Reynir að halda lífi í ríkisstjórn sinni Samúel Karl Ólason skrifar 18. nóvember 2018 19:05 Netanyahu segir pólitík ekki eiga að spila inn í varnarmál Ísrael. AP/Ariel Schalit Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segist leita allra leiða til að koma í veg fyrir fall ríkisstjórnar sinnar í kjölfar afsagnar varnarmálaráðherra landsins. Avigdor Liberman sagði af sér á miðvikudaginn í kjölfar þess að Ísrael gerði vopnahlé við Hamas-samtökin og kallaði eftir nýjum kosningum. Útlit er fyrir að tveir ráðherra til viðbótar ætli að segja af sér á morgun. Þeir hafa boðað til blaðamannafundar á morgun. Þeir ráðherrar tilheyra stjórnarflokknum Jewish Home. Eins og staðan er núna er Netanyahu með einungis eins manns meirihluta á þingi og slíti Jewish Home sig frá ríkisstjórninni verður ekki komist hjá því að boða til kosninga. Þar að auki hefur Moshe Kahlon, fjármálaráðherra, einnig sagt að réttast væri að boða til nýrra kosninga. Netanyahu ætlar sjálfur að taka að sér embætti varnarmálaráðherra í kjölfar afsagnar Liberman. Í sjónvarpsávarpi í dag sagði hann ekki rétt að boða til kosninga á svo viðkvæmum tíma varðandi öryggi Ísrael. Forsætisráðherrann sagði að pólitík ætti ekki að koma að öryggi Ísrael og hann vissi hvað hann væri að gera.Avigdor Liberman, fyrrverandi varnarmaálaráðherra Ísrael.AP/Ariel SchalitÓvissan í Ísrael byrjaði eins og áður segir á miðvikudaginn þegar Liberman sagði af sér. Hann og fleiri meðlimir ríkisstjórnarinnar voru, samkvæmt fjölmiðlum í Ísrael, ósáttir með að Netanyahu hefði tekið einhliða ákvörðun um að samþykkja vopnahlé við Hamas. Það var gert eftir umfangsmiklar árásir beggja vegna við landamæri Ísrael og Gasa-strandarinnar.Sjá einnig: Varnarmálaráðherra Ísrael segir af sér og kallar eftir kosningumLiberman hefur að undanförnu kallað eftir innrás á Gasa og að her Ísrael þvingi Hamas-liða frá völdum. Hann segir það vera einu leiðina til að stilla til friðar á svæðinu. Á rétt rúmum sólarhring var minnst 460 sprengjum varpað á Ísrael frá gasa og svöruðu Ísraelsmenn með fjölmörgum loftárásum. Útlit var fyrir að það stefni í fjórða stríðið á Gasa á einungis áratug. Liberman gagnrýndi herinn á blaðamannafundi sínum í morgun og sagði viðbrögðin við árásunum ekki hafa verið samræmi við alvarleika þeirra. Allt í allt gerði herinn um 160 loftárásir á Gasa. Undanfarna mánuði hefur Hamas haldið vikuleg og fjölmenn mótmæli við landamæri Gasa og Ísrael vegna herkvíarinnar. Fjölmargir Palestínumenn verið skotnir til bana af hermönnum á þessum tíma og hafa Ísraelsmenn verið harðlega gagnrýndir vegna þessa. Hins vegar hefur komið til skot- og sprengjuárása frá Gasa og á tímabilinu hafa fjölmörg íkveikjutæki verið send svífandi yfir landamærin. Þau tæki hafa valdið kjarreldum og brennt ræktunarland í Ísrael. Nýjustu átökin hófust þegar upp komst um dulbúna sérsveitarmenn Ísrael á Gasaströndinni. Til skotbardaga kom sem sjö Hamas-liðar og einn háttsettur sérsveitarmaður féllu í. Í kjölfar þess byrjuðu Hamas-liðar að varpa sprengjum á Ísrael. Flokksmeðlimir Netanyahu í Likud-flokknum hafa gagnrýnt forsvarsmenn annarra stjórnarflokka í dag, samkvæmt Times of Israel. Meðal þess sem ráðherra Likud flokksins hafa sagt er að samstarfsaðilar þeirra séu að haga sér á mjög óábyrgan hátt. Miri Regev, menningarráðherra, sagði það einmitt óábyrgt að fella svo góða hægri-ríkisstjórn. Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segist leita allra leiða til að koma í veg fyrir fall ríkisstjórnar sinnar í kjölfar afsagnar varnarmálaráðherra landsins. Avigdor Liberman sagði af sér á miðvikudaginn í kjölfar þess að Ísrael gerði vopnahlé við Hamas-samtökin og kallaði eftir nýjum kosningum. Útlit er fyrir að tveir ráðherra til viðbótar ætli að segja af sér á morgun. Þeir hafa boðað til blaðamannafundar á morgun. Þeir ráðherrar tilheyra stjórnarflokknum Jewish Home. Eins og staðan er núna er Netanyahu með einungis eins manns meirihluta á þingi og slíti Jewish Home sig frá ríkisstjórninni verður ekki komist hjá því að boða til kosninga. Þar að auki hefur Moshe Kahlon, fjármálaráðherra, einnig sagt að réttast væri að boða til nýrra kosninga. Netanyahu ætlar sjálfur að taka að sér embætti varnarmálaráðherra í kjölfar afsagnar Liberman. Í sjónvarpsávarpi í dag sagði hann ekki rétt að boða til kosninga á svo viðkvæmum tíma varðandi öryggi Ísrael. Forsætisráðherrann sagði að pólitík ætti ekki að koma að öryggi Ísrael og hann vissi hvað hann væri að gera.Avigdor Liberman, fyrrverandi varnarmaálaráðherra Ísrael.AP/Ariel SchalitÓvissan í Ísrael byrjaði eins og áður segir á miðvikudaginn þegar Liberman sagði af sér. Hann og fleiri meðlimir ríkisstjórnarinnar voru, samkvæmt fjölmiðlum í Ísrael, ósáttir með að Netanyahu hefði tekið einhliða ákvörðun um að samþykkja vopnahlé við Hamas. Það var gert eftir umfangsmiklar árásir beggja vegna við landamæri Ísrael og Gasa-strandarinnar.Sjá einnig: Varnarmálaráðherra Ísrael segir af sér og kallar eftir kosningumLiberman hefur að undanförnu kallað eftir innrás á Gasa og að her Ísrael þvingi Hamas-liða frá völdum. Hann segir það vera einu leiðina til að stilla til friðar á svæðinu. Á rétt rúmum sólarhring var minnst 460 sprengjum varpað á Ísrael frá gasa og svöruðu Ísraelsmenn með fjölmörgum loftárásum. Útlit var fyrir að það stefni í fjórða stríðið á Gasa á einungis áratug. Liberman gagnrýndi herinn á blaðamannafundi sínum í morgun og sagði viðbrögðin við árásunum ekki hafa verið samræmi við alvarleika þeirra. Allt í allt gerði herinn um 160 loftárásir á Gasa. Undanfarna mánuði hefur Hamas haldið vikuleg og fjölmenn mótmæli við landamæri Gasa og Ísrael vegna herkvíarinnar. Fjölmargir Palestínumenn verið skotnir til bana af hermönnum á þessum tíma og hafa Ísraelsmenn verið harðlega gagnrýndir vegna þessa. Hins vegar hefur komið til skot- og sprengjuárása frá Gasa og á tímabilinu hafa fjölmörg íkveikjutæki verið send svífandi yfir landamærin. Þau tæki hafa valdið kjarreldum og brennt ræktunarland í Ísrael. Nýjustu átökin hófust þegar upp komst um dulbúna sérsveitarmenn Ísrael á Gasaströndinni. Til skotbardaga kom sem sjö Hamas-liðar og einn háttsettur sérsveitarmaður féllu í. Í kjölfar þess byrjuðu Hamas-liðar að varpa sprengjum á Ísrael. Flokksmeðlimir Netanyahu í Likud-flokknum hafa gagnrýnt forsvarsmenn annarra stjórnarflokka í dag, samkvæmt Times of Israel. Meðal þess sem ráðherra Likud flokksins hafa sagt er að samstarfsaðilar þeirra séu að haga sér á mjög óábyrgan hátt. Miri Regev, menningarráðherra, sagði það einmitt óábyrgt að fella svo góða hægri-ríkisstjórn.
Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira