009 og naut gífurlegra vinsælda. Það er ljóst að einhverjir telja Cameron hafa verið of lengi að gera myndirnar og hafa margir spurt hvort eftirspurn sé fyrir þessum framhaldsmyndum. Tökurnar hófust ekki fyrr en í september í fyrra.

Talið er að fyrsta framhaldsmyndin muni fjalla um Jake Sully, Neytiri og börn þeirra en fjölskylda þessi mun spila lykilhlutverk í öllum myndunum.

Í myndbandi sem Cameron birti í fyrradag þakkaði hann Sam Worthington, Zoe Saldana, Sigourney Weaver, Stephen Lang og Kat Winslet fyrir vinnu þeirra. Persónur nokkurra þeirra dóu þó í fyrstu myndina svo það er óljóst hve stórra rullu þau munu spila í myndunum.

Samkvæmt MovieWeb er talið að myndirnar verði titlaðar Avatar: The Way of Water, Avatar: The Seed Bearer, Avatar: The Tulkun Rider og Avatar: The Quest for Eywa. Titlar þessir hafa þó ekki verið staðfestir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.