Athvarf listamanna í 35 ár Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 19. nóvember 2018 07:00 Gaukur á Stöng var opnaður árið 1983. Sólveig Johnsen stýrir nú Gauknum af hugsjón, ásamt Starra Haukssyni. Fréttabladid/Eyþór „Hér hefur orðið til ótrúlega yndislegur suðupottur af fólki sem stendur á einhvern hátt fyrir utan normið,“ segir Sólveig Johnsen, staðarhaldari á Gauknum, sem áður hét Gaukur á Stöng og á 35 ára afmæli í dag. Þann 19. nóvember 1983, opnuðu nokkrir ungir hag- og lögfræðingar staðinn, innblásnir eftir námsdvöl í Þýskalandi. Markmiðið var bjórkrá að þýskri fyrirmynd. Á þessari fyrstu bjórkrá landsins þurfti þó að selja bjórlíki fyrstu starfsárin enda bjór bannaður hér á landi til ársins 1989. Gaukurinn á sér nokkuð merka sögu, en hann varð snemma vinsæll tónleikastaður og var á níunda og tíunda áratugnum nokkurs konar félagsmiðstöð íslenskra poppara og rokkara sem hittust á Gauknum á virkum dögum, ræddu málin oft langt fram á nótt. Sólveig segir að Gaukurinn hafi í raun gengið í endurnýjun lífdaga að þessu leyti. Hópurinn sé þó fjölbreyttari í dag. „Mikið af fastagestum okkar er listafólk, sem á hér eiginlega sitt annað heimili. Þetta eru uppistandarar, draglistafólk, tónlistarfólk, ljóðskáld og fólk úr ýmsum áttum sem á það kannski sameiginlegt að passa ekki inn í öll boxin í samfélaginu,“ segir Sólveig. Gaukurinn er auðvitað fyrst og fremst viðburðastaður og við höfum alltaf lagt mikla áherslu á tónleikahald,“ segir Sólveig. En það er fleira í boði á Gauknum enda lögð áhersla á fjölbreytni viðburða. „Árið 2015 fórum við svo að hafa opið alla virka daga og settum inn fasta liði eins og uppistand einu sinni í viku og karókí einu sinni í viku,“ segir Sólveig og bætir því við að Gaukurinn sé einnig orðinn vagga dragmenningarinnar í landinu. Gaukurinn á sér einnig æðri hugsjónir um bætta skemmtanamenningu. „Við vildum búa til umhverfi þar sem jafnrétti, virðing og öryggi getur þrifist í skemmtanalífinu,“ segir Sólveig og fullyrðir að raunveruleg ást og umhyggja geti þrifist á skemmtistað, um það sé Gaukurinn lifandi dæmi, ekki síst fyrir tilstuðlan fjölbreytts hóps fastakúnna úr listalífinu. Staðarhaldarar hafa einnig tekið markviss skref í þágu hugsjóna staðarins, til dæmis með því að gera salerni staðarins alveg kynlaus og bjóða upp á ókeypis túrtappa á barnum. Aðspurð segir Sólveig ekki sömu áherslu lagða á bjórinn og í árdaga staðarins, og þaðan af síður á bjórlíkið. „Gaukurinn er svo miklu meira en bjórkrá í dag,“ segir Sólveig en lætur þess þó getið að bjórinn á Gauknum sé ódýr í samanburði við það sem gengur og gerist. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Sjá meira
„Hér hefur orðið til ótrúlega yndislegur suðupottur af fólki sem stendur á einhvern hátt fyrir utan normið,“ segir Sólveig Johnsen, staðarhaldari á Gauknum, sem áður hét Gaukur á Stöng og á 35 ára afmæli í dag. Þann 19. nóvember 1983, opnuðu nokkrir ungir hag- og lögfræðingar staðinn, innblásnir eftir námsdvöl í Þýskalandi. Markmiðið var bjórkrá að þýskri fyrirmynd. Á þessari fyrstu bjórkrá landsins þurfti þó að selja bjórlíki fyrstu starfsárin enda bjór bannaður hér á landi til ársins 1989. Gaukurinn á sér nokkuð merka sögu, en hann varð snemma vinsæll tónleikastaður og var á níunda og tíunda áratugnum nokkurs konar félagsmiðstöð íslenskra poppara og rokkara sem hittust á Gauknum á virkum dögum, ræddu málin oft langt fram á nótt. Sólveig segir að Gaukurinn hafi í raun gengið í endurnýjun lífdaga að þessu leyti. Hópurinn sé þó fjölbreyttari í dag. „Mikið af fastagestum okkar er listafólk, sem á hér eiginlega sitt annað heimili. Þetta eru uppistandarar, draglistafólk, tónlistarfólk, ljóðskáld og fólk úr ýmsum áttum sem á það kannski sameiginlegt að passa ekki inn í öll boxin í samfélaginu,“ segir Sólveig. Gaukurinn er auðvitað fyrst og fremst viðburðastaður og við höfum alltaf lagt mikla áherslu á tónleikahald,“ segir Sólveig. En það er fleira í boði á Gauknum enda lögð áhersla á fjölbreytni viðburða. „Árið 2015 fórum við svo að hafa opið alla virka daga og settum inn fasta liði eins og uppistand einu sinni í viku og karókí einu sinni í viku,“ segir Sólveig og bætir því við að Gaukurinn sé einnig orðinn vagga dragmenningarinnar í landinu. Gaukurinn á sér einnig æðri hugsjónir um bætta skemmtanamenningu. „Við vildum búa til umhverfi þar sem jafnrétti, virðing og öryggi getur þrifist í skemmtanalífinu,“ segir Sólveig og fullyrðir að raunveruleg ást og umhyggja geti þrifist á skemmtistað, um það sé Gaukurinn lifandi dæmi, ekki síst fyrir tilstuðlan fjölbreytts hóps fastakúnna úr listalífinu. Staðarhaldarar hafa einnig tekið markviss skref í þágu hugsjóna staðarins, til dæmis með því að gera salerni staðarins alveg kynlaus og bjóða upp á ókeypis túrtappa á barnum. Aðspurð segir Sólveig ekki sömu áherslu lagða á bjórinn og í árdaga staðarins, og þaðan af síður á bjórlíkið. „Gaukurinn er svo miklu meira en bjórkrá í dag,“ segir Sólveig en lætur þess þó getið að bjórinn á Gauknum sé ódýr í samanburði við það sem gengur og gerist.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Sjá meira